Umfjöllun: Vörnin og markvarsla Pálmars lykill að öruggum FH-sigri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2010 21:09 FH-ingar fagna sigrinum í kvöld. Mynd/Daníel FH-ingar unnu öruggan átta marka sigur á Aftureldingu í Mosfellsbænum í kvöld, 27-19, í N1 deild karla í handbolta. FH-ingar rifu sig upp eftir vandræðalegt tap á heimavelli á móti Akureyri um helgina og hleyptu nýliðunum ekkert áleiðis með sterkri vörn. FH-ingar náðu mest sex marka forskoti í fyrri hálfleik, 10-4, og voru fjórum mörkum yfir í hálfeik, 11-7. Mosfellingar skoruðu aðeins 4 mörk fyrstu 27 mínútur og 40 sekúndur leiksins en FH-ingar voru líka mistækir og náðu ekki að stinga þá af. Það breyttist í seinni hálfleiknum. FH-ingar gerðu endanlega út um leikinn með því að skora fjögur mörk í röð um miðjan seinni hálfleikinn og náðu með því níu marka forustu, 21-12. Eftir það var aldrei spurning um hvernig leikurinn færi og FH-ingar fögnuðu góðum sigri. Bjarni Þórðarson skoraði 6 mörk fyrir Aftureldingu og Hafþór Einarsson varði 16 skot. Ólafur Guðmundsson skoraði 7 mörk fyrir FH og Ásbjörn Friðriksson var með 6 mörk. Besti maður vallarsins var þó Pálmar Pétursson sem varði 20 skot í makinu eða 53 prósent skota sem á hann komu. Afturelding skoraði úr fyrstu sókn sinni og komst í 1-0 en máttu síðan bíða í rúmar tíu mínútur eftir næsta marki. FH-ingar skoruðu 4 sinnum á meðan, komust í 4-1 og voru komnir með undirtökin í leikium. Gunnar Andrésson, þjálfari Aftureldingar tók leikhlé eftir 16 mínútur í stöðunni 3-5 fyrir FH en ekki tókst honum að koma lag á sóknarleikinn því liðið skoraði aðeins eitt mark næstu ellefu mínútnar og á meðan komst FH sex mörkum yfir, 10-4. Sóknarleikur Mosfellinga var bitlaus og vandræðalegur mestan hluta hálfleiksins og það var helst Haukur Sigurvinsson sem náði að sigrast á FH-vörninni og Pálmari Péturssyni í markinu. Haukur skoraði 4 af 7 mörkum liðsins í fyrri hálfleiknum en Pálmar varði 12 skot eða 63 prósent skota sem á hann komu. Gunnar virtist nýta sér betur leikhlé FH þremur fyrir hálfeik því í kjölfarið náði Afturelding aðeins að laga stöðuna í lok hálfleiksins. Afturelding vann síðustu 3 mínúturnar 3-1 og munurinn var því fjögur mörk í hálfleik eða 7-11 fyrir FH. Mosfellingar náðu ekki að fylgja þessum lokakafla eftir í seinni hálfleiknum því FH-ingar voru fljótlega komnir með sex marka forskot á nýjan leik og þá var eins og Aftureldingaliðið missti endanlega trúna. FH-liðið komst í 17-12 og skoraði síðan fjögur mörk í röð og var skyndilega komið með níu marka forskot, 21-12. Gunnar tók þá leikhlé og tókst að kveikja aðeins í sínum mönnum sem skoruðu þrjú næstu mörk en nær komust þeir ekki. FH-ingar gáfu aftur í og lönduðu öruggum sigri. Leikurinn leystist svolítið upp á lokamínútunum og Mosfellingar náðu aðeins að láta sóknarleikinn líta betur út með því að skora sex mörk á síðustu þrettán mínútunum. Pálmar Pétursson varði frábærlega í FH-markinu og öll vörnin var að spila vel. Baldvin Þorsteinsson fann sig ekki í