Arsene Wenger, stjóri Arsenal, kom öllum á óvart í dag þegar hann tilkynnti að Hollendingurinn Robin Van Persie yrði í leikmannahópi félagsins gegn Barcelona í Meistaradeildinni.
Van Persie meiddist á hné í úrslitum deildarbikarsins gegn Birmingham fyrir aðeins átta dögum síðan.
Wenger sagði að hann yrði frá í tvær vikur en nú er ljóst að hann flýgur með liðinu til Spánar en Wenger tekur 19 leikmenn með í ferðina.
Van Persie fer með Arsenal til Spánar
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

Diogo Jota lést í bílslysi
Fótbolti


Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“
Enski boltinn

Glódís mætti ekki á æfingu
Fótbolti





