Akureyringar fögnuðu innilega í Digranesi í gær er liðið tryggði sér deildarmeistaratitilinn í N1-deild karla. Þetta var þriðja tækifæri Akureyrar til að tryggja sigur í deildinni og það hafðist loksins.
Akureyringar hafa verið lagnir við að klúðra úrslitaleikjum og þeir fögnuðu því innilega er þeir brutu loksins ísinn í gær.
Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, myndaði fögnuð Akureyringa og má sjá afraksturinn hér að neðan.
Fyrsti titill Akureyrar - myndir
Henry Birgir Gunnarsson skrifar
