Fótbolti

Forseti ítalska knattspyrnusambandsins vill ekki missa Mourinho

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Giancarlo Abete, forseti ítalska knattspyrnusambandsins, er ekki eins óánægður með Jose Mourinho og margir landar hans. Abete vonast til þess að halda Mourinho sem lengst í ítölsku deildinni.

Mourinho hefur sakað menn um að leggja stein í götu hans og Inter í vetur. Þrátt fyrir það er Inter efst í deildinni og eina ítalska liðið sem er eftir í Meistaradeildinni.

„Mér þætti það afar leiðinlegt ef hann myndi yfirgefa ítalska boltann. Burtséð frá því hvernig maður hann er þá er hann frábær þjálfari," sagði Abete.

„Hann er mikill karakter. Einn af þeim sem sinnir fótboltanum af ástríðu. Ég vona að hann verði hér sem lengst."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×