Eldur braust út í kjarnarofni fjögur í Fukushima í kvöld. Geislamengun lekur út og er skaðleg heilsu manna að sögn forsætisráðherra Japans, Naoto Kan. Um er að ræða sama kjarnaofn og sprakk í gær.
Þá kviknaði eldur einnig í verinu í morgun með þeim afleiðingum að nokkuð af geislavirkum efnum láku út.
Kælikerfi kjarnorkuversins er ónýtt eftir jarðskjálftann á föstudaginn en starfsmenn kappkosta við að kæla kjarnaofnana með sjó. Yfirvöld höfðu áður varað almenning við að vera í 20 til 30 kílómetra fjarlægð frá kjarnorkuverinu.
Eldur aftur laus í kjarnorkuverinu í Fukushima
