Hinn skeleggi hornamaður, Guðjón Drengsson, skoraði tíu mörk fyrir Selfoss í úrslitaleik Ragnarsmótsins í handbolta í gær.
Liðið vann Hauka í úrslitaleik 32-30. Þetta er í fyrsta sinn sem liðið vinnur mótið sem haldið er á Selfossi.
Aðeins þrjár vikur eru þar til N1-deild karla í handbolta hefjist og er mótið liður í undirbúningi sex liða í því.
FH vann Val í leik um fimmta sætið og HK vann Fram í leiknum um þriðja sætið.
Verðlaun fyrir árangur á mótinu:
Markvörður mótsins: Birkir Fannar Bragason (Selfoss)
Varnamaður mótsins: Freyr Brynjarson (Haukum)
Sóknamaður mótsins: Bjarki Már Elísson (HK)
Markahæsti leikmaður: Bjarki Már Elísson með 26 mörk (HK)
Besti leikmaður mótsins: Ólafur Bjarki Ragnarsson (HK)

