FIA styður ákvörðun um að keppa ekki í Barein 21. febrúar 2011 18:19 Starfsmaður á Barein brautinni í áhorfendastúkunni, sem ekki verður notuð í Formúlu 1 á næstu vikum. Mynd: Getty Images/John Moores FIA, alþjóða bílasambandið styður ákvörðun þeirra sem hafa með Formúlu 1 mótshaldið í í Barein að gera, þess efnis að hætta við Formúlu 1 mótið sem átti að vera í Barein þann 13. mars. FIA sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis síðdegis í dag. Ekki er ljóst hvort mótið verður á dagskrá síðar á árinu. Segir í yfirlýsingu FIA að ákvörðun sé vegna náinnar samvinnu FIA, FOM (fyrirtæki sem Bernie Ecclestone stýrir), bílasambandsins í Barein og þeirra sem stjórna kappakstursbrautinni í Barein. FIA hefur yfirumsjón með mótshaldi í Formúlu 1 og dagskránni á ári hverju. Ekki er ljóst enn sem komið er hvort mótið í Barein verður sett á dagskrá síðar á árinu, en í tilkynningu FIA er talað um frestun, en ekki að mótinu hafi verið aflýst með öllu á árinu. Krónprins Barein óskaði eftir því í dag að taka mótið af dagksrá 13. mars vegna ástandsins í landinu. Mikil spenna er innanlands í Barein eftir átök mótmælenda og yfirvalda. Í frétt á autsport.com í dag segir Zayed Alzayani, formaður Barein brautarinnar; "Okkur hlakkar til að bjóða lið, ökumenn og alla sem eru hluti af Formúlu 1 aftur til Barein í náinni framtíð. Barein mótið er tími fögnuðar og mótshaldið er stolt Barein og íbúa þess. Sýnir umheiminum vettvanginn. Ég vona að F1 og vinir okkar um heim allan skilji ákvörðunina á þessum erfiðu tímum", sagði Alzayani. Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
FIA, alþjóða bílasambandið styður ákvörðun þeirra sem hafa með Formúlu 1 mótshaldið í í Barein að gera, þess efnis að hætta við Formúlu 1 mótið sem átti að vera í Barein þann 13. mars. FIA sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis síðdegis í dag. Ekki er ljóst hvort mótið verður á dagskrá síðar á árinu. Segir í yfirlýsingu FIA að ákvörðun sé vegna náinnar samvinnu FIA, FOM (fyrirtæki sem Bernie Ecclestone stýrir), bílasambandsins í Barein og þeirra sem stjórna kappakstursbrautinni í Barein. FIA hefur yfirumsjón með mótshaldi í Formúlu 1 og dagskránni á ári hverju. Ekki er ljóst enn sem komið er hvort mótið í Barein verður sett á dagskrá síðar á árinu, en í tilkynningu FIA er talað um frestun, en ekki að mótinu hafi verið aflýst með öllu á árinu. Krónprins Barein óskaði eftir því í dag að taka mótið af dagksrá 13. mars vegna ástandsins í landinu. Mikil spenna er innanlands í Barein eftir átök mótmælenda og yfirvalda. Í frétt á autsport.com í dag segir Zayed Alzayani, formaður Barein brautarinnar; "Okkur hlakkar til að bjóða lið, ökumenn og alla sem eru hluti af Formúlu 1 aftur til Barein í náinni framtíð. Barein mótið er tími fögnuðar og mótshaldið er stolt Barein og íbúa þess. Sýnir umheiminum vettvanginn. Ég vona að F1 og vinir okkar um heim allan skilji ákvörðunina á þessum erfiðu tímum", sagði Alzayani.
Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira