Nóbelsverðlaunahafi rekinn frá örbanka sem hann stofnaði 2. mars 2011 11:21 Hinn heimsþekkti Nóbelsverðlaunahafi Mohammad Yunus hefur verið rekinn úr starfi sínu hjá örlánabankanum, Grameen Bank sem hann sjálfur stofnaði. Mikill þrýstingur hefur verið á stjórn bankans undanfarna mánuði um að reka Yunus. Fjallað er um málið í Politiken. Þar segir er haft eftir Muzammel Huq stjórnformanni Grameen Bank að Yunus hætti strax sem bankastjóri bankans en því starfi hefur hann gegnt frá árinu 2000. Í heimildarmynd sem sýnd var í norska ríkissjónvarpinu, NRK í nóvember s.l. kom fram Grameen Bank að tekur okurvexti af örlánum sínum til fátækra. Vextirnir af lánunum eru 30% og þeir hafa leitt til þess að fjöldi fátækra kvenna er lentur í skuldagildru. Þá hefur bankinn einnig verið ásakaður um skattsvik. Yunus hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2006 fyrir það að hafa stofnað „banka fátæka fólksins" árið 1976 þegar hann lánaði 27 dollara til 42 kvenna í þorpinu Jobra í Bangladesh. Í dag eru lántakendur Grameen Bank 8,5 milljónir talsins, að mestu konur, en Grameen Bank er leiðandi á sviði örbankastarfsemi í heiminum. Heimildarmyndin sýndi allt aðra hlið á starfsemi Grameen Bank en hingað til hefur verið haldið fram opinberlega. Fyrir utan að greiða 30% vexti af lánum sínum þurfa viðskiptavinir bankans að byrja að borga af þeim strax eftir viku frá því að lán eru veitt. Þá kom fram í myndinni að innheimtuaðferðir Grameen Bank minni meir á aðferðir handrukkara en bankamanna. Ein kvennanna sem hefur verið í viðskiptum við bankann í 15 ár segir að eitt sinn hafi hún lent í vandræðum með afborgun af láni. Þá hafi fulltrúar bankans komið í heimsókn, hundskammað hana og haft í hótunum. „Þeir hótuðu mér að taka þakið af húsi mínu og henda mér út á götuna," segir þessi kona, Hazera að nafni. Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Hinn heimsþekkti Nóbelsverðlaunahafi Mohammad Yunus hefur verið rekinn úr starfi sínu hjá örlánabankanum, Grameen Bank sem hann sjálfur stofnaði. Mikill þrýstingur hefur verið á stjórn bankans undanfarna mánuði um að reka Yunus. Fjallað er um málið í Politiken. Þar segir er haft eftir Muzammel Huq stjórnformanni Grameen Bank að Yunus hætti strax sem bankastjóri bankans en því starfi hefur hann gegnt frá árinu 2000. Í heimildarmynd sem sýnd var í norska ríkissjónvarpinu, NRK í nóvember s.l. kom fram Grameen Bank að tekur okurvexti af örlánum sínum til fátækra. Vextirnir af lánunum eru 30% og þeir hafa leitt til þess að fjöldi fátækra kvenna er lentur í skuldagildru. Þá hefur bankinn einnig verið ásakaður um skattsvik. Yunus hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2006 fyrir það að hafa stofnað „banka fátæka fólksins" árið 1976 þegar hann lánaði 27 dollara til 42 kvenna í þorpinu Jobra í Bangladesh. Í dag eru lántakendur Grameen Bank 8,5 milljónir talsins, að mestu konur, en Grameen Bank er leiðandi á sviði örbankastarfsemi í heiminum. Heimildarmyndin sýndi allt aðra hlið á starfsemi Grameen Bank en hingað til hefur verið haldið fram opinberlega. Fyrir utan að greiða 30% vexti af lánum sínum þurfa viðskiptavinir bankans að byrja að borga af þeim strax eftir viku frá því að lán eru veitt. Þá kom fram í myndinni að innheimtuaðferðir Grameen Bank minni meir á aðferðir handrukkara en bankamanna. Ein kvennanna sem hefur verið í viðskiptum við bankann í 15 ár segir að eitt sinn hafi hún lent í vandræðum með afborgun af láni. Þá hafi fulltrúar bankans komið í heimsókn, hundskammað hana og haft í hótunum. „Þeir hótuðu mér að taka þakið af húsi mínu og henda mér út á götuna," segir þessi kona, Hazera að nafni.
Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira