Yfirmanni dekkjaframleiðandans líst vel á bleyta brautir með gerviregni 3. mars 2011 14:29 Paul Hembrey, yfirmaður Formúlu 1 deildar Pirelli dekkjaframleiðandans. Mynd: Getty Images/Andrew Hone Paul Hembrey, yfirmanni Pirelli dekkjaframleiðandans finnst sú hugmynd Bernie Ecclestone áhugaverð, að bleyta hugsanlega einhver Formúlu 1 mót með með sérútbúnu vatnsúðakerfi, eða gerviregni ef svo má segja. Autosport.com greinir frá þessu máli. Ecclestone ræddi þessa hugmynd í ítarlegu viðtali á f1.com, og sagði að möguleiki væri til staðar að gera slíkt á nokkrum brautum og bleyta brautir t.d. í 20 mínútur í keppni, eða 10 síðustu hringina. Í frétt á autosport.com í dag segist Hembrey hafa hitt Ecclestone að máli eftir æfingar á Abi Dhabi brautinni fyrir skömmu. Pirelli varði nokkrum dögum á blautri brautinni í Abu Dhabi og hún var bleytt sérstökum tækjakosti, til að reyna líkja eftir mótum í Asíu, sem geta orðið blaut vegna rigningar. Brautin í Abu Dhabi var bleytt svo hægt væri að prófa Pirelli dekkin í bleytu. Hembrey segist hafa minnst á það eftir æfingarnar við Ecclestone hvort vert væri að prófa þetta í keppni. "Eftir að hafa séð hvernig þetta var í Abu Dhabi, þá tel ég að þetta yrði sjónarspil og útsýni ætti ekki að vera vandamál. Það yrðu engin ský. Skoðað frá sjónarhóli dekkjaframleiðanda, þá er ekkert vandamál að búa til dekkin fyrir þessar aðstæður", sagði Hembrey í frétt autosport.com. Í fréttinni segir líka að einhverjum myndi trúlega finnast gervilegt að bleyta brautirnar með tækjabúnaði. "F1 er að keppa um skemmtanagildi við aðrar íþróttir, þannig að fólk þarf að sjá áhugaverða hluti. Mót með bleytu af þessu tagi myndi auka skemmtanagildið", sagði Hembrey um þetta atriði. "Gott dæmi um verulega breytingu er mótið í Singapúr. Það mætti segja það að keppa í fljóðljósum sem gervilegt. En í ljós hefur komið að þetta er eitt magnaðasta mótið á árinu." Formúla Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Paul Hembrey, yfirmanni Pirelli dekkjaframleiðandans finnst sú hugmynd Bernie Ecclestone áhugaverð, að bleyta hugsanlega einhver Formúlu 1 mót með með sérútbúnu vatnsúðakerfi, eða gerviregni ef svo má segja. Autosport.com greinir frá þessu máli. Ecclestone ræddi þessa hugmynd í ítarlegu viðtali á f1.com, og sagði að möguleiki væri til staðar að gera slíkt á nokkrum brautum og bleyta brautir t.d. í 20 mínútur í keppni, eða 10 síðustu hringina. Í frétt á autosport.com í dag segist Hembrey hafa hitt Ecclestone að máli eftir æfingar á Abi Dhabi brautinni fyrir skömmu. Pirelli varði nokkrum dögum á blautri brautinni í Abu Dhabi og hún var bleytt sérstökum tækjakosti, til að reyna líkja eftir mótum í Asíu, sem geta orðið blaut vegna rigningar. Brautin í Abu Dhabi var bleytt svo hægt væri að prófa Pirelli dekkin í bleytu. Hembrey segist hafa minnst á það eftir æfingarnar við Ecclestone hvort vert væri að prófa þetta í keppni. "Eftir að hafa séð hvernig þetta var í Abu Dhabi, þá tel ég að þetta yrði sjónarspil og útsýni ætti ekki að vera vandamál. Það yrðu engin ský. Skoðað frá sjónarhóli dekkjaframleiðanda, þá er ekkert vandamál að búa til dekkin fyrir þessar aðstæður", sagði Hembrey í frétt autosport.com. Í fréttinni segir líka að einhverjum myndi trúlega finnast gervilegt að bleyta brautirnar með tækjabúnaði. "F1 er að keppa um skemmtanagildi við aðrar íþróttir, þannig að fólk þarf að sjá áhugaverða hluti. Mót með bleytu af þessu tagi myndi auka skemmtanagildið", sagði Hembrey um þetta atriði. "Gott dæmi um verulega breytingu er mótið í Singapúr. Það mætti segja það að keppa í fljóðljósum sem gervilegt. En í ljós hefur komið að þetta er eitt magnaðasta mótið á árinu."
Formúla Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira