Real Madrid minnkaði forystu Barcelona í tvö stig á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar í kvöld er liðið vann 2-0 sigur á Levante.
Karim Benzema og Ricardo Carvalho skoruðu mörk Real í kvöld en bæði komu þau í fyrri hálfleik.
Jose Mourinho, stjóri Real Madrid, stillti upp sterku liði í kvöld en liðið mætir Lyon á útivelli í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á þriðjudagskvöldið.
Barcelona getur aukið forystu sína í deildinni aftur í fimm stig með sigri á Athletic Bilbao annað kvöld.

