Færeyjar, Ísland og evran 16. september 2010 06:00 Það gildir um gjaldeyrismál líkt og um lífið sjálft, að yfirleitt eru fleiri en ein leið fær að settu marki. Stundum á vel við að halda úti eigin gjaldmiðli og leyfa gengi hans að fljóta. Stundum er betra að festa gengið við gjaldmiðla annarra þjóða. Og stundum á vel við að blýfesta gengið, þannig að helzt verði ekki aftur snúið, og er það jafnan gert með því að leggja þjóðmyntina til hliðar og taka upp annan gjaldmiðil.Kostir og gallar Það er engin tilviljun, að þjóðir heimsins hafa kosið að búa ýmist við fast eða fljótandi gengi og ýmist við eigin þjóðmynt eða sameiginlega mynt. Landslag gjaldeyrismálanna endurspeglar ólíkar aðstæður og ólíkt mat á kostum og göllum hvers fyrirkomulags á hverjum stað. Gengisflot getur komið sér vel, því að fljótandi gengi er sveigjanlegt. Það hneigist til að hækka, þegar vel gengur í efnahagslífinu, og lækka, þegar á móti blæs. Gengishækkun dregur úr uppsveiflu með því að örva innflutning á kostnað innlendrar framleiðslu og hamla útflutningi. Gengislækkun mildar niðursveiflu með því að hamla innflutningi og örva þannig framleiðslu innan lands og útflutning. Þessi regla er þó ekki einhlít, því að flotgengi sveiflast til meðal annars vegna spákaupmennsku. Höfuðkostur flotgengis er sveigjanleiki, höfuðgallinn er óstöðugleiki. Gengisfesta stuðlar jafnan að stöðugleika í efnahagslífinu og dregur úr óvissu og öldugangi. Festa getur komið sér vel, einkum ef verðbólga hefur náð að skjóta rótum í skjóli fljótandi gengis og valdið gengissigi. Fast gengi auðveldar verðsamanburð milli landa. Okrarar geta þá ekki skýlt sér bak við gengisbreytingar. En fast gengi er ósveigjanlegt. Þegar vel árar í efnahagslífinu, hækkar verðlag (verðbólga eykst), úr því að gengið er fast. Og þegar á móti blæs, skreppur atvinna saman (atvinnuleysi eykst), þar eð genginu er haldið föstu. Fast gengi gagnast ekki við að draga úr hagsveiflum. Höfuðkostur fastgengis er stöðugleiki, höfuðgallinn er ósveigjanleiki. Þjóðir, sem þurfa mest á sveigjanleika að halda, til dæmis af því að þær hafa setið fastar í hjólförum óhagkvæms búskaparlags, og setja gengissveiflurnar ekki fyrir sig, kjósa yfirleitt fljótandi gengi. Þjóðir, sem þurfa mest á stöðugleika að halda, til dæmis af því að þær eru brenndar af langvinnri verðbólgu, og setja ósveigjanleikann ekki fyrir sig, kjósa yfirleitt fast gengi. Íslendingar hafa gert hvort tveggja á víxl. Við hurfum frá föstu gengi á sínum tíma til að liðka fyrir frívæðingu efnahagslífsins auk þess sem verðbólga hafði grafið undan krónunni. Við festum gengið aftur til að hamla verðbólgu og settum gengið síðan enn á flot, þegar verðbólgan virtist hafa hjaðnað.Hvert stefna aðrar þjóðir?Greina má tvo meginstrauma í gjaldeyrismálum heimsins undangengin ár. Í þróunarlöndum hefur fljótandi myntum fjölgað um sinn, en í hátekjulöndum hefur fast gengi færzt í vöxt. Skýringarinnar á þessari þróun er ekki langt að leita. Þróunarlöndin reyna mörg að rífa sig upp úr hjólförum fyrri tíðar og sækjast því eftir sveigjanleika með fljótandi gengi. Hátekjulöndin hafa fyrir löngu komið skipulagi atvinnuvega sinna á réttan kjöl og sækjast því eftir stöðugleika með föstu gengi. Eigi að síður stefna mörg þróunarlönd að föstu gengi. Afríkusambandið