Styður samningana en segir misskilning í umræðunni um þá Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. febrúar 2011 17:15 Ragnar H. Hall, hæstaréttarlögmaður, (t.h) í Héraðsdómi Reykjavíkur. „Samninganefndin sem tók upp þráðinn eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna á síðasta ári fylgdi eftir sjónarmiðum sem ég hafði talað fyrir," segir Ragnar H. Hall, hæstaréttarlögmaður um nýju Icesave-samningana sem hann sjálfur styður. Hann segir samt að ákveðins misskilnings hafi gætt í umræðunni um samningana. Ragnar segir að hann styðji nýju samningana m.a á þeirri forsendu að ef niðurstaða dómstóla yrði sú að íslenska ríkið hefði að einhverju leyti vanrækt skyldur sínar í sambandi við Tryggingarsjóð innistæðueigenda þannig að íslenska ríkið yrði að taka afleiðingunum af því og bera tjónið þá yrði það margfaldur skellur miðað við það sem samningar hafa nú tekist um. Hann segir aukna áhættu fólgna í málaferlum og segist því ætla að greiða atkvæði með nýju samningunum í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Misskilningur í umræðunni um nýju samningana Ragnar segir samt mikilvægt að leiðrétta ákveðinn misskilning sem hafi verið í umræðunni um nýju samningana, en hann lúti að ákvæði samninganna varðandi úthlutun upp í innistæðukröfur. „Í upphaflegum samningum við Breta og Hollendinga voru ákvæði þess efnis að íslenski tryggingarsjóðurinn skyldi í öllu tilliti hafa sömu stöðu við úthlutun úr búinu og hinir erlendu tryggingasjóðir, og ef niðurstaða íslenskra dómstóla yrði að íslenski sjóðurinn ætti að fá hærra hlutfall upp í sínar kröfur en hinir erlendu skyldi íslenski sjóðurinn „skila" hinum erlendu mismuninum þannig að allir fengju sama hlutfall þegar upp væri staðið. Ég lýsti þeirri skoðun í blaðagreinum sumarið 2009 að ég teldi þessi samningsákvæði fráleit og að þarna hefðu samningamenn Íslands gert mistök sem nauðsynlegt væri að fá leiðrétt," segir Ragnar. Hann segir ljóst að þetta hafi ekki verið alveg auðvelt því að upphaflegu samningsákvæðin hafi verið í samræmi við það sem fyrri íslenska samninganefndin taldi vera íslenskar réttarreglur á þessu sviði. „Samninganefndin sem tók upp þráðinn eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna á síðasta ári fylgdi eftir sjónarmiðum sem ég hafði talað fyrir. Í þeim samningi sem nú verða greidd atkvæði um eru skýr ákvæði um að niðurstöður íslenskra dómstóla um þessi álitaefni verða hin endanlega niðurstaða um þau, að því tilskildu að þær verði ekki andstæðar áliti frá EFTA-dómstólnum. Það er þess vegna ekki rétt sem heyrst hefur, að ákvæði um þetta sé ekki í nýjustu útgáfunni af Icesave-samningum," segir Ragnar. Hann segir að hann geti samt sætt sig við nýju samningana og muni styðja þá vegna hinna skýru ákvæða um að niðurstöður íslenskra dómstóla um þessi álitaefni verði hin endanlega niðurstaða um þau. Icesave Tengdar fréttir Ragnar Hall segir ekki skynsamlegt að taka áhættu með dómsmáli Ragnar Hall, hæstaréttarlögmaður, sem var á móti eldri Icesave-samningum segir best að samþykkja þá samninga sem nú liggja fyrir. Niðurstaða dómsmáls um að íslenska ríkið hefði vanrækt skyldur sínar gæti falið í sér margfalt hærri upphæð en samningar hafa nú tekist um. 21. febrúar 2011 12:00 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
„Samninganefndin sem tók upp þráðinn eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna á síðasta ári fylgdi eftir sjónarmiðum sem ég hafði talað fyrir," segir Ragnar H. Hall, hæstaréttarlögmaður um nýju Icesave-samningana sem hann sjálfur styður. Hann segir samt að ákveðins misskilnings hafi gætt í umræðunni um samningana. Ragnar segir að hann styðji nýju samningana m.a á þeirri forsendu að ef niðurstaða dómstóla yrði sú að íslenska ríkið hefði að einhverju leyti vanrækt skyldur sínar í sambandi við Tryggingarsjóð innistæðueigenda þannig að íslenska ríkið yrði að taka afleiðingunum af því og bera tjónið þá yrði það margfaldur skellur miðað við það sem samningar hafa nú tekist um. Hann segir aukna áhættu fólgna í málaferlum og segist því ætla að greiða atkvæði með nýju samningunum í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Misskilningur í umræðunni um nýju samningana Ragnar segir samt mikilvægt að leiðrétta ákveðinn misskilning sem hafi verið í umræðunni um nýju samningana, en hann lúti að ákvæði samninganna varðandi úthlutun upp í innistæðukröfur. „Í upphaflegum samningum við Breta og Hollendinga voru ákvæði þess efnis að íslenski tryggingarsjóðurinn skyldi í öllu tilliti hafa sömu stöðu við úthlutun úr búinu og hinir erlendu tryggingasjóðir, og ef niðurstaða íslenskra dómstóla yrði að íslenski sjóðurinn ætti að fá hærra hlutfall upp í sínar kröfur en hinir erlendu skyldi íslenski sjóðurinn „skila" hinum erlendu mismuninum þannig að allir fengju sama hlutfall þegar upp væri staðið. Ég lýsti þeirri skoðun í blaðagreinum sumarið 2009 að ég teldi þessi samningsákvæði fráleit og að þarna hefðu samningamenn Íslands gert mistök sem nauðsynlegt væri að fá leiðrétt," segir Ragnar. Hann segir ljóst að þetta hafi ekki verið alveg auðvelt því að upphaflegu samningsákvæðin hafi verið í samræmi við það sem fyrri íslenska samninganefndin taldi vera íslenskar réttarreglur á þessu sviði. „Samninganefndin sem tók upp þráðinn eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna á síðasta ári fylgdi eftir sjónarmiðum sem ég hafði talað fyrir. Í þeim samningi sem nú verða greidd atkvæði um eru skýr ákvæði um að niðurstöður íslenskra dómstóla um þessi álitaefni verða hin endanlega niðurstaða um þau, að því tilskildu að þær verði ekki andstæðar áliti frá EFTA-dómstólnum. Það er þess vegna ekki rétt sem heyrst hefur, að ákvæði um þetta sé ekki í nýjustu útgáfunni af Icesave-samningum," segir Ragnar. Hann segir að hann geti samt sætt sig við nýju samningana og muni styðja þá vegna hinna skýru ákvæða um að niðurstöður íslenskra dómstóla um þessi álitaefni verði hin endanlega niðurstaða um þau.
Icesave Tengdar fréttir Ragnar Hall segir ekki skynsamlegt að taka áhættu með dómsmáli Ragnar Hall, hæstaréttarlögmaður, sem var á móti eldri Icesave-samningum segir best að samþykkja þá samninga sem nú liggja fyrir. Niðurstaða dómsmáls um að íslenska ríkið hefði vanrækt skyldur sínar gæti falið í sér margfalt hærri upphæð en samningar hafa nú tekist um. 21. febrúar 2011 12:00 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Ragnar Hall segir ekki skynsamlegt að taka áhættu með dómsmáli Ragnar Hall, hæstaréttarlögmaður, sem var á móti eldri Icesave-samningum segir best að samþykkja þá samninga sem nú liggja fyrir. Niðurstaða dómsmáls um að íslenska ríkið hefði vanrækt skyldur sínar gæti falið í sér margfalt hærri upphæð en samningar hafa nú tekist um. 21. febrúar 2011 12:00