Fótbolti

Claudio Ranieri segir að Ítalía sé helvíti í samanburði við England

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Claudio Ranieri fyrrum knattspyrnustjóri Chelsea gagnrýnir harðlega ástandið í ítalska fótboltanum og segir hann að Ítalía sé helvíti í samanburði við England.
Claudio Ranieri fyrrum knattspyrnustjóri Chelsea gagnrýnir harðlega ástandið í ítalska fótboltanum og segir hann að Ítalía sé helvíti í samanburði við England. Nordic Photos / Getty
Claudio Ranieri fyrrum knattspyrnustjóri Chelsea gagnrýnir harðlega ástandið í ítalska fótboltanum og segir hann að Ítalía sé helvíti í samanburði við England. Ranieri hætti nýverið störfum hjá Róma en hann var áður þjálfari hjá Juventus.

„Í fótboltanum er til himnaríki og helvíti. Ef ég ber saman England og Ítalíu þá er helvíti á Ítalíu," sagði hinn 59 ára gamli þaulreyndi þjálfari sagði í sjónvarpsviðtali um helgina. Ranieri átti undir högg að sækja á þeim 18 mánuðum sem hann stýrði Róma en eftir 4-3 tap liðsins gegn Genoa sagði hann af sér störfum. Stuðningsmenn liðsins voru alls ekki sáttir við þjálfarann og óeirðir brutust út þegar hópur þeirra safnaðist saman í mótmælum sem beindust gegn þjálfaranum.

Ranieri telur sig enn hafa eitthvað til málana að leggja sem þjálfari og hann hefur mikinn áhuga á að komast til England á ný. Hann gagnrýndi m.a. lykilmenn Róma á borð við Francesco Totti og segir Ranieri að Totti hafi unnið gegn sér á bak við tjöldin. „Of margir leikmenn taka eigin hagsmuni framyfir hag liðsins. Við vorum sammála um að dreifa álaginu en þegar leikmenn voru teknir af leikvelli þá leyndu þeir ekki vonbrigðum sínum. Það vantaði baráttuandann í lið Róma og of margir leikmenn lögðu sig ekki fram," sagði Ranieri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×