Eitt ökumannssæti laust í Formúlu 1 23. febrúar 2011 15:07 Ítalinn Viantonio Liuzzi prófaði Hispania bílinn á æfingu í Barcelona 19. febrúar. Mynd. Getty Images/Mark Thompson Enn á eftir að ráða ökumann í eitt ökumannssæti í Formúlu 1 og það er hjá Hispania liðinu spænska. Indverjinn Narain Karthikeyan ekur einum bíl liðsins, en enginn hefur verið staðsfestur um borð í hinn bílinn. Á ráslínunni í Formúlu 1 í ár verða 24 ökumenn, sem keppa í 19 mótum í það minnsta, jafnvel 20 ef mótið í Barein verður sett á dagskrá síðar á árinu. Hispania liðið byrjaði að keppa í Formúlu 1 í fyrra, en var aftarlega á merinni hvað árangur varðar. Ítalinn Viantonio Liuzzi prófaði bíl liðsins á dögunum, en hann segist ekki vilja borga fyrir sætið, eins og virðist óbeint hafa verið raunin hjá Karthikeyan. Karthikeyan kom með auglýsingafé frá Tata fyrirtækinu indverska, en fyrsta Formúlu 1 mótið í Indlandi verður á þessu ári. "Ég kem með reynslu, hraða og geri mitt best. Ég myndi hjálpa sem mest ég mætti að finna kostendur, en ég get ekki borgað fyrir sætið", sagði Liuzzi m.a. í frétt á espnf1.com. Liuzzi sagði Hispania liðið vera í viðræðum við kostendur, en hann er í viðræðum við liðið og bíður ákvörðunar þess. Luizzi segir ekki víst að Hispania liðið verði sérlega samkeppnisfært, nýi bíllinn verði tilbúinn seint og fjárráð liðsins eru takmörkuð. Liuzzi segir liðið þó hafa áhugaverðar áætlanir og ef þær gangi eftir, þá yrði það af hinu góða. Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Enn á eftir að ráða ökumann í eitt ökumannssæti í Formúlu 1 og það er hjá Hispania liðinu spænska. Indverjinn Narain Karthikeyan ekur einum bíl liðsins, en enginn hefur verið staðsfestur um borð í hinn bílinn. Á ráslínunni í Formúlu 1 í ár verða 24 ökumenn, sem keppa í 19 mótum í það minnsta, jafnvel 20 ef mótið í Barein verður sett á dagskrá síðar á árinu. Hispania liðið byrjaði að keppa í Formúlu 1 í fyrra, en var aftarlega á merinni hvað árangur varðar. Ítalinn Viantonio Liuzzi prófaði bíl liðsins á dögunum, en hann segist ekki vilja borga fyrir sætið, eins og virðist óbeint hafa verið raunin hjá Karthikeyan. Karthikeyan kom með auglýsingafé frá Tata fyrirtækinu indverska, en fyrsta Formúlu 1 mótið í Indlandi verður á þessu ári. "Ég kem með reynslu, hraða og geri mitt best. Ég myndi hjálpa sem mest ég mætti að finna kostendur, en ég get ekki borgað fyrir sætið", sagði Liuzzi m.a. í frétt á espnf1.com. Liuzzi sagði Hispania liðið vera í viðræðum við kostendur, en hann er í viðræðum við liðið og bíður ákvörðunar þess. Luizzi segir ekki víst að Hispania liðið verði sérlega samkeppnisfært, nýi bíllinn verði tilbúinn seint og fjárráð liðsins eru takmörkuð. Liuzzi segir liðið þó hafa áhugaverðar áætlanir og ef þær gangi eftir, þá yrði það af hinu góða.
Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira