Jón Ólafur: Ég held að það sé ekkert gaman að dekka okkur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2011 20:15 Jón Ólafur Jónsson og Pálmi Freyr Sigurgeirsson. Mynd/ÓskarÓ Jón Ólafur Jónsson var í dag valinn besti leikmaður umferða 12 til 22 í Iceland Express deildar karla. Hann hefur verið lykilmaður í deildarmeistaraliði Snæfells og var með 20,6 stig og 10.1 frákast að meðaltali í leik í seinni hlutanum. "Þetta er búið að mjög gott tímabil. Ég væri að ljúga ef ég segði að ég væri ekki ánægður með þetta tímabil. Þetta var kannski ekki það sem fólk var búið að gera ráð fyrir en við trúðum því statt og stöðugt að við gætum þetta," sagði Jón Ólafur. Snæfellsliðið hefur náð að fylgja eftir Íslandsmeistaratitlinum með góðum árangri í vetur þrátt fyrir að missa öfluga leikmenn. "Við misstum tvo sterka leikmenn í Hlyn og Sigga. Aðrir leikmenn hafa bara bætt sinn leik og svo höfum við fengið inn Ryan sem hefur verið mjög góður hjá okkur í vetur. Svo fengum við Serbann Zeljko inni seinni partinn sem er reynslumikill, duglegur og góður leikmaður," segir Jón Ólafur. Jón Ólafur hefur bætti sinn leik mikið alveg eins og félagi Hans Pálmi Freyr Sigurgeirsson. Jón Ólafur hefur hækkað framlag sitt um 6,9 framlagsstig milli tímabili og Pálmi hefur farið upp um 11,8 stig. Báðir hafa þeir hækkað sig í stigum, fráköstum og stoðsendingum. "Ingi sagði það ekki beint við okkur Pálma að við þurftum að gera meira en það var meira þannig að ég þurfti ekki að leggja saman tvo og tvo til að fatta það að maður þurfti að stíga upp fyrir næsta tímabil til þess að halda okkur í hópi sterkustu liðanna. Við gátum ekki endalaust verið að bæta við okkur útlendingum," sagði Jón Ólafur í léttum tón. Snæfell mætir Haukum í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar og er fyrsti leikur liðanna í Hólminum á föstudaginn. "Úrslitakeppnin er alltaf skemmtileg. Það er talað um að eina örugga serían sé á milli okkar og Hauka sem sumum finnst ekki spennandi. Ef við ætlum að hugsa eitthvað svoleiðis og láta það fara inn í hausinn á okkur þá eiga þeir eftir að nýta sér það," segir Jón Ólafur.Jón Ólafur í leik á móti Stjörnunni.Mynd/Valli"Sóknin hjá okkur er oft á tíðum búin að vera mjög góð í vetur og við erum með svo mörg vopn. Það er erfitt að stoppa okkur þegar við erum að spila saman óeigingjarnt og það er flæði í leiknum okkar. Ég held að það sé ekkert gaman að dekka okkur þegar menn eins og Sean, Pálmi og jafnvel Ryan eru að hitta vel eins og þeir eiga til að gera," segir Jón Ólafur sem er oftar en ekki í hópi þeirra fyrrnefndu þegar leikmenn Snæfells fara að hitta allstaðar af á vellinum. "Nú þurfum við að fara að rífa vörnina upp. Í fyrra vorum við mjög sterkir varnarlega en núna hefur ekki borið eins mikið á því. Það er oft þannig að þegar lið eru góð sóknarlega þá fær vörnin aðeins að gjalda fyrir það. Ef við ætlum að fara alla leið þá þurfum við að rífa varnarleikinn svolítið upp og við erum að vinna í því. Við höfum alla burði til þess að vera gott varnarlið líka," segir Jón Ólafur. Hann segir að stærsti hluti liðsins hafi tekið þátt í að landa fyrsta Íslandsmeistaratitli félagsins í fyrra og að löngunin í hópnum sé mjög mikill. "Menn kunna þetta alveg og vita hvað þeir þurfa að gera. Þetta er spurning um baráttu og vilja þetta nógu mikið. Við ættum líka að vita hversu gaman þetta er. Við fengum að kynnast þessi í fyrra og sú tilfinning sem varaði út allt sumarið var sælutilfinning sem manni langar endilega að finna aftur," segir Jón Ólafur. Dominos-deild karla Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Fleiri fréttir Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Sjá meira
Jón Ólafur Jónsson var í dag valinn besti leikmaður umferða 12 til 22 í Iceland Express deildar karla. Hann hefur verið lykilmaður í deildarmeistaraliði Snæfells og var með 20,6 stig og 10.1 frákast að meðaltali í leik í seinni hlutanum. "Þetta er búið að mjög gott tímabil. Ég væri að ljúga ef ég segði að ég væri ekki ánægður með þetta tímabil. Þetta var kannski ekki það sem fólk var búið að gera ráð fyrir en við trúðum því statt og stöðugt að við gætum þetta," sagði Jón Ólafur. Snæfellsliðið hefur náð að fylgja eftir Íslandsmeistaratitlinum með góðum árangri í vetur þrátt fyrir að missa öfluga leikmenn. "Við misstum tvo sterka leikmenn í Hlyn og Sigga. Aðrir leikmenn hafa bara bætt sinn leik og svo höfum við fengið inn Ryan sem hefur verið mjög góður hjá okkur í vetur. Svo fengum við Serbann Zeljko inni seinni partinn sem er reynslumikill, duglegur og góður leikmaður," segir Jón Ólafur. Jón Ólafur hefur bætti sinn leik mikið alveg eins og félagi Hans Pálmi Freyr Sigurgeirsson. Jón Ólafur hefur hækkað framlag sitt um 6,9 framlagsstig milli tímabili og Pálmi hefur farið upp um 11,8 stig. Báðir hafa þeir hækkað sig í stigum, fráköstum og stoðsendingum. "Ingi sagði það ekki beint við okkur Pálma að við þurftum að gera meira en það var meira þannig að ég þurfti ekki að leggja saman tvo og tvo til að fatta það að maður þurfti að stíga upp fyrir næsta tímabil til þess að halda okkur í hópi sterkustu liðanna. Við gátum ekki endalaust verið að bæta við okkur útlendingum," sagði Jón Ólafur í léttum tón. Snæfell mætir Haukum í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar og er fyrsti leikur liðanna í Hólminum á föstudaginn. "Úrslitakeppnin er alltaf skemmtileg. Það er talað um að eina örugga serían sé á milli okkar og Hauka sem sumum finnst ekki spennandi. Ef við ætlum að hugsa eitthvað svoleiðis og láta það fara inn í hausinn á okkur þá eiga þeir eftir að nýta sér það," segir Jón Ólafur.Jón Ólafur í leik á móti Stjörnunni.Mynd/Valli"Sóknin hjá okkur er oft á tíðum búin að vera mjög góð í vetur og við erum með svo mörg vopn. Það er erfitt að stoppa okkur þegar við erum að spila saman óeigingjarnt og það er flæði í leiknum okkar. Ég held að það sé ekkert gaman að dekka okkur þegar menn eins og Sean, Pálmi og jafnvel Ryan eru að hitta vel eins og þeir eiga til að gera," segir Jón Ólafur sem er oftar en ekki í hópi þeirra fyrrnefndu þegar leikmenn Snæfells fara að hitta allstaðar af á vellinum. "Nú þurfum við að fara að rífa vörnina upp. Í fyrra vorum við mjög sterkir varnarlega en núna hefur ekki borið eins mikið á því. Það er oft þannig að þegar lið eru góð sóknarlega þá fær vörnin aðeins að gjalda fyrir það. Ef við ætlum að fara alla leið þá þurfum við að rífa varnarleikinn svolítið upp og við erum að vinna í því. Við höfum alla burði til þess að vera gott varnarlið líka," segir Jón Ólafur. Hann segir að stærsti hluti liðsins hafi tekið þátt í að landa fyrsta Íslandsmeistaratitli félagsins í fyrra og að löngunin í hópnum sé mjög mikill. "Menn kunna þetta alveg og vita hvað þeir þurfa að gera. Þetta er spurning um baráttu og vilja þetta nógu mikið. Við ættum líka að vita hversu gaman þetta er. Við fengum að kynnast þessi í fyrra og sú tilfinning sem varaði út allt sumarið var sælutilfinning sem manni langar endilega að finna aftur," segir Jón Ólafur.
Dominos-deild karla Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Fleiri fréttir Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Sjá meira