Chelsea komið áfram eftir markalaust jafntefli við FCK Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2011 19:15 Mynd/AP Chelsea komst í kvöld í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir markalaust jafntefli í seinni leiknum á móti danska liðinu FC Kaupmannahöfn í sextán liða úrslitunum. Liðsfélagar Sölva Geirs Ottensen börðust vel í kvöld en tapið í fyrri leiknum sá til þess að möguleikarnir voru afar litlir að komast áfram. Chelsea fór vissulega illa með mörg færi á móti danska liðinu FC Kaupmannahöfn í kvöld en það kom ekki að sök því sæti liðsins í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar var ekki í mikilli hættu eftir 2-0 sigur í fyrri leiknum í Danmörku. Chelsea var mun sterkara liðið en Danirnir ógnuðu alltaf við og við og fengu vissulega færin til þess að skora í þessum leik. Það var samt áhyggjuefni fyrir heimamenn að þeir skyldu ekki ná að skora í það minnsta eitt mark í leiknum í kvöld. Didier Drogba hefur ekki skoraði í níu leikjum í röð og miðað við nokkrar afgreiðslur hans í kvöld þá kemur það kannski ekki svo mikið á óvart. Chelsea byrjaði leikinn af krafti og fékk tvö góð færi á 18. og 21. mínútu eftir frábæra sóknir þar sem Yuri Zhirkov var í aðalhlutverki. Fyrst átti Zhirkov skot framhjá en svo stakk honum boltanum inn á Nicolas Anelka sem lét Johan Wiland verja frá sér. Chelsea-menn sluppu með skrekkinn á 26. mínútu þegar Dame N'Doye átti frábært skot úr aukaspyrnu af 25 metra færi sem small í stönginni á bak við Petr Cech. Yuri Zhirkov var ekkert hættur því á 33. mínútu var hann aftur nálægt því að skora en skaut framhjá af stuttu færi eftir flottan undirbúning frá þeim Didier Drogba og Nicolas Anelka. Didier Drogba fékk frábært færi í upphafi seinni hálfleiks en skaut framhjá og skömmu síðar komust varnarmenn fyrir skot frá Nicolas Anelka í góðu færi. John Mikel Obi skallaði síðan í slána í hornspyrnunni sem fylgdi í kjölfarið. Chelsea óð í færum en tókst ekki að opna markareikninginn og það dugði ekki fyrir Carlo Ancelotti að setja Fernando Torres inn á sem varamann á 67. mínútu. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Sport Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Vildi hvergi annarsstaðar spila Enski boltinn Fleiri fréttir Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Sjá meira
Chelsea komst í kvöld í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir markalaust jafntefli í seinni leiknum á móti danska liðinu FC Kaupmannahöfn í sextán liða úrslitunum. Liðsfélagar Sölva Geirs Ottensen börðust vel í kvöld en tapið í fyrri leiknum sá til þess að möguleikarnir voru afar litlir að komast áfram. Chelsea fór vissulega illa með mörg færi á móti danska liðinu FC Kaupmannahöfn í kvöld en það kom ekki að sök því sæti liðsins í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar var ekki í mikilli hættu eftir 2-0 sigur í fyrri leiknum í Danmörku. Chelsea var mun sterkara liðið en Danirnir ógnuðu alltaf við og við og fengu vissulega færin til þess að skora í þessum leik. Það var samt áhyggjuefni fyrir heimamenn að þeir skyldu ekki ná að skora í það minnsta eitt mark í leiknum í kvöld. Didier Drogba hefur ekki skoraði í níu leikjum í röð og miðað við nokkrar afgreiðslur hans í kvöld þá kemur það kannski ekki svo mikið á óvart. Chelsea byrjaði leikinn af krafti og fékk tvö góð færi á 18. og 21. mínútu eftir frábæra sóknir þar sem Yuri Zhirkov var í aðalhlutverki. Fyrst átti Zhirkov skot framhjá en svo stakk honum boltanum inn á Nicolas Anelka sem lét Johan Wiland verja frá sér. Chelsea-menn sluppu með skrekkinn á 26. mínútu þegar Dame N'Doye átti frábært skot úr aukaspyrnu af 25 metra færi sem small í stönginni á bak við Petr Cech. Yuri Zhirkov var ekkert hættur því á 33. mínútu var hann aftur nálægt því að skora en skaut framhjá af stuttu færi eftir flottan undirbúning frá þeim Didier Drogba og Nicolas Anelka. Didier Drogba fékk frábært færi í upphafi seinni hálfleiks en skaut framhjá og skömmu síðar komust varnarmenn fyrir skot frá Nicolas Anelka í góðu færi. John Mikel Obi skallaði síðan í slána í hornspyrnunni sem fylgdi í kjölfarið. Chelsea óð í færum en tókst ekki að opna markareikninginn og það dugði ekki fyrir Carlo Ancelotti að setja Fernando Torres inn á sem varamann á 67. mínútu.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Sport Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Vildi hvergi annarsstaðar spila Enski boltinn Fleiri fréttir Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Sjá meira