Fótbolti

Silvestre til Werder Bremen

Elvar Geir Magnússon skrifar
Mikael Silvestre.
Mikael Silvestre.

Mikael Silvestre, fyrrum leikmaður Arsenal og Manchester United, hefur skrifað undir tveggja ára samning við þýska félagið Werder Bremen.

„Þetta er nýtt ævintýri fyrir mig," segir þessi 33 ára franski varnarmaður sem kemur á frjálsri sölu eftir að samningur hans við Arsenal rann út í sumar.

Silvestre á 40 landsleiki að baki en hann hóf feril sinn hjá Rennes í heimalandinu áður en hann hélt til Inter á Ítalíu og svo til Manchester United.

Hápunktur ferils hans var á Old Trafford þar sem hann var í níu ár, vann fjóra Englandsmeistaratitla, FA-bikarinn og Meistaradeild Evrópu.

„Ég stefni á að vera einn af lykilmönnum Werder Bremen og góð fyrirmynd fyrir yngri leikmenn," segir Silvestre sem heimsækir London að nýju innan skamms enda er Bremen með Tottenham í riðli í Meistaradeildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×