Hafa játað á sig 75 innbrot 16. mars 2011 06:00 Þrír menn, tveir sautján ára og einn 23 ára, hafa verið ákærðir fyrir innbrot á 75 heimili, langflest á bilinu frá október í fyrra og til áramóta. Þegar mennirnir létu mest að sér kveða, í október og nóvember, voru þeir að verki í drjúgum hluta allra innbrota í heimahús á höfuðborgarsvæðinu. Mennirnir, allir pólskir, hafa játað öll brotin. Þeir hafa setið í gæsluvarðhaldi síðan um miðjan janúar. Þeir vildu í upphafi lítið kannast við málið en hafa verið mjög samvinnuþýðir á síðari stigum og játningum þeirra ber saman í meginatriðum, að sögn Árna Þórs Sigmundssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns. Tryggingafélög hafa þegar greitt út um 30 milljónir til þeirra sem brotist var inn hjá, bæði vegna glataðra muna og tjóns á húsnæði. Tryggingar dekka þó einungis hluta tjónsins auk þess sem margir voru alls ótryggðir, og því þykir ljóst að milljónirnar 30 eru aðeins brot af tjóninu sem hlaust af glæpum mannanna. Málið, og ákæran sem af því leiðir, er risavaxið að sögn Árna. Til marks um það er að tveir lögreglumenn hafa ekki gert annað frá áramótum en að rannsaka það. „Ég hef aldrei séð stærra mál af þessu tagi," segir hann. Fjórði maðurinn, Pólverji um þrítugt, er einnig í varðhaldi og verður senn ákærður fyrir að hafa keypt þorrann af öllu þýfinu úr innbrotum þremenninganna og selt áfram. Margeir Sveinsson hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafði yfirumsjón með rannsókninni á þætti hans og segir að maðurinn hafi að líkindum hagnast um nokkrar milljónir á milligöngunni. Ekkert fé hafi þó fundist. Margeir segir að ekki liggi fyrir hvort maðurinn hafi beinlínis gert þremenningana út af örkinni til innbrota. Lögregla hefur rætt við um þrjátíu manns sem keyptu af honum þýfi og segir Margeir að tíu til tólf þeirra megi eiga von á ákæru fyrir að hafa gert það vitandi að um þýfi væri að ræða. Lagt var hald á lítinn hluta þýfisins í fórum mannsins og viðskiptavina hans. Margeir segist merkja að nú sé ný innbrotaalda af sama toga tekin að rísa. „Nú er þetta byrjað aftur. Ekki í eins miklum mæli, en þetta byrjaði hægt þá og virðist gera það líka núna," segir hann. Lögregluyfirvöld telja mennina fjóra hluta af skipulögðu glæpagengi Pólverja og Litháa hérlendis, einu fjögurra gengja sem nú skipti með sér íslenskum undirheimum. - sh Fréttir Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Sjá meira
Þrír menn, tveir sautján ára og einn 23 ára, hafa verið ákærðir fyrir innbrot á 75 heimili, langflest á bilinu frá október í fyrra og til áramóta. Þegar mennirnir létu mest að sér kveða, í október og nóvember, voru þeir að verki í drjúgum hluta allra innbrota í heimahús á höfuðborgarsvæðinu. Mennirnir, allir pólskir, hafa játað öll brotin. Þeir hafa setið í gæsluvarðhaldi síðan um miðjan janúar. Þeir vildu í upphafi lítið kannast við málið en hafa verið mjög samvinnuþýðir á síðari stigum og játningum þeirra ber saman í meginatriðum, að sögn Árna Þórs Sigmundssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns. Tryggingafélög hafa þegar greitt út um 30 milljónir til þeirra sem brotist var inn hjá, bæði vegna glataðra muna og tjóns á húsnæði. Tryggingar dekka þó einungis hluta tjónsins auk þess sem margir voru alls ótryggðir, og því þykir ljóst að milljónirnar 30 eru aðeins brot af tjóninu sem hlaust af glæpum mannanna. Málið, og ákæran sem af því leiðir, er risavaxið að sögn Árna. Til marks um það er að tveir lögreglumenn hafa ekki gert annað frá áramótum en að rannsaka það. „Ég hef aldrei séð stærra mál af þessu tagi," segir hann. Fjórði maðurinn, Pólverji um þrítugt, er einnig í varðhaldi og verður senn ákærður fyrir að hafa keypt þorrann af öllu þýfinu úr innbrotum þremenninganna og selt áfram. Margeir Sveinsson hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafði yfirumsjón með rannsókninni á þætti hans og segir að maðurinn hafi að líkindum hagnast um nokkrar milljónir á milligöngunni. Ekkert fé hafi þó fundist. Margeir segir að ekki liggi fyrir hvort maðurinn hafi beinlínis gert þremenningana út af örkinni til innbrota. Lögregla hefur rætt við um þrjátíu manns sem keyptu af honum þýfi og segir Margeir að tíu til tólf þeirra megi eiga von á ákæru fyrir að hafa gert það vitandi að um þýfi væri að ræða. Lagt var hald á lítinn hluta þýfisins í fórum mannsins og viðskiptavina hans. Margeir segist merkja að nú sé ný innbrotaalda af sama toga tekin að rísa. „Nú er þetta byrjað aftur. Ekki í eins miklum mæli, en þetta byrjaði hægt þá og virðist gera það líka núna," segir hann. Lögregluyfirvöld telja mennina fjóra hluta af skipulögðu glæpagengi Pólverja og Litháa hérlendis, einu fjögurra gengja sem nú skipti með sér íslenskum undirheimum. - sh
Fréttir Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Sjá meira