Liuzzi ráðinn sem ökumaður Hispania 9. mars 2011 15:04 Tonio Liuzzi í bílskýli Hispania í síðasta mánuði. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Tonio Liuzzi frá Ítalíu var í dag staðfestur sem ökumaður Hispania Formúlu 1 liðsins og þar með er búið að fylla öll 24 sæti ökumanna fyrir þetta keppnistímabil. Liuzzi mun aka með Hispania liðinu ásamt Narain Karthikeyan frá Indlandi í fyrsta móti ársins sem verður í Ástralíu 27. mars. "Ég er mjög hamingjusamur að hafa skrifað undir samning við Hispania Racing", sagði Liuzzi í frétt á autosport.com í dag. Hann ók með Force India í fyrra, en missti sæti sitt hjá liðinu, en prófaði síðan bíl Hispania á brautinni í Katalóníu á Spáni í síðasta mánuði. "Ég tapaði aldrei voninni um það að vera í Formúlu 1, þar sem ég er með reynsluna og réttu samsetninguna fyrir ungt og metnaðarfullt lið. Nú taka við ný viðfangsefni og það er spennandi. Þá verður mikil vinna að leiða Hispania í gegnum þróunarvinnu á nýja bíl okkar", sagði Liuzzi. Liuzzi kvaðst ákaflega þakklátur þeim Jose Ramon Carbante og Colin Kolles að færa honum tækifæri um borð í Hispania bíl. Hispania liðið mun afhjúpa nýjan keppnisbíl sinn á Katalóníu brautinni á Spáni á föstudaginn, en Formúlu 1 keppnislið eru við æfingar á brautunni næstu daga Formúla Íþróttir Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Tonio Liuzzi frá Ítalíu var í dag staðfestur sem ökumaður Hispania Formúlu 1 liðsins og þar með er búið að fylla öll 24 sæti ökumanna fyrir þetta keppnistímabil. Liuzzi mun aka með Hispania liðinu ásamt Narain Karthikeyan frá Indlandi í fyrsta móti ársins sem verður í Ástralíu 27. mars. "Ég er mjög hamingjusamur að hafa skrifað undir samning við Hispania Racing", sagði Liuzzi í frétt á autosport.com í dag. Hann ók með Force India í fyrra, en missti sæti sitt hjá liðinu, en prófaði síðan bíl Hispania á brautinni í Katalóníu á Spáni í síðasta mánuði. "Ég tapaði aldrei voninni um það að vera í Formúlu 1, þar sem ég er með reynsluna og réttu samsetninguna fyrir ungt og metnaðarfullt lið. Nú taka við ný viðfangsefni og það er spennandi. Þá verður mikil vinna að leiða Hispania í gegnum þróunarvinnu á nýja bíl okkar", sagði Liuzzi. Liuzzi kvaðst ákaflega þakklátur þeim Jose Ramon Carbante og Colin Kolles að færa honum tækifæri um borð í Hispania bíl. Hispania liðið mun afhjúpa nýjan keppnisbíl sinn á Katalóníu brautinni á Spáni á föstudaginn, en Formúlu 1 keppnislið eru við æfingar á brautunni næstu daga
Formúla Íþróttir Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira