Dýrmæt stig hjá Fjölni - ÍR vann Hamar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. mars 2011 21:05 Magni Hafsteinsson, leikmaður Fjölnis. Fjölnir hafði betur gegn Tindastóli í hörkuspennandi leik í Grafarvoginum í kvöld, 88-83. Þá vann ÍR sigur á Hamar á útivelli, 103-90. ÍR-ingar eru þar með nánast öruggir með sæti í úrslitakeppninni en Hamarsmenn eru enn í fallsæti og eiga fyrir höndum erfiða baráttu fyrir lífi sínu í deildinni á lokasprettinum. Jafnræði var með liðunum í Grafarvogi fram eftir leik en staðan í hálfleik var 41-35, Fjölni í vil. Undir lok þriðja leikhluta var staðan jöfn, 58-58, þegar að Helgi Rafn Viggósson, leikmaður Tindastóls, fékk sína fimmtu villu í leiknum og tæknivillu þar að auki. Fjölnismenn fengu því fjögur víti og nýtti Ingvaldur Magni Hafsteinsson þrjú þeirra. Fjölnismenn hófu svo fjórða leikhlutann af krafti og komust sjö stigum yfir, 69-62. Eftir það héldu heimamenn forystunni allt til loka og fengu tvö dýrmæt stig í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Fjölnir og Tindastóll eru nú bæði með fjórtán stig í 9.-10. sæti deildarinnar en átta efstu liðin í deildinni komst í úrslitakeppnina. Tindastóll hefur þó betur gegn Fjölni í innbyrðisviðureignum liðanna og er því ofar í töflunni. Brandon Brown var stigahæstur hjá Fjölni með 22 stig en hann tók einnig ellefu fráköst. Jón Sverrisson kom næstur með sextán stig og ellefu fráköst. Hjá Tindastóli var Sean Cunningham með 25 stig en hann tók einnig tíu fráköst. Dragoljub Kitanovic var með sextán stig og Hayward Fain þrettán stig og tólf fráköst. Tvær umferðir eru eftir af deildarkeppninni og útlit fyrir spennandi baráttu um síðustu sætin í úrslitakeppninni.Fjölnir - Tindastóll 88-83 (41-35)Fjölnir: Brandon Brown 22/11 fráköst, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 19, Jón Sverrisson 16/11 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 12/9 stoðsendingar, Sindri Kárason 6, Arnþór Freyr Guðmundsson 5, Tómas Heiðar Tómasson 5, Hjalti Vilhjálmsson 3.Tindastóll: Sean Cunningham 25/10 fráköst, Dragoljub Kitanovic 16, Hayward Fain 13/12 fráköst, Svavar Atli Birgisson 9, Helgi Rafn Viggósson 8/10 fráköst, Friðrik Hreinsson 8, Helgi Freyr Margeirsson 4.Hamar - ÍR 90-103 Leikskýsla hefur ekki borist. Dominos-deild karla Mest lesið Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Handbolti Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Handbolti Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum Handbolti Í beinni: Ísland - Argentína | Með sigri lifir vonin Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA Körfubolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Fleiri fréttir Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Sjá meira
Fjölnir hafði betur gegn Tindastóli í hörkuspennandi leik í Grafarvoginum í kvöld, 88-83. Þá vann ÍR sigur á Hamar á útivelli, 103-90. ÍR-ingar eru þar með nánast öruggir með sæti í úrslitakeppninni en Hamarsmenn eru enn í fallsæti og eiga fyrir höndum erfiða baráttu fyrir lífi sínu í deildinni á lokasprettinum. Jafnræði var með liðunum í Grafarvogi fram eftir leik en staðan í hálfleik var 41-35, Fjölni í vil. Undir lok þriðja leikhluta var staðan jöfn, 58-58, þegar að Helgi Rafn Viggósson, leikmaður Tindastóls, fékk sína fimmtu villu í leiknum og tæknivillu þar að auki. Fjölnismenn fengu því fjögur víti og nýtti Ingvaldur Magni Hafsteinsson þrjú þeirra. Fjölnismenn hófu svo fjórða leikhlutann af krafti og komust sjö stigum yfir, 69-62. Eftir það héldu heimamenn forystunni allt til loka og fengu tvö dýrmæt stig í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Fjölnir og Tindastóll eru nú bæði með fjórtán stig í 9.-10. sæti deildarinnar en átta efstu liðin í deildinni komst í úrslitakeppnina. Tindastóll hefur þó betur gegn Fjölni í innbyrðisviðureignum liðanna og er því ofar í töflunni. Brandon Brown var stigahæstur hjá Fjölni með 22 stig en hann tók einnig ellefu fráköst. Jón Sverrisson kom næstur með sextán stig og ellefu fráköst. Hjá Tindastóli var Sean Cunningham með 25 stig en hann tók einnig tíu fráköst. Dragoljub Kitanovic var með sextán stig og Hayward Fain þrettán stig og tólf fráköst. Tvær umferðir eru eftir af deildarkeppninni og útlit fyrir spennandi baráttu um síðustu sætin í úrslitakeppninni.Fjölnir - Tindastóll 88-83 (41-35)Fjölnir: Brandon Brown 22/11 fráköst, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 19, Jón Sverrisson 16/11 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 12/9 stoðsendingar, Sindri Kárason 6, Arnþór Freyr Guðmundsson 5, Tómas Heiðar Tómasson 5, Hjalti Vilhjálmsson 3.Tindastóll: Sean Cunningham 25/10 fráköst, Dragoljub Kitanovic 16, Hayward Fain 13/12 fráköst, Svavar Atli Birgisson 9, Helgi Rafn Viggósson 8/10 fráköst, Friðrik Hreinsson 8, Helgi Freyr Margeirsson 4.Hamar - ÍR 90-103 Leikskýsla hefur ekki borist.
Dominos-deild karla Mest lesið Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Handbolti Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Handbolti Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum Handbolti Í beinni: Ísland - Argentína | Með sigri lifir vonin Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA Körfubolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Fleiri fréttir Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Sjá meira