Eigandi Red Bull á móti því að hagræða úrslitum í titilsókn 9. nóvember 2010 11:43 Mark Webber og Dietrick Mateschitz. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Dietrich Mateschitz, eigandi Red Bull fyrirtækisins sem á Red Bull Formúlu 1 liðið segist vera mótfallinn því að hafa áhrif á úrslitin í lokamótinu í Abu Dhabi, til að tryggja öðrum ökumanni liðsins meistaratitilinn. Hann segir frekar vilja að Þeir fái annað sætið, en að beita liðsskipunum til að landa meistaratitli ökumanna í lokamótinu næsta sunnudag í Abu Dhabi. Red Bull hefði getað beitt liðsskipunum um síðustu helgi með því að skipa Sebastian Vettel að hleypa Mark Webber framúr sér. Þá væri Webber aðeins einu stigi á eftir Fernando Alonso í stigamóti ökumanna, ekki 8 eins og nú er. Vettel vann mótið á sunnudaginn og er 16 stigum á eftir Alonso. Þeir eiga allir möguleika á titilinum ásamt Lewis Hamilton sem er 24 stigum á eftir Alonso. "Það kom aldrei til greina að við skiptum okkur af ökumönnum okkar. Það gagnrýndi allur heimurinn Ferrari fyrir það sem þeir gerðu í Hockenheim og við lítum út eins og kjánar fyrir að hafa ekki gert það sama",, sagði Mateshitz í frétt á autosport.com. Felipe Massa og Fernando Alonso hjá Ferrari skiptust á sætum í keppni í Þýskalandi í sumar, þannig að Alonso fengi fleiri stig í stigamótinu. Hann fékk sjö aukastig og er núna með 8 stiga forskot á Mark Webber fyrir lokamótið. Ferrari fékk peningasekt fyrir tiltækið hjá FIA, en hélt stigunum í keppni ökumanna og bílasmiða. "Við höfum aldrei hugleitt að þetta á meðan báðir ökumenn eiga möguleika á titlinum. Það er ekki víst að Alonso verði alltaf sá lánsami. Það verður ótrúlega spenna í Abu Dhabi. Við munum vita það á sunnudagskvöld hvort við náðum hinum helmingnum (Red Bull er þegar meistari bílsmiða) og hvort við náum árangri. Annað sætið gæti verið betra við vissar aðstæður en sigur með liðsskipunum." Mateschitz er ánægður með titil bílsmiða, þann fyrsta sem Red Bull fagnar. "Það var mikið í húfi. Maður veit aldrei hvað gerist eins og við lærðum nýlega. Þetta er dásamlegt tilfinning að hafa unnið titil bílasmiða. Við höfum unnið að þessu hörðum höndum í fimm ár og erum ánægðir með afraksturinn." "Við misstum af titilinum í fyrra, en höfum núna náð 50% af markmiðum okkar. Vonandi náum við hinum 50% á sunnudaginn", sagði Mateschitz. Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Dietrich Mateschitz, eigandi Red Bull fyrirtækisins sem á Red Bull Formúlu 1 liðið segist vera mótfallinn því að hafa áhrif á úrslitin í lokamótinu í Abu Dhabi, til að tryggja öðrum ökumanni liðsins meistaratitilinn. Hann segir frekar vilja að Þeir fái annað sætið, en að beita liðsskipunum til að landa meistaratitli ökumanna í lokamótinu næsta sunnudag í Abu Dhabi. Red Bull hefði getað beitt liðsskipunum um síðustu helgi með því að skipa Sebastian Vettel að hleypa Mark Webber framúr sér. Þá væri Webber aðeins einu stigi á eftir Fernando Alonso í stigamóti ökumanna, ekki 8 eins og nú er. Vettel vann mótið á sunnudaginn og er 16 stigum á eftir Alonso. Þeir eiga allir möguleika á titilinum ásamt Lewis Hamilton sem er 24 stigum á eftir Alonso. "Það kom aldrei til greina að við skiptum okkur af ökumönnum okkar. Það gagnrýndi allur heimurinn Ferrari fyrir það sem þeir gerðu í Hockenheim og við lítum út eins og kjánar fyrir að hafa ekki gert það sama",, sagði Mateshitz í frétt á autosport.com. Felipe Massa og Fernando Alonso hjá Ferrari skiptust á sætum í keppni í Þýskalandi í sumar, þannig að Alonso fengi fleiri stig í stigamótinu. Hann fékk sjö aukastig og er núna með 8 stiga forskot á Mark Webber fyrir lokamótið. Ferrari fékk peningasekt fyrir tiltækið hjá FIA, en hélt stigunum í keppni ökumanna og bílasmiða. "Við höfum aldrei hugleitt að þetta á meðan báðir ökumenn eiga möguleika á titlinum. Það er ekki víst að Alonso verði alltaf sá lánsami. Það verður ótrúlega spenna í Abu Dhabi. Við munum vita það á sunnudagskvöld hvort við náðum hinum helmingnum (Red Bull er þegar meistari bílsmiða) og hvort við náum árangri. Annað sætið gæti verið betra við vissar aðstæður en sigur með liðsskipunum." Mateschitz er ánægður með titil bílsmiða, þann fyrsta sem Red Bull fagnar. "Það var mikið í húfi. Maður veit aldrei hvað gerist eins og við lærðum nýlega. Þetta er dásamlegt tilfinning að hafa unnið titil bílasmiða. Við höfum unnið að þessu hörðum höndum í fimm ár og erum ánægðir með afraksturinn." "Við misstum af titilinum í fyrra, en höfum núna náð 50% af markmiðum okkar. Vonandi náum við hinum 50% á sunnudaginn", sagði Mateschitz.
Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira