Klien vonast eftir síðasta Formúlu 1 ökumannssætinu 7. mars 2011 17:09 Chrstian Klien um borð í bíl Hispania í fyrra. Mynd: Getty Images/Clive Mason Austurríkismaðurinn Christian Klien er að vonast eftir að komast að hjá Hispania Formúlu 1 liðinu spænska, sem á enn eftir að ráða einn ökumann til starfa. Indverjinn Narain Karthikeyan er þegar ökumaður liðsins. Klien sagði í frétt á autosport.com að umboðsmaður sinn, Roman Rummenigge sé í stöðugu sambandi við stjórnendur Hispania liðsins. "Það þarf ekki að fjölyrða um það að ég myndi elska að keyra fyrir HRT (Hispania Racing Team), sagði Klien í viðtali á vefsíðu sinni samkvæmt fréttinni á autosport.com. "Ég er sannfærður að liðið mun taka góðum framförum og koma einhverjum á óvart", bætti hann við og telur að starf Geoff Wills og Paul White, sem er aðalhönnuður liðsins komi liðinu til góða. Hispania liðið verður á æfingum á 2011 bílnum í Barcelona í vikunni, en liðið hefur ekki æft til þessa á æfingum með 2011 keppnisbílnum, heldur 2010 bílnum en Hispania liðið byrjaði í Formúlu 1 í fyrra. Klien ók hjá liðinu í fimm mótum 2010. "Allar æfingar voru á 2010 bílnum, sem ég keppti á í fimm mótum í fyrra. Ég vann mikið í að bæta uppsetningu bílsins. Undir lok tímabilsins höfðum við minnkað bilið í önnur lið, jafnvel þó engir nýir hlutir væru í bílnum." Hispania liðið prófaði þá Viantonio Liuzzi og Giorgio Mondini um borð í bíl sínum á dögunum og óljóst hvort liðið vill semja við annanhvorn þeirra, frekar en Klien. Í frétt autosport.com segir Klien það kaldhæðnislegt að 2005 var hann í samkeppni við Liuzzi um sæti hjá Red Bull. Þá var Klien meira um borð í Red Bull bílnum í keppni, en Liuzzi ók bílnum líka sama árið. En þó þeir séu í samkeppni um sætið hjá Hispania núna, þá eru þeir ágætis félagar og bera virðingu fyrir hvor öðrum að sögn Klien. Formúla Íþróttir Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Austurríkismaðurinn Christian Klien er að vonast eftir að komast að hjá Hispania Formúlu 1 liðinu spænska, sem á enn eftir að ráða einn ökumann til starfa. Indverjinn Narain Karthikeyan er þegar ökumaður liðsins. Klien sagði í frétt á autosport.com að umboðsmaður sinn, Roman Rummenigge sé í stöðugu sambandi við stjórnendur Hispania liðsins. "Það þarf ekki að fjölyrða um það að ég myndi elska að keyra fyrir HRT (Hispania Racing Team), sagði Klien í viðtali á vefsíðu sinni samkvæmt fréttinni á autosport.com. "Ég er sannfærður að liðið mun taka góðum framförum og koma einhverjum á óvart", bætti hann við og telur að starf Geoff Wills og Paul White, sem er aðalhönnuður liðsins komi liðinu til góða. Hispania liðið verður á æfingum á 2011 bílnum í Barcelona í vikunni, en liðið hefur ekki æft til þessa á æfingum með 2011 keppnisbílnum, heldur 2010 bílnum en Hispania liðið byrjaði í Formúlu 1 í fyrra. Klien ók hjá liðinu í fimm mótum 2010. "Allar æfingar voru á 2010 bílnum, sem ég keppti á í fimm mótum í fyrra. Ég vann mikið í að bæta uppsetningu bílsins. Undir lok tímabilsins höfðum við minnkað bilið í önnur lið, jafnvel þó engir nýir hlutir væru í bílnum." Hispania liðið prófaði þá Viantonio Liuzzi og Giorgio Mondini um borð í bíl sínum á dögunum og óljóst hvort liðið vill semja við annanhvorn þeirra, frekar en Klien. Í frétt autosport.com segir Klien það kaldhæðnislegt að 2005 var hann í samkeppni við Liuzzi um sæti hjá Red Bull. Þá var Klien meira um borð í Red Bull bílnum í keppni, en Liuzzi ók bílnum líka sama árið. En þó þeir séu í samkeppni um sætið hjá Hispania núna, þá eru þeir ágætis félagar og bera virðingu fyrir hvor öðrum að sögn Klien.
Formúla Íþróttir Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira