Íbúar Reykjavíkur fundu greinilega fyrir jarðskjálfta sem varð fyrir stundu, eða rúmlega níu. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu er verið að vinna úr gögnum og munu nánari upplýsingar fást innan skammst.
Á vefsíðu Veðurstofunnar sýnir að jarðskjálfti, sem átti upptök sín við Krýsuvík klukkan fimm mínútur yfir níu, mældist 3,7 á richter.
Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands eru ekki miklar líkur á eldgosi en algengt er að svona skjálftahrinur komi á Krýsuvíkursvæðinu.
