Real Madrid missteig sig illilega í kvöld er liðið gerði markalaust jafntefli gegn Deportivo la Coruna á útivelli.
Fyrir vikið er Barcelona með sjö stiga forskot á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar en Barcelona vann útisigur gegn Mallorca í kvöld.
Yfirburðir Madridarliðsins voru miklir í kvöld en liðinu gekk einfaldlega ekki að koma boltanum inn fyrir línuna.
Madridingar áttu rúmlega 20 skot að marki en Deportivo aðeins fjögur. Leikmenn Real voru þess utan með boltann rúmlega 70 prósent af leiktímanum.
Real Madrid tapaði dýrmætum stigum
Henry Birgir Gunnarsson skrifar