stefnir að einni mynt um alla álfuna 2028, en ólíklegt virðist, að tímataflan standist. Viljann vantar þó ekki í orði, því að Afríkumenn skilja kosti evrunnar. Einstök svæði Afríku hafa sameiginlegar myntir á prjónunum sem millileik, og hið sama á við um Austurlönd nær. Asía og Suður-Ameríka eru enn að hugsa sig um. Gjaldmiðlum heimsins hefur fækkað undangengin ár, eftir því sem fleiri og fleiri þjóðir telja sig hafa sigrazt bæði á óhagkvæmni og verðbólgu og hafa því ákveðið að deila gjaldmiðlum sínum með öðrum.Danmörk og FæreyjarÍ þessu ljósi er skiljanlegt, að ýmsir hér heima hafi efasemdir um ágæti þess að taka upp evruna skömmu eftir inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Íslendingar eiga eftir að vinna fullnaðarsigur á landlægri óhagkvæmni og verðbólgu, rétt er það. Aðrir líta svo á, að greiðasta leiðin til að vinna bug á óhagkvæmninni og verðbólgunni sé einmitt að ganga í ESB með evrunni og öllu saman, svo að ljóst sé, að gamla agaleysið, gamla vitleysan verður að víkja. Gengi krónunnar hefur fallið um 99,95 prósent gagnvart dönsku krónunni frá 1938. Þetta segir allt, sem segja þarf um stjórn peningamála á Íslandi í sjötíu ár. Er ekki komið nóg? Danir hafa í reyndinni notað evruna frá upphafi, þar eð gengi dönsku krónunnar hefur verið haldið föstu við evru frá 1999, þegar evrunni var hleypt af stokkunum sem bókhaldseiningu. Færeyingar hafa einnig notað evruna frá upphafi, þar eð færeyska krónan er jafngild dönsku krónunni. Ekki kvarta Danir og Færeyingar undan evrunni, ekki heldur færeyskir útvegsmenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Skoðanir Þorvaldur Gylfason Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun
Það gildir um gjaldeyrismál líkt og um lífið sjálft, að yfirleitt eru fleiri en ein leið fær að settu marki. Stundum á vel við að halda úti eigin gjaldmiðli og leyfa gengi hans að fljóta. Stundum er betra að festa gengið við gjaldmiðla annarra þjóða. Og stundum á vel við að blýfesta gengið, þannig að helzt verði ekki aftur snúið, og er það jafnan gert með því að leggja þjóðmyntina til hliðar og taka upp annan gjaldmiðil.Kostir og gallar Það er engin tilviljun, að þjóðir heimsins hafa kosið að búa ýmist við fast eða fljótandi gengi og ýmist við eigin þjóðmynt eða sameiginlega mynt. Landslag gjaldeyrismálanna endurspeglar ólíkar aðstæður og ólíkt mat á kostum og göllum hvers fyrirkomulags á hverjum stað. Gengisflot getur komið sér vel, því að fljótandi gengi er sveigjanlegt. Það hneigist til að hækka, þegar vel gengur í efnahagslífinu, og lækka, þegar á móti blæs. Gengishækkun dregur úr uppsveiflu með því að örva innflutning á kostnað innlendrar framleiðslu og hamla útflutningi. Gengislækkun mildar niðursveiflu með því að hamla innflutningi og örva þannig framleiðslu innan lands og útflutning. Þessi regla er þó ekki einhlít, því að flotgengi sveiflast til meðal annars vegna spákaupmennsku. Höfuðkostur flotgengis er sveigjanleiki, höfuðgallinn er óstöðugleiki. Gengisfesta stuðlar jafnan að stöðugleika í efnahagslífinu og dregur úr óvissu og öldugangi. Festa getur komið sér vel, einkum ef verðbólga hefur náð að skjóta rótum í skjóli fljótandi gengis og valdið gengissigi. Fast gengi auðveldar verðsamanburð milli landa. Okrarar geta þá ekki