Olíuverð í krónum talið ekki hærra í tvo áratugi 23. febrúar 2011 12:21 Olíuverð á heimsmarkaði hefur ekki verið hærra í krónum talið undanfarna tvo áratugi eftir linnulitla hækkun frá haustdögum í fyrra. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að olíuverð hefur hækkað lítillega það sem af er morgni á Evrópumarkaði og kostar tunna af Brent-olíu nú 106,5 dollara. Síðustu vikur hefur óróinn í nokkrum N-Afríkulöndum verið helsti drifkraftur snarprar hækkunar á olíuverði, og sér ekki fyrir endann á þeirri þróun. Líbýa, sem nú rambar á barmi borgarastyrjaldar, er 17. stærsti olíuframleiðandi heims. Nemur dagleg olíuframleiðsla Líbýumanna 1,6 milljónum tunna, sem samsvarar 2% af heimsframleiðslu. Þessa dagana flýja erlendir starfsmenn olíufyrirtækja hins vegar landið hver sem betur getur og óvíst er hversu mikið olíuframleiðsla landsins muni skaðast vegna þessa, en framleiðslan hefur þegar dregist saman um 300.000 tunnur á dag. Olíumálaráðherra Saudi Arabíu lét hins vegar hafa eftir sér að OPEC-ríkin myndu auka við framleiðslu sína ef þörf krefur vegna ástandsins í Líbýu. Brent-olía hefur nú hækkað um u.þ.b. 12.5% það sem af er ári, en olía á Bandaríkjamarkaði hefur hins vegar aðeins hækkað um 5%, enda áhrif af minna olíuframboði frá N-Afríku ekki eins sterk vestan hafs. Ýmsir á markaði eru þó farnir að bera saman þróunina nú við það sem gerðist fyrir tæpum þremur árum síðan. Þá hækkaði olíuverð hratt og náði hámarki í ríflega 140 dollara/tunnan um það leyti sem alþjóðlega fjármálakreppan skall á af fullum þunga síðsumars. Hækkun orkuverðs og annarra hrávara undanfarið setur raunar seðlabanka iðnríkja í nokkuð snúna stöðu. Hjá flestum þeirra eru stýrivextir nálægt sögulegu lágmarki á sama tíma og verðbólguþrýstingur hefur aukist verulega. Sá verðbólguþrýstingur er hins vegar ekki til marks um mikinn gang í efnahagslífinu, heldur hafa framangreindar hækkanir í rauninni þveröfug áhrif á hjól efnahagslífsins. Því kunna seðlabankar að gera illt verra ef þeir bregðast við slíkri kostnaðarverðbólgu með hækkun vaxta og slá þannig enn frekar á þann hægfara bata sem hefur í besta falli látið á sér kræla í flestum þróuðum ríkjum undanfarið. Mest lesið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Olíuverð á heimsmarkaði hefur ekki verið hærra í krónum talið undanfarna tvo áratugi eftir linnulitla hækkun frá haustdögum í fyrra. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að olíuverð hefur hækkað lítillega það sem af er morgni á Evrópumarkaði og kostar tunna af Brent-olíu nú 106,5 dollara. Síðustu vikur hefur óróinn í nokkrum N-Afríkulöndum verið helsti drifkraftur snarprar hækkunar á olíuverði, og sér ekki fyrir endann á þeirri þróun. Líbýa, sem nú rambar á barmi borgarastyrjaldar, er 17. stærsti olíuframleiðandi heims. Nemur dagleg olíuframleiðsla Líbýumanna 1,6 milljónum tunna, sem samsvarar 2% af heimsframleiðslu. Þessa dagana flýja erlendir starfsmenn olíufyrirtækja hins vegar landið hver sem betur getur og óvíst er hversu mikið olíuframleiðsla landsins muni skaðast vegna þessa, en framleiðslan hefur þegar dregist saman um 300.000 tunnur á dag. Olíumálaráðherra Saudi Arabíu lét hins vegar hafa eftir sér að OPEC-ríkin myndu auka við framleiðslu sína ef þörf krefur vegna ástandsins í Líbýu. Brent-olía hefur nú hækkað um u.þ.b. 12.5% það sem af er ári, en olía á Bandaríkjamarkaði hefur hins vegar aðeins hækkað um 5%, enda áhrif af minna olíuframboði frá N-Afríku ekki eins sterk vestan hafs. Ýmsir á markaði eru þó farnir að bera saman þróunina nú við það sem gerðist fyrir tæpum þremur árum síðan. Þá hækkaði olíuverð hratt og náði hámarki í ríflega 140 dollara/tunnan um það leyti sem alþjóðlega fjármálakreppan skall á af fullum þunga síðsumars. Hækkun orkuverðs og annarra hrávara undanfarið setur raunar seðlabanka iðnríkja í nokkuð snúna stöðu. Hjá flestum þeirra eru stýrivextir nálægt sögulegu lágmarki á sama tíma og verðbólguþrýstingur hefur aukist verulega. Sá verðbólguþrýstingur er hins vegar ekki til marks um mikinn gang í efnahagslífinu, heldur hafa framangreindar hækkanir í rauninni þveröfug áhrif á hjól efnahagslífsins. Því kunna seðlabankar að gera illt verra ef þeir bregðast við slíkri kostnaðarverðbólgu með hækkun vaxta og slá þannig enn frekar á þann hægfara bata sem hefur í besta falli látið á sér kræla í flestum þróuðum ríkjum undanfarið.
Mest lesið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent