Segir enga sanngirni í að menn græði 100 milljarða á átta dögum Þorbjörn Þórðarson skrifar 24. febrúar 2011 12:23 Ólafur Ólafsson krefur þrotabú Kaupþings um 115 milljarða króna vegna átta daga gamals samnings sem gerður var í miðju bankahruni. „Það er engin sanngirni í því að menn græði 100 milljarða króna á átta daga gömlum samningi," segir lögmaður slitastjórnar Kaupþings banka en Ólafur Ólafsson framlengdi risavaxinn samning í miðju hruni og krefur slitastjórnina nú 115 um milljarða króna. Slitastjórnin telur kröfuna fráleita. Kjalar hf. félag Ólafs Ólafssonar átti í miklum viðskiptum með gjaldeyri við Kaupþing banka, en Ólafur var annar stærsti hluthafi bankans. Gjaldeyrisskiptasamningurinn var gerður í ársbyrjun 2008 en framlengdur hinn 6. október 2008, í miðju hruninu, sama dag og neyðarlögin voru sett á Alþingi. Samningurinn var framlengdur í átta daga og átti að gera hann upp hinn 14. október, að því er fram kemur í Viðskiptablaðinu í dag. Ólafur vill nú gera samninginn upp þannig að 305 krónur fáist fyrir hverja evru, en mál sem Kjalar hefur höfðað á hendur slitastjórn Kaupþings verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun.Vilja 305 krónur fyrir hverja evru - Kaupþing segir kröfuna haldlausa Samkvæmt gjaldeyrissamningnum átti Kjalar að afhenda Kaupþingi 84,5 milljarða króna en Kaupþing félaginu 653 milljónir evra. Mun krafa Kjalars byggja á því að raunverulegt gengi evru gagnvart krónu á uppgjörsedegi 14. október hafi verið endurspeglað af Seðlabanka Evrópu, en ekki hér á landi. Á þessum tímapunkti skráði Seðlabanki Evrópu hverja evru á 305 krónur á þeim tíma. Ljóst er að ef Kjalar fær kröfuna samþykkta mun félagið hagnast verulega, ekki síst í samanburði við virði eigna félagsins miðað við upphafstíma samningsins, að því er fram kemur í Viðskiptablaðinu. Slitastjórn Kaupþings telur kröfuna fullkomlega haldlausa, en þrotabúið vill gera samninginn upp á genginu 149 krónur vegna laga frá vorinu 2009. „Það er ekkert í þeim samningum sem voru gerðir né í lögum um það að það eigi að nota gengisskráningu Seðlabanka Evrópu. Auk þess var gengið helmingi hærra en það sem viðgekkst á sama tíma þegar menn voru að eiga viðskipti með krónuna gagnvart erlendum gjaldmiðlum. Þess vegna telur Kaupþing að það sé enginn fótur fyrir þessu í lögum. Auk þess er engin sanngirni í því að menn græði hundrað milljarða króna á átta daga gömlum samningi," segir Jóhannes Karl Sveinsson, hæstaréttarlögmaður sem gætir hagsmuna slitastjórnar Kaupþings banka í málinu. Fyrirtaka er á morgun, eins og áður segir, en ef fallist er á kröfur Kaupþings kemur Kjalar samt út í um 7 milljarða króna plús eftir að skuldajafnað hefur vegna skyldra krafna við Kaupþing banka. Hins vegar er Kjalar með önnur óskyld lán útistandandi hjá bankanum sem hlaupa á tugum milljarða króna, samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Sjá meira
„Það er engin sanngirni í því að menn græði 100 milljarða króna á átta daga gömlum samningi," segir lögmaður slitastjórnar Kaupþings banka en Ólafur Ólafsson framlengdi risavaxinn samning í miðju hruni og krefur slitastjórnina nú 115 um milljarða króna. Slitastjórnin telur kröfuna fráleita. Kjalar hf. félag Ólafs Ólafssonar átti í miklum viðskiptum með gjaldeyri við Kaupþing banka, en Ólafur var annar stærsti hluthafi bankans. Gjaldeyrisskiptasamningurinn var gerður í ársbyrjun 2008 en framlengdur hinn 6. október 2008, í miðju hruninu, sama dag og neyðarlögin voru sett á Alþingi. Samningurinn var framlengdur í átta daga og átti að gera hann upp hinn 14. október, að því er fram kemur í Viðskiptablaðinu í dag. Ólafur vill nú gera samninginn upp þannig að 305 krónur fáist fyrir hverja evru, en mál sem Kjalar hefur höfðað á hendur slitastjórn Kaupþings verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun.Vilja 305 krónur fyrir hverja evru - Kaupþing segir kröfuna haldlausa Samkvæmt gjaldeyrissamningnum átti Kjalar að afhenda Kaupþingi 84,5 milljarða króna en Kaupþing félaginu 653 milljónir evra. Mun krafa Kjalars byggja á því að raunverulegt gengi evru gagnvart krónu á uppgjörsedegi 14. október hafi verið endurspeglað af Seðlabanka Evrópu, en ekki hér á landi. Á þessum tímapunkti skráði Seðlabanki Evrópu hverja evru á 305 krónur á þeim tíma. Ljóst er að ef Kjalar fær kröfuna samþykkta mun félagið hagnast verulega, ekki síst í samanburði við virði eigna félagsins miðað við upphafstíma samningsins, að því er fram kemur í Viðskiptablaðinu. Slitastjórn Kaupþings telur kröfuna fullkomlega haldlausa, en þrotabúið vill gera samninginn upp á genginu 149 krónur vegna laga frá vorinu 2009. „Það er ekkert í þeim samningum sem voru gerðir né í lögum um það að það eigi að nota gengisskráningu Seðlabanka Evrópu. Auk þess var gengið helmingi hærra en það sem viðgekkst á sama tíma þegar menn voru að eiga viðskipti með krónuna gagnvart erlendum gjaldmiðlum. Þess vegna telur Kaupþing að það sé enginn fótur fyrir þessu í lögum. Auk þess er engin sanngirni í því að menn græði hundrað milljarða króna á átta daga gömlum samningi," segir Jóhannes Karl Sveinsson, hæstaréttarlögmaður sem gætir hagsmuna slitastjórnar Kaupþings banka í málinu. Fyrirtaka er á morgun, eins og áður segir, en ef fallist er á kröfur Kaupþings kemur Kjalar samt út í um 7 milljarða króna plús eftir að skuldajafnað hefur vegna skyldra krafna við Kaupþing banka. Hins vegar er Kjalar með önnur óskyld lán útistandandi hjá bankanum sem hlaupa á tugum milljarða króna, samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Sjá meira