Tiger Woods sýndi í dag að hann kann ennþá sitthvað fyrir sér á golfíþróttinni þrátt fyrir að gengi hans að undanförnu hafi ekki verið upp á marga fiska. Hann lauk keppni á Cadillac mótinu á Heimsmótaröðinni með að leika á 66 höggum eða sex höggum undir pari Blue Monster vallarins í Flórída.
Þetta er besti hringur Woods í nokkra mánuði en hann lauk keppni á samtals átta höggum undir pari. Hann lyfti sér um leið upp í 12. sæti í mótinu þegar keppni er ennþá í gangi.
Lítið hefur gengið hjá Woods eftir að upp komst um erfiðleika hans í einkalífinu. Að auki hefur hann verið að breyta golfsveiflu sinni og hefur honum gengið illa að fóta sig á golfvellinum að undanförnu. Árangur hans í mótinu er sá besti í ár en þetta er þriðja mótið sem hann leikur í á árinu.
Tiger minnti á sig með góðum hring
Jón Júlíus Karlsson skrifar

Mest lesið







Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga
Íslenski boltinn



Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni
Íslenski boltinn