Donald sigraði á heimsmótinu í holukeppni Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 28. febrúar 2011 09:00 Luke Donald sigraði á heimsmótinu í holukeppni sem lauk í gær í Arizona í Bandaríkjunum en enski kylfingurinn hafði betur gegn Þjóðverjanum Martin Kaymer í úrslitaleiknum 3/2. AP Luke Donald sigraði á heimsmótinu í holukeppni sem lauk í gær í Arizona í Bandaríkjunum en enski kylfingurinn hafði betur gegn Þjóðverjanum Martin Kaymer í úrslitaleiknum 3/2. Fyrir sigurinn fékk Donald um 160 milljónir kr. í verðlaunafé. Þetta er fyrsti sigur Donald í Bandaríkjunum frá árinu 2006 en margir voru farnir að efast um að hann gæti blandað sér í baráttuna um efstu sæti heimslistans. Donald byrjaði gríðarlega vel gegn Kaymer í úrslitaleiknum sem fór fram við undarlegar aðstæður í eyðimörkinni í Arizona þar sem að haglél og kaldir vindar voru í aðalhlutverki að þessu sinni. Kaymer náði efsta sæti heimslistans í fyrsta sinn á ferlinum með árangri sínum en hann velti Lee Westwood úr efsta sætinu. Donald sýndi styrk sinn á þessu móti en hann lék m.a. aldrei 18 brautina á keppnisvellinum þar sem hann var ávallt búinn að sigra mótherja sína áður. Donald er nú í þriðja sæti heimslistans og Tiger Woods er í því fimmta en hann féll úr keppni í strax í fyrstu umferð. Norður-Írinn Graeme McDowell er í því fjórða. Eins og áður segir hafði Donald ekki sigrað á golfmóti frá árinu 2006 en hinn 33 ára gamli Donald hafði aldrei sigrað áður á heimsmótaröðinni. Heimsmótið í holukeppni fór fram í 13. sinn en úrslitaleikurinn var aðeins 18 holur en úrslitaleikirnir hafa ávallt verið 36 holur. Veðrið setti keppnishaldið úr skorðum og voru kylfingarnir vel klæddir í vetrarveðrinu. Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Steig á tána á Mike Tyson Sport Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Luke Donald sigraði á heimsmótinu í holukeppni sem lauk í gær í Arizona í Bandaríkjunum en enski kylfingurinn hafði betur gegn Þjóðverjanum Martin Kaymer í úrslitaleiknum 3/2. Fyrir sigurinn fékk Donald um 160 milljónir kr. í verðlaunafé. Þetta er fyrsti sigur Donald í Bandaríkjunum frá árinu 2006 en margir voru farnir að efast um að hann gæti blandað sér í baráttuna um efstu sæti heimslistans. Donald byrjaði gríðarlega vel gegn Kaymer í úrslitaleiknum sem fór fram við undarlegar aðstæður í eyðimörkinni í Arizona þar sem að haglél og kaldir vindar voru í aðalhlutverki að þessu sinni. Kaymer náði efsta sæti heimslistans í fyrsta sinn á ferlinum með árangri sínum en hann velti Lee Westwood úr efsta sætinu. Donald sýndi styrk sinn á þessu móti en hann lék m.a. aldrei 18 brautina á keppnisvellinum þar sem hann var ávallt búinn að sigra mótherja sína áður. Donald er nú í þriðja sæti heimslistans og Tiger Woods er í því fimmta en hann féll úr keppni í strax í fyrstu umferð. Norður-Írinn Graeme McDowell er í því fjórða. Eins og áður segir hafði Donald ekki sigrað á golfmóti frá árinu 2006 en hinn 33 ára gamli Donald hafði aldrei sigrað áður á heimsmótaröðinni. Heimsmótið í holukeppni fór fram í 13. sinn en úrslitaleikurinn var aðeins 18 holur en úrslitaleikirnir hafa ávallt verið 36 holur. Veðrið setti keppnishaldið úr skorðum og voru kylfingarnir vel klæddir í vetrarveðrinu.
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Steig á tána á Mike Tyson Sport Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira