Brasilíumaðurinn Leonardo mun stýra Inter í fyrsta skipti í Meistaradeildinni í kvöld er liðið mætir FC Bayern. Þarna mætast liðin sem spiluðu til úrslita í keppninni á síðustu leiktíð.
"Mér finnst ég ekki vera undir neinni sérstakri pressu fyrir þennan leik. Maður fær samt alltaf léttan sting fyrir Meistaradeildarleiki," sagði Leonardo en kollegi hans hjá Bayern hefur skotið fast á leikstíl Inter sem hann segir vera leiðinlegan.
"Ég óttast ekkert enda er mitt lið sigurvegarinn í þessari keppni. Ég fagnaði þegar Inter vann keppnina á síðustu leiktíð."
Leonardo segist ekki vera undir pressu
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið


Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“
Íslenski boltinn



Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“
Íslenski boltinn



ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko
Enski boltinn

Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann
Íslenski boltinn

Slapp vel frá rafmagnsleysinu
Körfubolti