Aðgerðirnar í dag beinast eingöngu að lánum til Tchenguiz 9. mars 2011 18:52 Aðgerðir Serious Fraud Office (SFO) og sérstaks saksóknara í dag tengjast eingöngu rannsóknum á meintum brotum vegna lánveitinga Kaupþings til Robert Tchenguiz og tengdra aðila en ekki meintum blekkingum eða villandi upplýsingagjöf Kaupþings í Bretlandi eða rannsókn SFO á EDGE-reikningunum, líkt og breskir fjölmiðlar greindu frá í dag. Húsleit var gerð á skrifstofum tveggja fyrirtækja í Lundúnum í morgun og á heimilum átta einstaklinga. Sjö voru handteknir í aðgerðunum sem efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, Serious Fraud Office, réðst í með fulltingi lögreglunnar í Lundúnum og Essex. Meðal þeirra sem handteknir voru í Lundúnum eru bræðurnir Robert og Vincent Tchenguiz, Ármann Þorvaldsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings Singer & Friedlaner í Lundúnum, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings og Guðni Níels Aðalsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fjárstýringar Kaupþings. Nöfn tveggja annarra sem handteknir voru í Lundúnum eru óþekkt. Í Reykjavík var gerð húsleit á heimilum tveggja einstaklinga og tveir voru handteknir, en um er að ræða Bjarka Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána Kaupþings og Guðmund Þór Gunnarsson, sem var viðskiptastjóri á útlánasviði Kaupþings. Ráðist var í þessar húsleitir og handtökur að beiðni Serious Fraud Office en lögreglumenn og rannsakendur frá embætti sérstaks saksóknara sáu um aðgerðirnar ásamt fulltrúum frá bresku stofnuninni. Sigurði Einarssyni sleppt síðdegis Sigurði Einarssyni var sleppt síðdegis að lokinni skýrslutöku. Ekki stóð til að hneppa hina handteknu í gæsluvarðhald, heldur var stefnt að því að sleppa þeim að loknum skýrslutökum. Rannsókn Serious Fraud Office á Kaupþingi hefur staðið yfir frá haustinu 2009. Í fyrstu rannsakaði embættið ranga og villandi upplýsingagjöf til sparifjáreigenda á EDGE-reikningunum í Bretlandi og aðgerðir stjórnenda bankans fyrir hrun. Sú rannsókn er enn opin. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru aðgerðirnar í dag eingöngu vegna rannsóknar á útlánum Kaupþings til Robert Tchenguiz og tengjast ekki eldri rannsóknum.Grunur um umboðssvik Robert Tchenguiz var langstærsti lántakandi Kaupþings banka. Við hrun bankans námu útlán til hans tveimur milljörðum evra, jafnvirði 320 milljarða króna. Bresk refsilöggjöf er nokkuð ólík hegningarlögunum íslensku, en samkvæmt heimildum fréttastofu eru stjórnendur Kaupþings grunaðir um brot á ákvæðum sem eru skyld umboðssvikum í almennum hegningarlögum, þ.e þeir eru taldir hafa misnotað aðstöðu sína til lánveitinga til Tchenguiz með tilheyrandi tjóni fyrir hluthafa og kröfuhafa bankans. thorbjorn@stod2.is Handtökur í Kaupþingi Tengdar fréttir Tengist rannsókn SFO Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir að handtökurnar sem gerðar voru í Bretlandi í morgun og í Reykjavík tengist rannsókn sem efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar hefur verið með í gangi síðan 2009. 9. mars 2011 10:20 Kaupþingsaðgerð vekur mikla athygli ytra Umfangsmikil aðgerð efnahagsbrotadeildar bresku lögreglunnar SFO og lögreglunnar í London í morgun hefur vakið mikla athygli í erlendum fjölmiðlum. Þetta er m.a. helsta frétt Financial Times á vefsíðu þess blaðs í dag. 9. mars 2011 14:18 Tchenguiz-bræður: Erum í fullri samvinnu við lögregluna Þeir Vincent og Robert Tchenguiz segja að þeir séu báðir í fullri samvinnu við lögregluyfirvöld í Bretlandseyjum í tengslum við rannsóknina á málefnum Kaupþings. 9. mars 2011 12:38 Tchenguiz-bræður og Sigurður Einarsson handteknir í Lundúnum Sigurður Einarsson fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings og Robert Tchenguiz, sem var stærsti viðskiptavinur bankans, voru handteknir í Lundúnum í morgun í sameiginlegri aðgerð Serious Fraud Office í Bretlandi og embætti sérstaks saksóknara á Íslandi. 9. mars 2011 10:02 Einn hinna handteknu er starfsmaður breska fjármálaeftirlitsins Guðni Níels Aðalsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fjárstýringar Kaupþings, sem var handtekinn í Lundúnum í morgun er starfsmaður breska fjármálaeftirlitsins, FSA. 9. mars 2011 13:01 Verða yfirheyrðir í allan dag Búast má við því að mennirnir sem handteknir voru í tengslum við rannsókn bresku efnahagsbrotadeildarinnar, Serious Fraud Office, í Bretlandi í morgun verði látnir lausir áður en degi lýkur, segir David Jones upplýsingafulltrúi SFO. Hann segist ekki búast við því að krafist verði gæsluvarðhalds yfir mönnunum. 9. mars 2011 13:39 Bjarki Diego og Guðni Níels á meðal þeirra handteknu Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, er annar þeirra tveggja sem handteknir voru í morgun í tengslum við rannsókn á Kaupþingi. Þá var Guðni Níels Aðalsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fjárstýringar bankans, handtekinn í Lundúnum. 9. mars 2011 12:00 Nærmynd: Glaumgosinn Robert Tchenguiz Bresk-íranski kaupsýslumaðurinn Robert Tchenguiz, sem handtekinn var í Lundúnum í morgun í tengslum við rannsókn Serious Fraud Office á Kaupþingi, sat í stjórn Exista og var stærsti einstaki lántakandi Kaupþings banka fyrir hrunið. 9. mars 2011 10:40 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Aðgerðir Serious Fraud Office (SFO) og sérstaks saksóknara í dag tengjast eingöngu rannsóknum á meintum brotum vegna lánveitinga Kaupþings til Robert Tchenguiz og tengdra aðila en ekki meintum blekkingum eða villandi upplýsingagjöf Kaupþings í Bretlandi eða rannsókn SFO á EDGE-reikningunum, líkt og breskir fjölmiðlar greindu frá í dag. Húsleit var gerð á skrifstofum tveggja fyrirtækja í Lundúnum í morgun og á heimilum átta einstaklinga. Sjö voru handteknir í aðgerðunum sem efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, Serious Fraud Office, réðst í með fulltingi lögreglunnar í Lundúnum og Essex. Meðal þeirra sem handteknir voru í Lundúnum eru bræðurnir Robert og Vincent Tchenguiz, Ármann Þorvaldsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings Singer & Friedlaner í Lundúnum, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings og Guðni Níels Aðalsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fjárstýringar Kaupþings. Nöfn tveggja annarra sem handteknir voru í Lundúnum eru óþekkt. Í Reykjavík var gerð húsleit á heimilum tveggja einstaklinga og tveir voru handteknir, en um er að ræða Bjarka Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána Kaupþings og Guðmund Þór Gunnarsson, sem var viðskiptastjóri á útlánasviði Kaupþings. Ráðist var í þessar húsleitir og handtökur að beiðni Serious Fraud Office en lögreglumenn og rannsakendur frá embætti sérstaks saksóknara sáu um aðgerðirnar ásamt fulltrúum frá bresku stofnuninni. Sigurði Einarssyni sleppt síðdegis Sigurði Einarssyni var sleppt síðdegis að lokinni skýrslutöku. Ekki stóð til að hneppa hina handteknu í gæsluvarðhald, heldur var stefnt að því að sleppa þeim að loknum skýrslutökum. Rannsókn Serious Fraud Office á Kaupþingi hefur staðið yfir frá haustinu 2009. Í fyrstu rannsakaði embættið ranga og villandi upplýsingagjöf til sparifjáreigenda á EDGE-reikningunum í Bretlandi og aðgerðir stjórnenda bankans fyrir hrun. Sú rannsókn er enn opin. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru aðgerðirnar í dag eingöngu vegna rannsóknar á útlánum Kaupþings til Robert Tchenguiz og tengjast ekki eldri rannsóknum.Grunur um umboðssvik Robert Tchenguiz var langstærsti lántakandi Kaupþings banka. Við hrun bankans námu útlán til hans tveimur milljörðum evra, jafnvirði 320 milljarða króna. Bresk refsilöggjöf er nokkuð ólík hegningarlögunum íslensku, en samkvæmt heimildum fréttastofu eru stjórnendur Kaupþings grunaðir um brot á ákvæðum sem eru skyld umboðssvikum í almennum hegningarlögum, þ.e þeir eru taldir hafa misnotað aðstöðu sína til lánveitinga til Tchenguiz með tilheyrandi tjóni fyrir hluthafa og kröfuhafa bankans. thorbjorn@stod2.is
Handtökur í Kaupþingi Tengdar fréttir Tengist rannsókn SFO Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir að handtökurnar sem gerðar voru í Bretlandi í morgun og í Reykjavík tengist rannsókn sem efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar hefur verið með í gangi síðan 2009. 9. mars 2011 10:20 Kaupþingsaðgerð vekur mikla athygli ytra Umfangsmikil aðgerð efnahagsbrotadeildar bresku lögreglunnar SFO og lögreglunnar í London í morgun hefur vakið mikla athygli í erlendum fjölmiðlum. Þetta er m.a. helsta frétt Financial Times á vefsíðu þess blaðs í dag. 9. mars 2011 14:18 Tchenguiz-bræður: Erum í fullri samvinnu við lögregluna Þeir Vincent og Robert Tchenguiz segja að þeir séu báðir í fullri samvinnu við lögregluyfirvöld í Bretlandseyjum í tengslum við rannsóknina á málefnum Kaupþings. 9. mars 2011 12:38 Tchenguiz-bræður og Sigurður Einarsson handteknir í Lundúnum Sigurður Einarsson fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings og Robert Tchenguiz, sem var stærsti viðskiptavinur bankans, voru handteknir í Lundúnum í morgun í sameiginlegri aðgerð Serious Fraud Office í Bretlandi og embætti sérstaks saksóknara á Íslandi. 9. mars 2011 10:02 Einn hinna handteknu er starfsmaður breska fjármálaeftirlitsins Guðni Níels Aðalsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fjárstýringar Kaupþings, sem var handtekinn í Lundúnum í morgun er starfsmaður breska fjármálaeftirlitsins, FSA. 9. mars 2011 13:01 Verða yfirheyrðir í allan dag Búast má við því að mennirnir sem handteknir voru í tengslum við rannsókn bresku efnahagsbrotadeildarinnar, Serious Fraud Office, í Bretlandi í morgun verði látnir lausir áður en degi lýkur, segir David Jones upplýsingafulltrúi SFO. Hann segist ekki búast við því að krafist verði gæsluvarðhalds yfir mönnunum. 9. mars 2011 13:39 Bjarki Diego og Guðni Níels á meðal þeirra handteknu Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, er annar þeirra tveggja sem handteknir voru í morgun í tengslum við rannsókn á Kaupþingi. Þá var Guðni Níels Aðalsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fjárstýringar bankans, handtekinn í Lundúnum. 9. mars 2011 12:00 Nærmynd: Glaumgosinn Robert Tchenguiz Bresk-íranski kaupsýslumaðurinn Robert Tchenguiz, sem handtekinn var í Lundúnum í morgun í tengslum við rannsókn Serious Fraud Office á Kaupþingi, sat í stjórn Exista og var stærsti einstaki lántakandi Kaupþings banka fyrir hrunið. 9. mars 2011 10:40 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Tengist rannsókn SFO Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir að handtökurnar sem gerðar voru í Bretlandi í morgun og í Reykjavík tengist rannsókn sem efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar hefur verið með í gangi síðan 2009. 9. mars 2011 10:20
Kaupþingsaðgerð vekur mikla athygli ytra Umfangsmikil aðgerð efnahagsbrotadeildar bresku lögreglunnar SFO og lögreglunnar í London í morgun hefur vakið mikla athygli í erlendum fjölmiðlum. Þetta er m.a. helsta frétt Financial Times á vefsíðu þess blaðs í dag. 9. mars 2011 14:18
Tchenguiz-bræður: Erum í fullri samvinnu við lögregluna Þeir Vincent og Robert Tchenguiz segja að þeir séu báðir í fullri samvinnu við lögregluyfirvöld í Bretlandseyjum í tengslum við rannsóknina á málefnum Kaupþings. 9. mars 2011 12:38
Tchenguiz-bræður og Sigurður Einarsson handteknir í Lundúnum Sigurður Einarsson fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings og Robert Tchenguiz, sem var stærsti viðskiptavinur bankans, voru handteknir í Lundúnum í morgun í sameiginlegri aðgerð Serious Fraud Office í Bretlandi og embætti sérstaks saksóknara á Íslandi. 9. mars 2011 10:02
Einn hinna handteknu er starfsmaður breska fjármálaeftirlitsins Guðni Níels Aðalsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fjárstýringar Kaupþings, sem var handtekinn í Lundúnum í morgun er starfsmaður breska fjármálaeftirlitsins, FSA. 9. mars 2011 13:01
Verða yfirheyrðir í allan dag Búast má við því að mennirnir sem handteknir voru í tengslum við rannsókn bresku efnahagsbrotadeildarinnar, Serious Fraud Office, í Bretlandi í morgun verði látnir lausir áður en degi lýkur, segir David Jones upplýsingafulltrúi SFO. Hann segist ekki búast við því að krafist verði gæsluvarðhalds yfir mönnunum. 9. mars 2011 13:39
Bjarki Diego og Guðni Níels á meðal þeirra handteknu Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, er annar þeirra tveggja sem handteknir voru í morgun í tengslum við rannsókn á Kaupþingi. Þá var Guðni Níels Aðalsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fjárstýringar bankans, handtekinn í Lundúnum. 9. mars 2011 12:00
Nærmynd: Glaumgosinn Robert Tchenguiz Bresk-íranski kaupsýslumaðurinn Robert Tchenguiz, sem handtekinn var í Lundúnum í morgun í tengslum við rannsókn Serious Fraud Office á Kaupþingi, sat í stjórn Exista og var stærsti einstaki lántakandi Kaupþings banka fyrir hrunið. 9. mars 2011 10:40