„Ég var virkilega vonsvikinn með hvernig leiðtogar liðsins voru stemmdir í leiknum. Það var greinilegt að umfjöllunin fyrir leikinn og stórsigur okkar gegn þeim í deildarkeppninni hafði áhrif á hugarfarið hjá okkur. Egill Egilsson skaut okkur inn í leikinn og við getum þakkað fyrir að hafa unnið Haukana að þessu sinni,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Íslandsmeistaraliðs Snæfells eftir 76-67 sigur liðsins gegn Haukum í fyrstu umferð Iceland Express deildarinnar í körfuknattleik í kvöld.
„Við sýndum mjög góða vörn í þriðja leikhluta þegar þeir skoruðu bara átta stig og lögðum grunninn að sigrinum þar. Við þurfum að gera betur," sagði Ingi Þór en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan.
Ingi Þór var ósáttur þrátt fyrir sigurinn gegn Haukum
Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Mest lesið


„Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“
Íslenski boltinn


Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi
Enski boltinn






Fleiri fréttir
