Umfjöllun: Njarðvík marði Keflavík Rafnar Orri Gunnarsson skrifar 11. apríl 2010 21:06 Mynd/Vilhelm Njarðvíkingar svöruðu kallinu er þeir sigruðu Keflavík í undanúrslitum Iceland-Express deildar karla í kvöld. Leikurinn var mikil skemmtun og stemningin í Toyota-höllinni mögnuð. Njarðvíkingar leiddu nánast allan leikinn og lokatölur, 86-88. Staðan í einvíginu því 2-1 fyrir Keflavík. Það var strax ljóst á upphafs mínútum leiksins að það væri langt kvöld framundan fyrir Njarðvíkinga. Bæði lið börðust eins og ljón og stemningin í Sláturhúsinu stórkostleg. Keflvíkingar virtust einbeittir en gestirnir líka og allt stefndi í frábæran leik. Fyrsti leikhluti var hraður og baráttumikill en gestirnir leiddu leikinn 22-25 er honum lauk. Annar leikhluti var einnig fjörugur. Uruele Igbavboa var frábær í liði heimamanna og Keflvíkingar færðust ávallt nær og nær gestunum. Þeir náðu loks að komast yfir í leiknum þegar tvær minútur voru eftir af öðrum leikhluta. Það stóð ekki lengi. Njarðvíkingar voru í stuði og voru engan veginn tilbúnir að hleypa heimamönnum í bílstjórasætið. Þeir voru að spila flottan varnarleik og í sókninni voru þeir Nick Bradford og Magnús Þór Gunnarsson magnaðir, sem og sá stóri Egill Jónasson sem lét vita vel af sér. Ljónin úr Njarðvík leiddu í hálfleik, 46-49. Grimmdin var enn til staðar er liðin komu út úr búningsherbergjunum. Magnús Þór Gunnarsson gerði sér lítið fyrir og opnaði seinni hlutann með tveimur þriggja stiga körfum. Guðjóni Skúlasyni, þjálfara Keflavíkur, leist ekkert á blikuna og tók leikhlé eftir aðeins tvær og hálfa mínútu. Það breytti litlu og Njarðvíkingar héldu áfram að spila frábærlega. Þeir voru að hitta vel fyrir utan og vörnin svínvirkaði. Keflavíkur-liðið reyndi hvað það gat til að finna réttu leiðina en lítið gekk. Þeir skoruðu ekki stig fyrstu fimm mínúturnar. Ljóst var að stuðningsmönnum Njarðvíkur leiddust það alls ekki og létu heimamenn í stúkunni vita vel af því. Njarðvíkingar sigldu fram úr heimamönnum og staðan fyrir lokaleikhlutann, 58-75. Lokaleikhlutinn var mikil skemmtun. Heimamenn minnkuðu muninn og unnu sig aftur inn í leikinn. Munurinn fimm stig er mínúta var eftir. Njarðvíkingar fengu kjörið tækifæri til að klára leikinn en klúðruðu því á klaufalegan hátt. Keflavík átti boltann og 13 sekúndur eftir en náðu ekki að jafna því fór sem fór. Keflvíkingar ætluðu ekki leyfa Njarðvík að labba út úr Sláturhúsinu með sigur án þess að hafa virkilega mikið fyrir þvi. Þeir gerðu það svo sannarlega, spiluðu vel, kláruðu dæmið og sáu til þess að þeir eru ekki á leið í sumarfrí, allavega ekki í kvöld. Keflavík-Njarðvík 86-88 Keflavík: Gunnar Einarsson 21, Hörður Axel Vilhjálmsson 20/5 fráköst/5 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 11/6 fráköst, Draelon Burns 10/4 fráköst/5 stoðsendingar, Sverrir Þór Sverrisson 9/7 fráköst, Uruele Igbavboa 8/9 fráköst, Jón Nordal Hafsteinsson 7/4 fráköst. Njarðvík: Nick Bradford 20/5 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 20, Guðmundur Jónsson 17/8 fráköst, Páll Kristinsson 8, Friðrik E. Stefánsson 8/12 fráköst/7 stoðsendingar, Hjörtur Hrafn Einarsson 7, Jóhann Árni Ólafsson 4, Egill Jónasson 4/7 fráköst. Dominos-deild karla Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira
Njarðvíkingar svöruðu kallinu er þeir sigruðu Keflavík í undanúrslitum Iceland-Express deildar karla í kvöld. Leikurinn var mikil skemmtun og stemningin í Toyota-höllinni mögnuð. Njarðvíkingar leiddu nánast allan leikinn og lokatölur, 86-88. Staðan í einvíginu því 2-1 fyrir Keflavík. Það var strax ljóst á upphafs mínútum leiksins að það væri langt kvöld framundan fyrir Njarðvíkinga. Bæði lið börðust eins og ljón og stemningin í Sláturhúsinu stórkostleg. Keflvíkingar virtust einbeittir en gestirnir líka og allt stefndi í frábæran leik. Fyrsti leikhluti var hraður og baráttumikill en gestirnir leiddu leikinn 22-25 er honum lauk. Annar leikhluti var einnig fjörugur. Uruele Igbavboa var frábær í liði heimamanna og Keflvíkingar færðust ávallt nær og nær gestunum. Þeir náðu loks að komast yfir í leiknum þegar tvær minútur voru eftir af öðrum leikhluta. Það stóð ekki lengi. Njarðvíkingar voru í stuði og voru engan veginn tilbúnir að hleypa heimamönnum í bílstjórasætið. Þeir voru að spila flottan varnarleik og í sókninni voru þeir Nick Bradford og Magnús Þór Gunnarsson magnaðir, sem og sá stóri Egill Jónasson sem lét vita vel af sér. Ljónin úr Njarðvík leiddu í hálfleik, 46-49. Grimmdin var enn til staðar er liðin komu út úr búningsherbergjunum. Magnús Þór Gunnarsson gerði sér lítið fyrir og opnaði seinni hlutann með tveimur þriggja stiga körfum. Guðjóni Skúlasyni, þjálfara Keflavíkur, leist ekkert á blikuna og tók leikhlé eftir aðeins tvær og hálfa mínútu. Það breytti litlu og Njarðvíkingar héldu áfram að spila frábærlega. Þeir voru að hitta vel fyrir utan og vörnin svínvirkaði. Keflavíkur-liðið reyndi hvað það gat til að finna réttu leiðina en lítið gekk. Þeir skoruðu ekki stig fyrstu fimm mínúturnar. Ljóst var að stuðningsmönnum Njarðvíkur leiddust það alls ekki og létu heimamenn í stúkunni vita vel af því. Njarðvíkingar sigldu fram úr heimamönnum og staðan fyrir lokaleikhlutann, 58-75. Lokaleikhlutinn var mikil skemmtun. Heimamenn minnkuðu muninn og unnu sig aftur inn í leikinn. Munurinn fimm stig er mínúta var eftir. Njarðvíkingar fengu kjörið tækifæri til að klára leikinn en klúðruðu því á klaufalegan hátt. Keflavík átti boltann og 13 sekúndur eftir en náðu ekki að jafna því fór sem fór. Keflvíkingar ætluðu ekki leyfa Njarðvík að labba út úr Sláturhúsinu með sigur án þess að hafa virkilega mikið fyrir þvi. Þeir gerðu það svo sannarlega, spiluðu vel, kláruðu dæmið og sáu til þess að þeir eru ekki á leið í sumarfrí, allavega ekki í kvöld. Keflavík-Njarðvík 86-88 Keflavík: Gunnar Einarsson 21, Hörður Axel Vilhjálmsson 20/5 fráköst/5 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 11/6 fráköst, Draelon Burns 10/4 fráköst/5 stoðsendingar, Sverrir Þór Sverrisson 9/7 fráköst, Uruele Igbavboa 8/9 fráköst, Jón Nordal Hafsteinsson 7/4 fráköst. Njarðvík: Nick Bradford 20/5 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 20, Guðmundur Jónsson 17/8 fráköst, Páll Kristinsson 8, Friðrik E. Stefánsson 8/12 fráköst/7 stoðsendingar, Hjörtur Hrafn Einarsson 7, Jóhann Árni Ólafsson 4, Egill Jónasson 4/7 fráköst.
Dominos-deild karla Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira