Fannar: Verður ekki fallegur körfubolti Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. mars 2011 14:15 Fannar á von á hörkuleik í kvöld en lofar að hann muni hvergi gefa eftir. Mynd/Daníel Fannar Ólafsson, fyrirliði KR, á von á hörkuleik gegn Keflavík er liðin mætast í fyrsta leik undanúrslitanna í úrslitakeppni Iceland Express-deildar karla. Leikurinn hefst klukkan 19.15 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. KR vann 2-0 sigur á Njarðvík í rimmu liðanna í fjórðungsúrslitum og hefur ekki spilað í rúma viku. KR var þar að auki eina liðið sem þurfti ekki oddaleik til að komast áfram í undanúrslitin. „Manni finnst eins og að það séu þrjár vikur síðan að við spiluðum síðast og að við séum að koma úr góðri pásu,“ sagði Fannar í léttum dúr við Vísi í dag. „En þetta leggst mjög vel í mig. Við erum tilbúnir, búnir að æfa vel og við hlökkum til að byrja.“ Fannar lék áður með Keflavík sem lenti í basli með ÍR í fjórðungsúrslitunum. Framlengingu þurfti til í oddaleik liðanna í síðustu viku. „Ég held að það hafi engin áhrif á þessa rimmu. Keflavík er með mjög reynslumikið lið og eru mjög áþekkir okkur inn á vellinum. Ég á von á hörkubarning á báðum endum vallarins og tel að þetta verði svakalegur leikur í kvöld.“ „Ég held að þetta verði leikir sem munu klárast á síðustu mínútunum. Það lið sem er duglegra að ná í aukafrákastið, bjarga bolta og stela kemur til með að vinna leikinn.“ „Þetta verður ekki áferðafallegur körfubolti heldur mikil barátta. Keflavík er þekkt fyrir að spila fast og við gefum heldur ekkert eftir í þeim málum. Það er fínt og þannig á úrslitakeppnina að vera. Við hlökkum bara til.“ Bæði lið eru þó með öflugar skyttur. „Við erum með eina öflugustu skyttu landsins í Brynjari (Þór Björnssyni) og þeir í Magga (Magnúsi Þór Gunnarssyni). Þeir eiga eftir að núlla hvorn annan út. Ég held líka að stigaskorið verði hátt í þessum leikjum, í kringum 80-90 tig, og verða menn því að skora töluvert.“ „Við erum hins vegar að horfa til þess að við erum með dýpri bekk en þeir og ætlum við að reyna að nýta okkur það í hið ítrasta.“ Sigurður Gunnar Þorsteinsson hefur verið að spila vel með Keflavík og á Fannar von á hörkurimmu við hann undir körfunni. „Hann hefur verið að spila eins og engill, sérstaklega á seinni hluta tímabilsins. Okkur bíður því verðugt verkefni að halda aftur af honum. Hann getur þó ekki bara mætt í KR-heimilið og farið að rífa kjaft. Hann mun þurfa að hafa fyrir hlutunum - því get ég lofað.“ Dominos-deild karla Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Sjá meira
Fannar Ólafsson, fyrirliði KR, á von á hörkuleik gegn Keflavík er liðin mætast í fyrsta leik undanúrslitanna í úrslitakeppni Iceland Express-deildar karla. Leikurinn hefst klukkan 19.15 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. KR vann 2-0 sigur á Njarðvík í rimmu liðanna í fjórðungsúrslitum og hefur ekki spilað í rúma viku. KR var þar að auki eina liðið sem þurfti ekki oddaleik til að komast áfram í undanúrslitin. „Manni finnst eins og að það séu þrjár vikur síðan að við spiluðum síðast og að við séum að koma úr góðri pásu,“ sagði Fannar í léttum dúr við Vísi í dag. „En þetta leggst mjög vel í mig. Við erum tilbúnir, búnir að æfa vel og við hlökkum til að byrja.“ Fannar lék áður með Keflavík sem lenti í basli með ÍR í fjórðungsúrslitunum. Framlengingu þurfti til í oddaleik liðanna í síðustu viku. „Ég held að það hafi engin áhrif á þessa rimmu. Keflavík er með mjög reynslumikið lið og eru mjög áþekkir okkur inn á vellinum. Ég á von á hörkubarning á báðum endum vallarins og tel að þetta verði svakalegur leikur í kvöld.“ „Ég held að þetta verði leikir sem munu klárast á síðustu mínútunum. Það lið sem er duglegra að ná í aukafrákastið, bjarga bolta og stela kemur til með að vinna leikinn.“ „Þetta verður ekki áferðafallegur körfubolti heldur mikil barátta. Keflavík er þekkt fyrir að spila fast og við gefum heldur ekkert eftir í þeim málum. Það er fínt og þannig á úrslitakeppnina að vera. Við hlökkum bara til.“ Bæði lið eru þó með öflugar skyttur. „Við erum með eina öflugustu skyttu landsins í Brynjari (Þór Björnssyni) og þeir í Magga (Magnúsi Þór Gunnarssyni). Þeir eiga eftir að núlla hvorn annan út. Ég held líka að stigaskorið verði hátt í þessum leikjum, í kringum 80-90 tig, og verða menn því að skora töluvert.“ „Við erum hins vegar að horfa til þess að við erum með dýpri bekk en þeir og ætlum við að reyna að nýta okkur það í hið ítrasta.“ Sigurður Gunnar Þorsteinsson hefur verið að spila vel með Keflavík og á Fannar von á hörkurimmu við hann undir körfunni. „Hann hefur verið að spila eins og engill, sérstaklega á seinni hluta tímabilsins. Okkur bíður því verðugt verkefni að halda aftur af honum. Hann getur þó ekki bara mætt í KR-heimilið og farið að rífa kjaft. Hann mun þurfa að hafa fyrir hlutunum - því get ég lofað.“
Dominos-deild karla Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Sjá meira