Gunnar Rúnar er metinn ósakhæfur 20. nóvember 2010 06:30 Gunnar Rúnar Sigurþórsson var leiddur fyrir dómara í gær þar sem hann játaði að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana í ágúst. fréttablaðið/Vilhelm „Ég játa brotið," sagði Gunnar Rúnar Sigurþórsson, tuttugu og þriggja ára maður, í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Þar fór fram þingfesting á ákæru ríkissaksóknara, þar sem Gunnari Rúnari er gert að sök að hafa banað Hannesi Þór Helgasyni að morgni sunnudagsins 15. ágúst 2010. Niðurstaða geðrannsóknar sem Gunnar Rúnar hefur gengist undir er sú að hann sé ekki sakhæfur, að sögn Sigríðar Elsu Kjartansdóttur, saksóknara í málinu. Fjölmargir ættingjar og vinir voru mættir í dómsal þegar Gunnar Rúnar var leiddur þar inn eftir hádegið í gær. Ekki voru sæti fyrir alla í salnum, þannig að nokkrir urðu að standa meðan þinghald stóð yfir. Mörgum viðstaddra var greinilega mjög brugðið þegar saksóknari las ákæruna upp, en í henni er lýst þeim áverkum sem drógu Hannes til dauða. Þar segir að Gunnar Rúnar hafi banað Hannesi með því að stinga hann ítrekað með hnífi í brjóst, bak, háls, andlit, handleggi og hendur. „Gengu hnífstungur meðal annars í hjarta, lunga og nýra," segir í ákærunni. Þá er þess aðallega krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar en til vara að honum verði gert að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun. Aðstandendur Hannesar Þórs heitins Helgasonar voru mættir í dómsal í gær. Fram kom að tveir geðlæknar myndu leggja yfirmat á geðrannsókn sem Gunnar Rúnar hefði gengist undir. Samkvæmt henni er hann ekki talinn sakhæfur, eins og áður sagði, en dómari úrskurðar endanlega um sakhæfi hans. Verjandi Gunnars Rúnars, Guðrún Sesselja Arnardóttir, lagði fram kröfu um að þinghaldið yrði lokað til verndar sakborningi og fjölskyldu hans. Til vara að það yrði lokað þegar Gunnar Rúnar og geðlæknarnir gæfu skýrslu. Saksóknari tók ekki afstöðu til kröfunnar en vísaði ákvarðanatöku til Söndru Baldvinsdóttur héraðsdómara, sem tók sér umhugsunarfrest til 21. desember, þegar þinghaldi verður fram haldið. Í málinu gera foreldrar Hannesar Þórs kröfu um að Gunnar Rúnar greiði þeim miskabætur upp á samtals fimm milljónir króna, auk skaðabóta vegna útfararkostnaðar að upphæð tæpar 1,3 milljónir. Gunnar Rúnar viðurkenndi í gær bótarétt foreldranna en mótmælti upphæð kröfunnar. Þá krefst unnusta Hannesar þess að Gunnar Rúnar greiði sér 2,5 milljónir króna í miskabætur. Þeirri kröfu hafnaði hann. Gæsluvarðhald yfir honum var framlengt til 17. desember í gær. jss@frettabladid.is Dómsmál Hafnarfjörður Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Tengdar fréttir Kærasta Hannesar krefur Gunnar Rúnar um miskabætur Fyrrverandi kærasta Hannesar Þórs Hafsteinssonar, og vinkona Gunnars Rúnars Sigþórssonar, krefst þess að Gunnar Rúnar greiði henni 2,5 milljónir í miskabætur, auk vaxta. 19. nóvember 2010 14:13 Gunnar Rúnar ákærður fyrir manndráp: „Ég játa“ Gunnar Rúnar Sigurþórsson játaði í dómssal að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana. Gunnari Rúnari var birt ákæran fyrir stundi í Héraðsdómi Reykjanesi. Spurður um afstöðu hans til ákæruatriða sagði hann: „Ég játa.“ 19. nóvember 2010 13:52 Systir Hannesar: Gunnar vissi nákvæmlega hvað hann var að gera „Hann vissi nákvæmlega hvað hann var að gera og hann á að gjalda fyrir það," segir systir Hannesar Þórs Helgasonar um Gunnar Rúnar Sigurþórsson, sem í dag játaði fyrir dómara að hafa myrt Hannes á hrottafenginn hátt. Andrúmsloftið var vægast sagt rafmagnað við þingfestingu málsins í héraðsdómi. 19. nóvember 2010 18:58 Hafnaði bótakröfu konunnar sem hann elskaði Gunnar Rúnar Sigurþórsson hafnaði bótakröfu, sem unnusta Hannesar Þórs Helgasonar heitins lagði fram, en samþykkti athugasemdarlaust bótakröfur foreldra Hannesar. Kröfurnar voru jafn háar, eða tvær og hálf milljón króna hver. 19. nóvember 2010 14:38 Gunnar Rúnar fyrir rétt í dag Mál Gunnars Rúnars Sigurþórssonar, sem hefur játað að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana um miðjan ágúst, verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness í dag. 19. nóvember 2010 09:06 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
„Ég játa brotið," sagði Gunnar Rúnar Sigurþórsson, tuttugu og þriggja ára maður, í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Þar fór fram þingfesting á ákæru ríkissaksóknara, þar sem Gunnari Rúnari er gert að sök að hafa banað Hannesi Þór Helgasyni að morgni sunnudagsins 15. ágúst 2010. Niðurstaða geðrannsóknar sem Gunnar Rúnar hefur gengist undir er sú að hann sé ekki sakhæfur, að sögn Sigríðar Elsu Kjartansdóttur, saksóknara í málinu. Fjölmargir ættingjar og vinir voru mættir í dómsal þegar Gunnar Rúnar var leiddur þar inn eftir hádegið í gær. Ekki voru sæti fyrir alla í salnum, þannig að nokkrir urðu að standa meðan þinghald stóð yfir. Mörgum viðstaddra var greinilega mjög brugðið þegar saksóknari las ákæruna upp, en í henni er lýst þeim áverkum sem drógu Hannes til dauða. Þar segir að Gunnar Rúnar hafi banað Hannesi með því að stinga hann ítrekað með hnífi í brjóst, bak, háls, andlit, handleggi og hendur. „Gengu hnífstungur meðal annars í hjarta, lunga og nýra," segir í ákærunni. Þá er þess aðallega krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar en til vara að honum verði gert að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun. Aðstandendur Hannesar Þórs heitins Helgasonar voru mættir í dómsal í gær. Fram kom að tveir geðlæknar myndu leggja yfirmat á geðrannsókn sem Gunnar Rúnar hefði gengist undir. Samkvæmt henni er hann ekki talinn sakhæfur, eins og áður sagði, en dómari úrskurðar endanlega um sakhæfi hans. Verjandi Gunnars Rúnars, Guðrún Sesselja Arnardóttir, lagði fram kröfu um að þinghaldið yrði lokað til verndar sakborningi og fjölskyldu hans. Til vara að það yrði lokað þegar Gunnar Rúnar og geðlæknarnir gæfu skýrslu. Saksóknari tók ekki afstöðu til kröfunnar en vísaði ákvarðanatöku til Söndru Baldvinsdóttur héraðsdómara, sem tók sér umhugsunarfrest til 21. desember, þegar þinghaldi verður fram haldið. Í málinu gera foreldrar Hannesar Þórs kröfu um að Gunnar Rúnar greiði þeim miskabætur upp á samtals fimm milljónir króna, auk skaðabóta vegna útfararkostnaðar að upphæð tæpar 1,3 milljónir. Gunnar Rúnar viðurkenndi í gær bótarétt foreldranna en mótmælti upphæð kröfunnar. Þá krefst unnusta Hannesar þess að Gunnar Rúnar greiði sér 2,5 milljónir króna í miskabætur. Þeirri kröfu hafnaði hann. Gæsluvarðhald yfir honum var framlengt til 17. desember í gær. jss@frettabladid.is
Dómsmál Hafnarfjörður Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Tengdar fréttir Kærasta Hannesar krefur Gunnar Rúnar um miskabætur Fyrrverandi kærasta Hannesar Þórs Hafsteinssonar, og vinkona Gunnars Rúnars Sigþórssonar, krefst þess að Gunnar Rúnar greiði henni 2,5 milljónir í miskabætur, auk vaxta. 19. nóvember 2010 14:13 Gunnar Rúnar ákærður fyrir manndráp: „Ég játa“ Gunnar Rúnar Sigurþórsson játaði í dómssal að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana. Gunnari Rúnari var birt ákæran fyrir stundi í Héraðsdómi Reykjanesi. Spurður um afstöðu hans til ákæruatriða sagði hann: „Ég játa.“ 19. nóvember 2010 13:52 Systir Hannesar: Gunnar vissi nákvæmlega hvað hann var að gera „Hann vissi nákvæmlega hvað hann var að gera og hann á að gjalda fyrir það," segir systir Hannesar Þórs Helgasonar um Gunnar Rúnar Sigurþórsson, sem í dag játaði fyrir dómara að hafa myrt Hannes á hrottafenginn hátt. Andrúmsloftið var vægast sagt rafmagnað við þingfestingu málsins í héraðsdómi. 19. nóvember 2010 18:58 Hafnaði bótakröfu konunnar sem hann elskaði Gunnar Rúnar Sigurþórsson hafnaði bótakröfu, sem unnusta Hannesar Þórs Helgasonar heitins lagði fram, en samþykkti athugasemdarlaust bótakröfur foreldra Hannesar. Kröfurnar voru jafn háar, eða tvær og hálf milljón króna hver. 19. nóvember 2010 14:38 Gunnar Rúnar fyrir rétt í dag Mál Gunnars Rúnars Sigurþórssonar, sem hefur játað að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana um miðjan ágúst, verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness í dag. 19. nóvember 2010 09:06 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Kærasta Hannesar krefur Gunnar Rúnar um miskabætur Fyrrverandi kærasta Hannesar Þórs Hafsteinssonar, og vinkona Gunnars Rúnars Sigþórssonar, krefst þess að Gunnar Rúnar greiði henni 2,5 milljónir í miskabætur, auk vaxta. 19. nóvember 2010 14:13
Gunnar Rúnar ákærður fyrir manndráp: „Ég játa“ Gunnar Rúnar Sigurþórsson játaði í dómssal að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana. Gunnari Rúnari var birt ákæran fyrir stundi í Héraðsdómi Reykjanesi. Spurður um afstöðu hans til ákæruatriða sagði hann: „Ég játa.“ 19. nóvember 2010 13:52
Systir Hannesar: Gunnar vissi nákvæmlega hvað hann var að gera „Hann vissi nákvæmlega hvað hann var að gera og hann á að gjalda fyrir það," segir systir Hannesar Þórs Helgasonar um Gunnar Rúnar Sigurþórsson, sem í dag játaði fyrir dómara að hafa myrt Hannes á hrottafenginn hátt. Andrúmsloftið var vægast sagt rafmagnað við þingfestingu málsins í héraðsdómi. 19. nóvember 2010 18:58
Hafnaði bótakröfu konunnar sem hann elskaði Gunnar Rúnar Sigurþórsson hafnaði bótakröfu, sem unnusta Hannesar Þórs Helgasonar heitins lagði fram, en samþykkti athugasemdarlaust bótakröfur foreldra Hannesar. Kröfurnar voru jafn háar, eða tvær og hálf milljón króna hver. 19. nóvember 2010 14:38
Gunnar Rúnar fyrir rétt í dag Mál Gunnars Rúnars Sigurþórssonar, sem hefur játað að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana um miðjan ágúst, verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness í dag. 19. nóvember 2010 09:06