skýlt sér bak við gengisbreytingar. En fast gengi er ósveigjanlegt. Þegar vel árar í efnahagslífinu, hækkar verðlag (verðbólga eykst), úr því að gengið er fast. Og þegar á móti blæs, skreppur atvinna saman (atvinnuleysi eykst), þar eð genginu er haldið föstu. Fast gengi gagnast ekki við að draga úr hagsveiflum. Höfuðkostur fastgengis er stöðugleiki, höfuðgallinn er ósveigjanleiki. Þjóðir, sem þurfa mest á sveigjanleika að halda, til dæmis af því að þær hafa setið fastar í hjólförum óhagkvæms búskaparlags, og setja gengissveiflurnar ekki fyrir sig, kjósa yfirleitt fljótandi gengi. Þjóðir, sem þurfa mest á stöðugleika að halda, til dæmis af því að þær eru brenndar af langvinnri verðbólgu, og setja ósveigjanleikann ekki fyrir sig, kjósa yfirleitt fast gengi. Íslendingar hafa gert hvort tveggja á víxl. Við hurfum frá föstu gengi á sínum tíma til að liðka fyrir frívæðingu efnahagslífsins auk þess sem verðbólga hafði grafið undan krónunni. Við festum gengið aftur til að hamla verðbólgu og settum gengið síðan enn á flot, þegar verðbólgan virtist hafa hjaðnað.Hvert stefna aðrar þjóðir?Greina má tvo meginstrauma í gjaldeyrismálum heimsins undangengin ár. Í þróunarlöndum hefur fljótandi myntum fjölgað um sinn, en í hátekjulöndum hefur fast gengi færzt í vöxt. Skýringarinnar á þessari þróun er ekki langt að leita. Þróunarlöndin reyna mörg að rífa sig upp úr hjólförum fyrri tíðar og sækjast því eftir sveigjanleika með fljótandi gengi. Hátekjulöndin hafa fyrir löngu komið skipulagi atvinnuvega sinna á réttan kjöl og sækjast því eftir stöðugleika með föstu gengi. Eigi að síður stefna mörg þróunarlönd að föstu gengi. Afríkusambandið stefnir að einni mynt um alla álfuna 2028, en ólíklegt virðist, að tímataflan standist. Viljann vantar þó ekki í orði, því að Afríkumenn skilja kosti evrunnar. Einstök svæði Afríku hafa sameiginlegar myntir á prjónunum sem millileik, og hið sama á við um Austurlönd nær. Asía og Suður-Ameríka eru enn að hugsa sig um. Gjaldmiðlum heimsins hefur fækkað undangengin ár, eftir því sem fleiri og fleiri þjóðir telja sig hafa sigrazt bæði á óhagkvæmni og verðbólgu og hafa því ákveðið að deila gjaldmiðlum sínum með öðrum.Danmörk og FæreyjarÍ þessu ljósi er skiljanlegt, að ýmsir hér heima hafi efasemdir um ágæti þess að taka upp evruna skömmu eftir inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Íslendingar eiga eftir að vinna fullnaðarsigur á landlægri óhagkvæmni og verðbólgu, rétt er það. Aðrir líta svo á, að greiðasta leiðin til að vinna bug á óhagkvæmninni og verðbólgunni sé einmitt að ganga í ESB með evrunni og öllu saman, svo að ljóst sé, að gamla agaleysið, gamla vitleysan verður að víkja. Gengi krónunnar hefur fallið um 99,95 prósent gagnvart dönsku krónunni frá 1938. Þetta segir allt, sem segja þarf um stjórn peningamála á Íslandi í sjötíu ár. Er ekki komið nóg? Danir hafa í reyndinni notað evruna frá upphafi, þar eð gengi dönsku krónunnar hefur verið haldið föstu við evru frá 1999, þegar evrunni var hleypt af stokkunum sem bókhaldseiningu. Færeyingar hafa einnig notað evruna frá upphafi, þar eð færeyska krónan er jafngild dönsku krónunni. Ekki kvarta Danir og Færeyingar undan evrunni, ekki heldur færeyskir útvegsmenn.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun