Alonso: Þolgæði lykill að meistaratitli 24. október 2010 18:20 Fernando Alonso fagnar í Suður Kóreu. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Fernando Alonso var kampakátur með sigurinn í Formúlu 1 mótinu í Suður Kóreu í dag, en hann náði forystu í stigakeppni ökumanna á meðan tveir af helstu keppinautum hans féllu úr leik. Þeir Mark Webber og Sebastian Vettel náðu ekki að komast í endamark. Vélin bilaði hjá Vettel og Webber ók útaf. En Alonso var ánægður á fréttamannafundi eftir keppnina. "Þetta var ein besta keppni ársins hjá okkur, fyrir liðið, báðir bílarnir á verðlaunapalli og frábært fyrir liðið", sagði Alonso. "Við vorum samkeppnisfærir alla helgina. Við vorum með öflugan bíl í tímatökum og vissum að keppnishraðinn var til staðar, en veðrið gat breytt gangi mála. Við vissum að þetta yrði erfitt í bleytunni. Málið að komast alla leið og ég held að þetta sé fyrsti sigur minn í rigningu, þannig að ég er enn ánægðari." Alonso er með 11 stiga forskot á Webber í stigamóti ökumanna eftir keppnina í dag og aðeins tvö mót eftir. "Ég tel að ekkert hafi breyst. Það getur allt gerst með þessari stigagjöf. Ef menn ná ekki stigum, þá tapar þú 25 stigum á helsta keppinautinn. Mark og Sebastian voru óheppnir núna, en allt getur gerst í næstu tveimur mótum. Það eru enn fjórir eða fimm ökumenn sem geta orðið meistarar. Það er lykill að meistaratitli að hafa þolgæði. Við höfum verið mjög einbeittir í síðustu sex eða sjö mótum, en við verðum að vera á verðlaunapalli í síðustu tveimur mótunum og berjast um sigur", sagði Alonso. Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Fernando Alonso var kampakátur með sigurinn í Formúlu 1 mótinu í Suður Kóreu í dag, en hann náði forystu í stigakeppni ökumanna á meðan tveir af helstu keppinautum hans féllu úr leik. Þeir Mark Webber og Sebastian Vettel náðu ekki að komast í endamark. Vélin bilaði hjá Vettel og Webber ók útaf. En Alonso var ánægður á fréttamannafundi eftir keppnina. "Þetta var ein besta keppni ársins hjá okkur, fyrir liðið, báðir bílarnir á verðlaunapalli og frábært fyrir liðið", sagði Alonso. "Við vorum samkeppnisfærir alla helgina. Við vorum með öflugan bíl í tímatökum og vissum að keppnishraðinn var til staðar, en veðrið gat breytt gangi mála. Við vissum að þetta yrði erfitt í bleytunni. Málið að komast alla leið og ég held að þetta sé fyrsti sigur minn í rigningu, þannig að ég er enn ánægðari." Alonso er með 11 stiga forskot á Webber í stigamóti ökumanna eftir keppnina í dag og aðeins tvö mót eftir. "Ég tel að ekkert hafi breyst. Það getur allt gerst með þessari stigagjöf. Ef menn ná ekki stigum, þá tapar þú 25 stigum á helsta keppinautinn. Mark og Sebastian voru óheppnir núna, en allt getur gerst í næstu tveimur mótum. Það eru enn fjórir eða fimm ökumenn sem geta orðið meistarar. Það er lykill að meistaratitli að hafa þolgæði. Við höfum verið mjög einbeittir í síðustu sex eða sjö mótum, en við verðum að vera á verðlaunapalli í síðustu tveimur mótunum og berjast um sigur", sagði Alonso.
Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira