Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur staðfest að miðvallarleikmaðurinn Alex Song verði ekki með liðinu í síðari leiknum gegn Barcelona í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.
Liðin mætast á Nou Camp annað kvöld en Arsenal vann fyrri leikinn á heimavelli, 2-1.
Song missti af leik Arsenal gegn Sunderland um helgina en þeim leik lauk með markalausu jafntefli. Hann meiddist í leik Arsenal gegn Birmingham í úrslitaleik enska deildabikarsins.
Wenger sagði hins vegar 90 prósent líkur á því að fyrirliðinn Cesc Fabregas myndi ná að spila gegn uppeldisfélagi sínu.
„Fabregas verður prófaður í dag. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að hann verði með því að hann er lykilmaður í því að færa boltann fram. Hann er líka leiðtoginn í liðinu og mikilvægt að hafa hann með í svona stórum leik," sagði Wenger við enska fjölmiðla. Hann bætti því við að Jack Wilshere væri einnig leikfær.
Song ekki með gegn Barcelona - Fabregas líklegur
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM
Handbolti





Segir hitann á HM hættulegan
Fótbolti



Belgar kveðja EM með sigri
Fótbolti
