Massa telur ekki hægt bera keppinautanna saman 22. febrúar 2011 15:19 Felipe Massa um borð í Ferrari bílnum í Barcelona. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Felipe Massa hjá Ferrari náði besta aksturstímanum á Barcelona brautinni í gær og besta tímanum sem náðist á fjögurra daga æfingum Formúlu 1 liða á brautinni, sem lauk í gær. En fyrsti æfingadagurinn var á föstudag og einnig var ekið um helgina. Massa sagði eftir æfinguna í gær, samkvæmt frétt á espnf1.com að það væri ekki hægt að bera getu bílanna saman fyrr en í fyrsta mótinu. Massa segir þó Red Bull bílinn fljótan í förum, þá hafi Nico Rosberg á Mercedes ekið hratt á sunnudag og ekki sé hægt að afskrifa McLaren og önnur lið. Bæði Massa og Fernando Alonso prófuðu allar gerðir af Pirelli dekkjunum sem voru í boði á æfingunum og með mismunandi bensínhleðslu um borð í Ferrari bílnum, þegar þeir óku. "Það er auðvelt að spá fyrir um það að það verði fleiri þjónustuhlé (í mótum) en síðustu ár. Dekkin slitna meira og það er ekki auðvelt að passa upp á dekkin. Gripið er gott, sérstaklega á mjúku dekkjunum, en miðútgáfan og þau harðari eru ekki góð hvað þetta varðar. Slitið er samt svipað. Það gætu orðið aðrar keppnisáætlanir en síðustu tímabil", sagði Massa. Fyrsta Formúlu 1 mót ársins verður í Ástralíu 27. mars, eftir að mótið í Barein var fellt út sem fyrsta mót ársins. Það átti að fara fram 13. mars. Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Birkir gæti hætt: Fékk spennandi starf en svo fór allt í skrúfuna Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Felipe Massa hjá Ferrari náði besta aksturstímanum á Barcelona brautinni í gær og besta tímanum sem náðist á fjögurra daga æfingum Formúlu 1 liða á brautinni, sem lauk í gær. En fyrsti æfingadagurinn var á föstudag og einnig var ekið um helgina. Massa sagði eftir æfinguna í gær, samkvæmt frétt á espnf1.com að það væri ekki hægt að bera getu bílanna saman fyrr en í fyrsta mótinu. Massa segir þó Red Bull bílinn fljótan í förum, þá hafi Nico Rosberg á Mercedes ekið hratt á sunnudag og ekki sé hægt að afskrifa McLaren og önnur lið. Bæði Massa og Fernando Alonso prófuðu allar gerðir af Pirelli dekkjunum sem voru í boði á æfingunum og með mismunandi bensínhleðslu um borð í Ferrari bílnum, þegar þeir óku. "Það er auðvelt að spá fyrir um það að það verði fleiri þjónustuhlé (í mótum) en síðustu ár. Dekkin slitna meira og það er ekki auðvelt að passa upp á dekkin. Gripið er gott, sérstaklega á mjúku dekkjunum, en miðútgáfan og þau harðari eru ekki góð hvað þetta varðar. Slitið er samt svipað. Það gætu orðið aðrar keppnisáætlanir en síðustu tímabil", sagði Massa. Fyrsta Formúlu 1 mót ársins verður í Ástralíu 27. mars, eftir að mótið í Barein var fellt út sem fyrsta mót ársins. Það átti að fara fram 13. mars.
Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Birkir gæti hætt: Fékk spennandi starf en svo fór allt í skrúfuna Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira