Tiger var bitlaus gegn Björn og er úr leik í Arizona Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 24. febrúar 2011 10:03 Tiger Woods átti erfitt uppdráttar gegn Thomas Björn í gær. Upphafshögg hans í bráðabana fór langt utan brautar þar sem að óskemmtilegur gróður tók á móti kylfingnum. AP Tiger Woods heldur áfram að koma á óvart en í gær var það á sjálfum golfvellinum þar sem hann tapaði gegn Dananum Thomas Björn í fyrstu umferð á heimsmótinu í holukeppni í Arizona í Bandaríkjunum. Woods og Björn voru jafnir eftir 18 holur og á fyrstu holu í bráðabana gerði Woods mistök þar sem hann sló lélegt upphafshögg með 3-tré og boltinn endaði endaði langt utan brautar – í eyðimörkinni. Þetta er aðeins í annað sinn sem Woods fellur úr leik í fyrstu umferð heimsmótsins í holukeppni. Aðeins 64 efstu á heimslistanum hófu keppni á þessu móti og er þeim raðað upp í fjóra 16 manna riðla. „Ég klúðraði þessu," sagði Woods í gær en hann leyndi ekki vonbrigðum sínum og var lengi að jafna sig á úrslitunum. Björn, sem er góður vinur Woods, tryggði sér keppnisrétt á mótinu með því að sigra á Katar meistaramótinu á Evrópumótaröðinni fyrr á þessu ári. Þeir ræddu lengi saman á flötinni eftir að úrslitin voru ljós og það var greinilegt að Woods átti erfitt. „Það sem við sögðum á flötinni er einkamál, en ég er á þeirri skoðun að golfið þarf á Tiger Woods að halda," sagði Björn sem mætir Geoff Ogilvy frá Ástralíu í næstu umferð.Tiger Woods slær hér upp úr glompu í Arizona í gær.APWoods, sem er í þriðja sæti heimslistans, hefur ekki náð að vera í hópi 20 efstu á fyrstu þremur mótum ársins 2011. Hann var langt frá sínu besta gegn Björn og klúðraði nokkrum upplögðum færum á flötunum. Englendingurinn Lee Westwood, sem er efstur á heimslistanum, átti ekki í vandræðum með Henrik Stenson frá Svíþjóð en sá leikur endaði 3 /2. Þjóðverjinn Martin Kaymer sem er í öðru sæti heimslistans var ekki lengi að klára sinn leik gegn hinum 19 ára gamla Seung-yul Noh frá Suður-Kóreu. Sá leikur endaði 7 /6. Phil Mickelson, sem er í fjórða sæti heimslistans, rúllaði upp Brendan Jones 6 / 5. Ítalinn Matteo Manassero, sem er aðeins 17 ára gamall, kom gríðarlega á óvart með því að sigra Steve Stricker, 2 /1. Jim Furyk féll einnig úr leik en hann tapaði gegn Ryan Palmer. Alls eru 13 kylfingar frá Bandaríkjunum eftir í keppninni, 13 frá Evrópu, tveir frá Ástralíu, Suður-Afríku og Asíu. Ian Poulter frá Englandi sem hafði titil að verja á þessu móti er úr leik en hann tapaði gegn Stewart Cink á 19. holu. Golf Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Tiger Woods heldur áfram að koma á óvart en í gær var það á sjálfum golfvellinum þar sem hann tapaði gegn Dananum Thomas Björn í fyrstu umferð á heimsmótinu í holukeppni í Arizona í Bandaríkjunum. Woods og Björn voru jafnir eftir 18 holur og á fyrstu holu í bráðabana gerði Woods mistök þar sem hann sló lélegt upphafshögg með 3-tré og boltinn endaði endaði langt utan brautar – í eyðimörkinni. Þetta er aðeins í annað sinn sem Woods fellur úr leik í fyrstu umferð heimsmótsins í holukeppni. Aðeins 64 efstu á heimslistanum hófu keppni á þessu móti og er þeim raðað upp í fjóra 16 manna riðla. „Ég klúðraði þessu," sagði Woods í gær en hann leyndi ekki vonbrigðum sínum og var lengi að jafna sig á úrslitunum. Björn, sem er góður vinur Woods, tryggði sér keppnisrétt á mótinu með því að sigra á Katar meistaramótinu á Evrópumótaröðinni fyrr á þessu ári. Þeir ræddu lengi saman á flötinni eftir að úrslitin voru ljós og það var greinilegt að Woods átti erfitt. „Það sem við sögðum á flötinni er einkamál, en ég er á þeirri skoðun að golfið þarf á Tiger Woods að halda," sagði Björn sem mætir Geoff Ogilvy frá Ástralíu í næstu umferð.Tiger Woods slær hér upp úr glompu í Arizona í gær.APWoods, sem er í þriðja sæti heimslistans, hefur ekki náð að vera í hópi 20 efstu á fyrstu þremur mótum ársins 2011. Hann var langt frá sínu besta gegn Björn og klúðraði nokkrum upplögðum færum á flötunum. Englendingurinn Lee Westwood, sem er efstur á heimslistanum, átti ekki í vandræðum með Henrik Stenson frá Svíþjóð en sá leikur endaði 3 /2. Þjóðverjinn Martin Kaymer sem er í öðru sæti heimslistans var ekki lengi að klára sinn leik gegn hinum 19 ára gamla Seung-yul Noh frá Suður-Kóreu. Sá leikur endaði 7 /6. Phil Mickelson, sem er í fjórða sæti heimslistans, rúllaði upp Brendan Jones 6 / 5. Ítalinn Matteo Manassero, sem er aðeins 17 ára gamall, kom gríðarlega á óvart með því að sigra Steve Stricker, 2 /1. Jim Furyk féll einnig úr leik en hann tapaði gegn Ryan Palmer. Alls eru 13 kylfingar frá Bandaríkjunum eftir í keppninni, 13 frá Evrópu, tveir frá Ástralíu, Suður-Afríku og Asíu. Ian Poulter frá Englandi sem hafði titil að verja á þessu móti er úr leik en hann tapaði gegn Stewart Cink á 19. holu.
Golf Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira