Gripin með 26 kíló af smygluðu glingri jss@frettabladid.is skrifar 3. júlí 2010 05:00 Vel hafði verið búið um glingrið, eins og myndin sýnir, áður en það var kirfilega falið í frambrettum bílsins. Fjórir Rúmenar, tveir karlar og tvær konur, voru látin greiða rúmlega 50 þúsund krónur í sekt eftir að þau höfðu verið gripin með um 26 kíló af smygluðum skartgripum í fyrradag. Tollgæslan á Seyðisfirði hafði afskipti af fjórmenningunum sem komu með Norrænu til landsins frá Danmörku. Góssið hafði verið vandlega falið í frambrettum tíu ára gamallar Benz-bifreiðar, að sögn Árna Elíssonar, yfirmanns tollgæslunnar á Seyðisfirði. Hann sagði að þar hefði einkum verið að finna hringa og hálsmen, sem virtust vera óekta glingur. Smyglvarningurinn var gerður upptækur. „Fólkið hefur líklega ætlað að koma þessu í verð hér,“ sagði Árni. „Þegar lyktir málsins urðu þessar hafði það hins vegar enga löngun til að dvelja hér lengur og keypti sér farmiða með Norrænu úr landi með það sama. Það verður þó að bíða hér í viku áður en það kemst burt með næstu ferð.“ Árni sagði að vissulega væri sektin sem fólkið hefði fengið ekki há. En höfuðrefsingin hefði í raun verið að missa vöruna. „Það er í raun og veru það sem kippir fótunum undan fólki,“ sagði hann.“ Svo endar þetta náttúrulega á uppboði og ríkið fær væntanlega einhverja peninga að auki þar. Síðast en ekki síst fer þetta ekki á almennan markað þar sem menn eru í lögmætum viðskiptum. Venjan hjá þessu fólki er að reyna að telja viðskiptavinum trú um að þetta séu verðmætir skartgripir og reyna að selja þá á sem hæstu verði.“ Innlent Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjá meira
Fjórir Rúmenar, tveir karlar og tvær konur, voru látin greiða rúmlega 50 þúsund krónur í sekt eftir að þau höfðu verið gripin með um 26 kíló af smygluðum skartgripum í fyrradag. Tollgæslan á Seyðisfirði hafði afskipti af fjórmenningunum sem komu með Norrænu til landsins frá Danmörku. Góssið hafði verið vandlega falið í frambrettum tíu ára gamallar Benz-bifreiðar, að sögn Árna Elíssonar, yfirmanns tollgæslunnar á Seyðisfirði. Hann sagði að þar hefði einkum verið að finna hringa og hálsmen, sem virtust vera óekta glingur. Smyglvarningurinn var gerður upptækur. „Fólkið hefur líklega ætlað að koma þessu í verð hér,“ sagði Árni. „Þegar lyktir málsins urðu þessar hafði það hins vegar enga löngun til að dvelja hér lengur og keypti sér farmiða með Norrænu úr landi með það sama. Það verður þó að bíða hér í viku áður en það kemst burt með næstu ferð.“ Árni sagði að vissulega væri sektin sem fólkið hefði fengið ekki há. En höfuðrefsingin hefði í raun verið að missa vöruna. „Það er í raun og veru það sem kippir fótunum undan fólki,“ sagði hann.“ Svo endar þetta náttúrulega á uppboði og ríkið fær væntanlega einhverja peninga að auki þar. Síðast en ekki síst fer þetta ekki á almennan markað þar sem menn eru í lögmætum viðskiptum. Venjan hjá þessu fólki er að reyna að telja viðskiptavinum trú um að þetta séu verðmætir skartgripir og reyna að selja þá á sem hæstu verði.“
Innlent Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjá meira