Sendiherra hvetur Íslendinga til að láta vita af sér 11. mars 2011 10:50 Stefán Lárus Stefánsson, sendiherra í Japan, hvetur Íslendinga sem eru á skjálftasvæðinu í Japan að láta vita af sér á Facebook. Hann segir sendiráðið reikna með því að um 65 Íslendingar séu þar og þegar hafa um þrjátíu manns haft samband. Um 33 milljónir manna búa á stór-Tókíósvæðinu og samkvæmt nýjustu upplýsingum eru 32 látnir. Stefán var við vinnu í sendiráðinu þegar stærsti skjálftinn reið yfir, en klukkan í Japan er níu tímum á undan íslenskum tíma. Nokkrir stórir turnar, allt að 35 hæða, eru neðan við sendiráðið. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég hef séð þá sveiflast til í jarðskjálfta," segir Stefán. Þó hann hafi upplifað jarðskjálfta á Íslandi tók það nokkuð á að finna fyrir þessum stóra skjálfta. „Maður verður svona frekar hjálparlaus," segir Stefán. Klukkan í Tókíó er 9 tímum á undan íslenskum tíma og því er farið að kvölda þar. Stefán leggur áherslu á að ná sambandi við sem allra flesta Íslendinga á svæðinu fyrir nóttina, og bendir á þjónustusíma íslenska utanríkisráðuneytisins, 5459900. Jarðskjálfti í Japan Tengdar fréttir Tala látinna komin í 32 Nú er ljóst að 32 hafa látist hið minnsta þegar tíu metra há flóðbylgja skall á norðausturströnd Japans í morgun. Sky fréttastofan greinir frá þessu. Borgin Sendai varð verst úti. Flóðbylgjan kom í kjölfar gríðarlega öflugs jarðskjálfta sem mældist 8,9 á richter og átti upptök um 150 kílómetra undan ströndum Japans. Skjálftinn er sá stærsti í sögu Japans og sá sjöundi stærsti sem sögur fara af. 11. mars 2011 10:01 Öflugur skjálfti undan ströndum Japans - flóðbylgjuviðvörun gefin Öflugur jarðskjálfti, 8,8 á richter-kvarðanum, reið yfir norðausturströnd Japans í morgun.Byggingar í höfuðborginni Tókíó skulfu í nokkrar mínútur og fólk þusti út á götur borgarinnar en engar fregnir hafa borist af manntjóni. Flóðbylgjuviðvörun var gefin út fyrir stórt svæði og gæti bylgjan orðið allt að sex metra há en viðvörunin gildir fyrir Japan, Rússland, Guam, Tæwan og Fillipseyjar. Einnig hefur viðvörun verið gefin út fyrir Indónesíu og Hawaí. 11. mars 2011 06:35 Tíu metra flóðbylgja skall á hafnarbæ Tíu metra há flóðbylgja skall á hafnarbænum Sendai á norðausturströnd Japans í kjölfar hins öfluga skjálfta sem reið yfir í morgun undan ströndum Japans. Fréttamyndir sýna að bylgjan hefur hrifið með sér bíla og hús og miklir eldar loga í olíubirgðastöð við höfnina. Fyrstu fregnir hermdu að skjálftinn væri um 7,9 stig en nú hefur verið staðfest að hann mældist 8,9 stig. Engar fregnir hafa borist af manntjóni en nokkrir slösuðust í Tókíu þegar þak á skólabyggingu gaf sig. 11. mars 2011 07:28 Að minnsta kosti átta látnir í Sendai Að minnsta kosti átta létust þegar tíu metra há flóðbylgja skall á hafnarbænum Sendai í Japan í morgun í kjölfar gríðarlega öflugs jarðskjálfta á svæðinu. Skjálftinn mældist 8,9 á richter skalanum og er sjöundi stærsti skjálfti í sögunni. Flóðbylgjan hreif með sér bíla og skip í höfninni og eyðilagði fjölda húsa. Þá hefur skemmtigarður Disney í Tókíó orðið illa úti auk þess sem mikill eldur geisar í olíuhreinsistöð í borginni Ichihara. 11. mars 2011 08:51 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Sjá meira
Stefán Lárus Stefánsson, sendiherra í Japan, hvetur Íslendinga sem eru á skjálftasvæðinu í Japan að láta vita af sér á Facebook. Hann segir sendiráðið reikna með því að um 65 Íslendingar séu þar og þegar hafa um þrjátíu manns haft samband. Um 33 milljónir manna búa á stór-Tókíósvæðinu og samkvæmt nýjustu upplýsingum eru 32 látnir. Stefán var við vinnu í sendiráðinu þegar stærsti skjálftinn reið yfir, en klukkan í Japan er níu tímum á undan íslenskum tíma. Nokkrir stórir turnar, allt að 35 hæða, eru neðan við sendiráðið. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég hef séð þá sveiflast til í jarðskjálfta," segir Stefán. Þó hann hafi upplifað jarðskjálfta á Íslandi tók það nokkuð á að finna fyrir þessum stóra skjálfta. „Maður verður svona frekar hjálparlaus," segir Stefán. Klukkan í Tókíó er 9 tímum á undan íslenskum tíma og því er farið að kvölda þar. Stefán leggur áherslu á að ná sambandi við sem allra flesta Íslendinga á svæðinu fyrir nóttina, og bendir á þjónustusíma íslenska utanríkisráðuneytisins, 5459900.
Jarðskjálfti í Japan Tengdar fréttir Tala látinna komin í 32 Nú er ljóst að 32 hafa látist hið minnsta þegar tíu metra há flóðbylgja skall á norðausturströnd Japans í morgun. Sky fréttastofan greinir frá þessu. Borgin Sendai varð verst úti. Flóðbylgjan kom í kjölfar gríðarlega öflugs jarðskjálfta sem mældist 8,9 á richter og átti upptök um 150 kílómetra undan ströndum Japans. Skjálftinn er sá stærsti í sögu Japans og sá sjöundi stærsti sem sögur fara af. 11. mars 2011 10:01 Öflugur skjálfti undan ströndum Japans - flóðbylgjuviðvörun gefin Öflugur jarðskjálfti, 8,8 á richter-kvarðanum, reið yfir norðausturströnd Japans í morgun.Byggingar í höfuðborginni Tókíó skulfu í nokkrar mínútur og fólk þusti út á götur borgarinnar en engar fregnir hafa borist af manntjóni. Flóðbylgjuviðvörun var gefin út fyrir stórt svæði og gæti bylgjan orðið allt að sex metra há en viðvörunin gildir fyrir Japan, Rússland, Guam, Tæwan og Fillipseyjar. Einnig hefur viðvörun verið gefin út fyrir Indónesíu og Hawaí. 11. mars 2011 06:35 Tíu metra flóðbylgja skall á hafnarbæ Tíu metra há flóðbylgja skall á hafnarbænum Sendai á norðausturströnd Japans í kjölfar hins öfluga skjálfta sem reið yfir í morgun undan ströndum Japans. Fréttamyndir sýna að bylgjan hefur hrifið með sér bíla og hús og miklir eldar loga í olíubirgðastöð við höfnina. Fyrstu fregnir hermdu að skjálftinn væri um 7,9 stig en nú hefur verið staðfest að hann mældist 8,9 stig. Engar fregnir hafa borist af manntjóni en nokkrir slösuðust í Tókíu þegar þak á skólabyggingu gaf sig. 11. mars 2011 07:28 Að minnsta kosti átta látnir í Sendai Að minnsta kosti átta létust þegar tíu metra há flóðbylgja skall á hafnarbænum Sendai í Japan í morgun í kjölfar gríðarlega öflugs jarðskjálfta á svæðinu. Skjálftinn mældist 8,9 á richter skalanum og er sjöundi stærsti skjálfti í sögunni. Flóðbylgjan hreif með sér bíla og skip í höfninni og eyðilagði fjölda húsa. Þá hefur skemmtigarður Disney í Tókíó orðið illa úti auk þess sem mikill eldur geisar í olíuhreinsistöð í borginni Ichihara. 11. mars 2011 08:51 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Sjá meira
Tala látinna komin í 32 Nú er ljóst að 32 hafa látist hið minnsta þegar tíu metra há flóðbylgja skall á norðausturströnd Japans í morgun. Sky fréttastofan greinir frá þessu. Borgin Sendai varð verst úti. Flóðbylgjan kom í kjölfar gríðarlega öflugs jarðskjálfta sem mældist 8,9 á richter og átti upptök um 150 kílómetra undan ströndum Japans. Skjálftinn er sá stærsti í sögu Japans og sá sjöundi stærsti sem sögur fara af. 11. mars 2011 10:01
Öflugur skjálfti undan ströndum Japans - flóðbylgjuviðvörun gefin Öflugur jarðskjálfti, 8,8 á richter-kvarðanum, reið yfir norðausturströnd Japans í morgun.Byggingar í höfuðborginni Tókíó skulfu í nokkrar mínútur og fólk þusti út á götur borgarinnar en engar fregnir hafa borist af manntjóni. Flóðbylgjuviðvörun var gefin út fyrir stórt svæði og gæti bylgjan orðið allt að sex metra há en viðvörunin gildir fyrir Japan, Rússland, Guam, Tæwan og Fillipseyjar. Einnig hefur viðvörun verið gefin út fyrir Indónesíu og Hawaí. 11. mars 2011 06:35
Tíu metra flóðbylgja skall á hafnarbæ Tíu metra há flóðbylgja skall á hafnarbænum Sendai á norðausturströnd Japans í kjölfar hins öfluga skjálfta sem reið yfir í morgun undan ströndum Japans. Fréttamyndir sýna að bylgjan hefur hrifið með sér bíla og hús og miklir eldar loga í olíubirgðastöð við höfnina. Fyrstu fregnir hermdu að skjálftinn væri um 7,9 stig en nú hefur verið staðfest að hann mældist 8,9 stig. Engar fregnir hafa borist af manntjóni en nokkrir slösuðust í Tókíu þegar þak á skólabyggingu gaf sig. 11. mars 2011 07:28
Að minnsta kosti átta látnir í Sendai Að minnsta kosti átta létust þegar tíu metra há flóðbylgja skall á hafnarbænum Sendai í Japan í morgun í kjölfar gríðarlega öflugs jarðskjálfta á svæðinu. Skjálftinn mældist 8,9 á richter skalanum og er sjöundi stærsti skjálfti í sögunni. Flóðbylgjan hreif með sér bíla og skip í höfninni og eyðilagði fjölda húsa. Þá hefur skemmtigarður Disney í Tókíó orðið illa úti auk þess sem mikill eldur geisar í olíuhreinsistöð í borginni Ichihara. 11. mars 2011 08:51