sóknarleiknum en það mátti sjá greinilega áhrif hans í FH-vörnini þar sem hann truflaði mikið flæðið í sóknarleik Mosfellinga. Ólafur Guðmundsson byrjaði leikinn ekki sannfærandi en lék vel eftir að hann braut ísinn og skoraði sitt fyrsta mark eftir 18 mínútna leik. Annars var FH-sóknin oft í vandræðum með vörn Aftureldingar auk þess sem Hafþór Einarsson varði vel í markinu. Afturelding-FH 19-27 (7-11) Mörk Aftureldingar (Skot): Bjarni Aron Þórðarson 6 (16/1), Haukur Sigurvinsson 5/2 (7/2), Eyþór Vestmann 4 (9), Hrafn Ingvarsson 1 (2), Þorkell Guðbrandsson 1 (3), Ásgeir Jónsson 1 (3), Arnar Freyr Theódórsson 1 (4), Jón Andri Helgason (1), Þorlákur Sigurjónsson (1) Aron Gylfason (4).Varin skot: Hafþór Einarsson 16/1 (42/4, 38%), Smári Guðfinnsson 0 (1/1). Hraðaupphlaup: 2 (Hrafn, Bjarni) Fiskuð víti: 3 (Ásgeir, Hrafn, Bjarni) Brottvísanir: 8 mínúturMörk FH (Skot): Ólafur Andrés Guðmundsson 7 (13), Ásbjörn Friðriksson 6/4 (10/4), Atli Rúnar Steinþórsson 4 (6), Örn Ingi Bjarkason 3 (4), Hermann Ragnar Björnsson 2 (5), Logi Geirsson 1 (1), Ari Magnús Þorgeirsson 1 (2), Sigurgeir Árni Ægisson 1 (2), Benedikt Reynir Kristinsson 1 (3), Baldvin Þorsteinsson 1 (4), Halldór Guðjónsson 1 (3/1)Varin skot: Pálmar Pétursson 20 (38/1, 53%), Daníel Freyr Andrésson 0 (1/1). Hraðaupphlaup: 4 (Ólafur 2, Logi, Sigurgeir) Fiskuð víti: 5 (Ásbjörn, Örn Ingi, Halldór, Atli Rúnar, Benedikt). Brottvísanir: 6 mínútur Olís-deild karla Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Fleiri fréttir Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Sjá meira
FH-ingar unnu öruggan átta marka sigur á Aftureldingu í Mosfellsbænum í kvöld, 27-19, í N1 deild karla í handbolta. FH-ingar rifu sig upp eftir vandræðalegt tap á heimavelli á móti Akureyri um helgina og hleyptu nýliðunum ekkert áleiðis með sterkri vörn. FH-ingar náðu mest sex marka forskoti í fyrri hálfleik, 10-4, og voru fjórum mörkum yfir í hálfeik, 11-7. Mosfellingar skoruðu aðeins 4 mörk fyrstu 27 mínútur og 40 sekúndur leiksins en FH-ingar voru líka mistækir og náðu ekki að stinga þá af. Það breyttist í seinni hálfleiknum. FH-ingar gerðu endanlega út um leikinn með því að skora fjögur mörk í röð um miðjan seinni hálfleikinn og náðu með því níu marka forustu, 21-12. Eftir það var aldrei spurning um hvernig leikurinn færi og FH-ingar fögnuðu góðum sigri. Bjarni Þórðarson skoraði 6 mörk fyrir Aftureldingu og Hafþór Einarsson varði 16 skot. Ólafur Guðmundsson skoraði 7 mörk fyrir FH og Ásbjörn Friðriksson var með 6 mörk. Besti maður vallarsins var þó Pálmar Pétursson sem varði 20 skot í makinu eða 53 prósent skota sem á hann komu. Afturelding skoraði úr fyrstu sókn sinni og komst í 1-0 en máttu síðan bíða í rúmar tíu mínútur eftir næsta marki. FH-ingar skoruðu 4 sinnum á meðan, komust í 4-1 og voru komnir með undirtökin í leikium. Gunnar Andrésson, þjálfari Aftureldingar tók leikhlé eftir 16 mínútur í stöðunni 3-5 fyrir FH en ekki tókst honum að koma lag á sóknarleikinn því liðið skoraði aðeins eitt mark næstu ellefu mínútnar og á meðan komst FH sex mörkum yfir, 10-4. Sóknarleikur Mosfellinga var bitlaus og vandræðalegur mestan hluta hálfleiksins og það var helst Haukur Sigurvinsson sem náði að sigrast á FH-vörninni og Pálmari Péturssyni í markinu. Haukur skoraði 4 af 7 mörkum liðsins í fyrri hálfleiknum en Pálmar varði 12 skot eða 63 prósent skota sem á hann komu. Gunnar virtist nýta sér betur leikhlé FH þremur fyrir hálfeik því í kjölfarið náði Afturelding aðeins að laga stöðuna í lok hálfleiksins. Afturelding vann síðustu 3 mínúturnar 3-1 og munurinn var því fjögur mörk í hálfleik eða 7-11 fyrir FH. Mosfellingar náðu ekki að fylgja þessum lokakafla eftir í seinni hálfleiknum því FH-ingar voru fljótlega komnir með sex marka forskot á nýjan leik og þá var eins og Aftureldingaliðið missti endanlega trúna. FH-liðið komst í 17-12 og skoraði síðan fjögur mörk í röð og var skyndilega komið með níu marka forskot, 21-12. Gunnar tók þá leikhlé og tókst að kveikja aðeins í sínum mönnum sem skoruðu þrjú næstu mörk en nær komust þeir ekki. FH-ingar gáfu aftur í og lönduðu öruggum sigri. Leikurinn leystist svolítið upp á lokamínútunum og Mosfellingar náðu aðeins að láta sóknarleikinn líta betur út með því að skora sex mörk á síðustu þrettán mínútunum. Pálmar Pétursson varði frábærlega í FH-markinu og öll vörnin var að spila vel. Baldvin Þorsteinsson fann sig ekki í sóknarleiknum en það mátti sjá greinilega áhrif hans í FH-vörnini þar sem hann truflaði mikið flæðið í sóknarleik Mosfellinga. Ólafur Guðmundsson byrjaði leikinn ekki sannfærandi en lék vel eftir að hann braut ísinn og skoraði sitt fyrsta mark eftir 18 mínútna leik. Annars var FH-sóknin oft í vandræðum með vörn Aftureldingar auk þess sem Hafþór Einarsson varði vel í markinu. Afturelding-FH 19-27 (7-11) Mörk Aftureldingar (Skot): Bjarni Aron Þórðarson 6 (16/1), Haukur Sigurvinsson 5/2 (7/2), Eyþór Vestmann 4 (9), Hrafn Ingvarsson 1 (2), Þorkell Guðbrandsson 1 (3), Ásgeir Jónsson 1 (3), Arnar Freyr Theódórsson 1 (4), Jón Andri Helgason (1), Þorlákur Sigurjónsson (1) Aron Gylfason (4).Varin skot: Hafþór Einarsson 16/1 (42/4, 38%), Smári Guðfinnsson 0 (1/1). Hraðaupphlaup: 2 (Hrafn, Bjarni) Fiskuð víti: 3 (Ásgeir, Hrafn, Bjarni) Brottvísanir: 8 mínúturMörk FH (Skot): Ólafur Andrés Guðmundsson 7 (13), Ásbjörn Friðriksson 6/4 (10/4), Atli Rúnar Steinþórsson 4 (6), Örn Ingi Bjarkason 3 (4), Hermann Ragnar Björnsson 2 (5), Logi Geirsson 1 (1), Ari Magnús Þorgeirsson 1 (2), Sigurgeir Árni Ægisson 1 (2), Benedikt Reynir Kristinsson 1 (3), Baldvin Þorsteinsson 1 (4), Halldór Guðjónsson 1 (3/1)Varin skot: Pálmar Pétursson 20 (38/1, 53%), Daníel Freyr Andrésson 0 (1/1). Hraðaupphlaup: 4 (Ólafur 2, Logi, Sigurgeir) Fiskuð víti: 5 (Ásbjörn, Örn Ingi, Halldór, Atli Rúnar, Benedikt). Brottvísanir: 6 mínútur
Olís-deild karla Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Fleiri fréttir Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Sjá meira
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn