Skjaldarmerki fjarlægt af ræðupúlti í landsdómi 8. mars 2011 19:00 Fyrsta þinghald landsdóms í sögu lýðveldisins fór fram í dag. Þar var kröfu Geirs H. Haarde um að vera aðili máls fyrir héraðsdómi vísað frá landsdómi. Verjandi Geirs segir undirbúning ákærunnar vera í skötulíki. Landsdómur kom saman í húsnæði sínu í Þjóðmenningarhúsinu klukkan eitt í dag. Í upphafi þinghalds var málsaðilum gefinn kostur á að gera athugasemdir við hæfi dómara en enginn gerði það. Í byrjun febrúar úrskurðaði héraðsdómur að Geir H. Haarde hefði ekki stöðu málsaðila þegar saksóknari krafðist þess að fá gögn úr Þjóðskjalasafni afhent. Þannig fékk Geir ekki að koma sínum kröfum og athugasemdum á framfæri. Geir kærði úrskurðinn til landsdóms en landsdómur vísaði málinu frá í dag. Í samtali við fréttastofu segist saksóknari búast við því að það mál verði því tekið til efnismeðferðar í héraði á næstunni. Þá krafðist saksóknari þess fyrir landsdómi að forsætisráðuneytið afhenti sér öll tölvupóstsamskipti Geirs á því tímabili sem hann var forsætisráðherra. Andri Árnason, lögmaður Geirs krafðist þess í dag að málið yrði fellt niður enda væri saksóknari ekki hæfur til að sækja málið. Í lögum um landsdóm segir að kjósa skuli saksóknara jafnfram ákvörðun Alþingis um málshöfðun. Verjandi Geirs sagðist leggja þann skilning í orðið jafnframt að það skuli gert samhliða. Hins vegar hafi það ekki verið gert samhliða ákvörðun Alþingis og því sé saksóknari ekki kosinn með lögmætum hætti. Andri segir að ef dómurinn fellst á þessa kröfu þá verði málinu vísað frá. Hann segir þó ekki nóg að Alþingi gefi út nýja ákæru og kjósi saksóknara samhliða. Þá vekur athygli að ræðupúlt Þjóðmenningarhússins hefur lengi verið merkt gamla skjaldarmerki Íslands, hvítum fálka á bláum grunni, en það varð skjaldamerki þjóðarinnar með konungsúrskurði árið 1903 fram til ársins 1919. Í dag var hins vegar sú ákvörðun tekin að fjarlægja þetta merki af púltinu, en það þótti minna á merki Sjálfstæðisflokksins. Fréttastofa hefur ekki fengið svör við fyrirspurnum sínum um hver tók þá ákvörðun. Landsdómur Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Fyrsta þinghald landsdóms í sögu lýðveldisins fór fram í dag. Þar var kröfu Geirs H. Haarde um að vera aðili máls fyrir héraðsdómi vísað frá landsdómi. Verjandi Geirs segir undirbúning ákærunnar vera í skötulíki. Landsdómur kom saman í húsnæði sínu í Þjóðmenningarhúsinu klukkan eitt í dag. Í upphafi þinghalds var málsaðilum gefinn kostur á að gera athugasemdir við hæfi dómara en enginn gerði það. Í byrjun febrúar úrskurðaði héraðsdómur að Geir H. Haarde hefði ekki stöðu málsaðila þegar saksóknari krafðist þess að fá gögn úr Þjóðskjalasafni afhent. Þannig fékk Geir ekki að koma sínum kröfum og athugasemdum á framfæri. Geir kærði úrskurðinn til landsdóms en landsdómur vísaði málinu frá í dag. Í samtali við fréttastofu segist saksóknari búast við því að það mál verði því tekið til efnismeðferðar í héraði á næstunni. Þá krafðist saksóknari þess fyrir landsdómi að forsætisráðuneytið afhenti sér öll tölvupóstsamskipti Geirs á því tímabili sem hann var forsætisráðherra. Andri Árnason, lögmaður Geirs krafðist þess í dag að málið yrði fellt niður enda væri saksóknari ekki hæfur til að sækja málið. Í lögum um landsdóm segir að kjósa skuli saksóknara jafnfram ákvörðun Alþingis um málshöfðun. Verjandi Geirs sagðist leggja þann skilning í orðið jafnframt að það skuli gert samhliða. Hins vegar hafi það ekki verið gert samhliða ákvörðun Alþingis og því sé saksóknari ekki kosinn með lögmætum hætti. Andri segir að ef dómurinn fellst á þessa kröfu þá verði málinu vísað frá. Hann segir þó ekki nóg að Alþingi gefi út nýja ákæru og kjósi saksóknara samhliða. Þá vekur athygli að ræðupúlt Þjóðmenningarhússins hefur lengi verið merkt gamla skjaldarmerki Íslands, hvítum fálka á bláum grunni, en það varð skjaldamerki þjóðarinnar með konungsúrskurði árið 1903 fram til ársins 1919. Í dag var hins vegar sú ákvörðun tekin að fjarlægja þetta merki af púltinu, en það þótti minna á merki Sjálfstæðisflokksins. Fréttastofa hefur ekki fengið svör við fyrirspurnum sínum um hver tók þá ákvörðun.
Landsdómur Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira