Eitruð tíska Bergþór Bjarnason skrifar 2. desember 2010 17:00 Úr háborg tískunnar. Bergþór Bjarnason. Fataframleiðsla er langt frá því að vera hættulaus starfsemi. Oft fer þessi vinna fram í löndum utan Evrópu eða Evrópusambandsins. Þar er vinnuafl ódýrara og hægt að fara í kringum reglur Evrópusambandsins í eiturefnanotkun og vinnuöryggi svo ekki sé minnst á umhverfisvernd. Fyrst má nefna gallabuxur, sem verða sífellt flóknari. Nú eiga þær að vera rifnar, steinþvegnar og líkt og notaðar þótt glænýjar séu. Oft er notast við sandblástur til að gera gallabuxurnar „gamlar" og við það fer smágerður sandurinn í lungu viðkomandi og safnast þar upp og veldur ýmsum sjúkdómum. Flest ódýrari fatamerki, svo sem C&A, H&M, Zara og mörg fleiri, framleiða stóran hluta fatnaðar síns í Asíulöndum og nærri ógerningur er að ætla sér að sniðganga vörur sem þaðan koma því þær eru um allt. Svo eru það ekki aðeins ódýrari keðjur sem framleiða í Asíu því mörg dýrari merki blanda asískum vörur saman við það sem framleitt er í löndum sem teljast til fínni framleiðslulanda eins og víða í Evrópu. Mikið af ódýru leðri er framleitt í Kína en þar sem eftirspurnin er svo mikil hefur Kína ekki undan og hefur Bangladess bæst í hóp framleiðenda.Rifnar gallabuxur.Nánast í hverjum skókassa sem kemur frá Asíu er lítill poki með líkt og hvítum kristöllum til að draga í sig raka og koma í veg fyrir að leðrið mygli en þessir kristallar eru stórhættulegir og innihalda efni (dimethylfumarate) sem er bannað í Evrópu og getur valdið alvarlegum útbrotum og bruna á húð. Stundum eru gámar með leðurvörum sem koma frá Asíu svo eitraðir að þá verður að opna og viðra en sökum fjárskorts hjá innflutningseftirliti enda þessar vörur í verslunum um alla álfu. Indland er land efnalitunar og í borg sem heitir Tirupur eru 10.000 litunarverksmiðjur. Litunin fer að mestu fram í stórum laugum þar sem berfættir starfsmenn vaða ofan í litarvatninu og sama á við þegar notaður er klór sem t.d. gerir bómullina hvíta. Vatnið flæðir svo út í jörð og vatn í nágrenninu með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Læknar í þessari borg segja að krabbamein hafi tvöfaldast á tíu árum og vilja tengja það efnalituninni en ekkert er að gert því þessi iðnaður skilar svo miklum hagnaði. Lífrænt ræktuð bómull þykir óskaplega fín á Vesturlöndum. En þegar hún hefur komist í snertingu við öll baneitruðu litarefnin og klórið í sömu verksmiðjum er lífræna bómullin uppfull af skaðlegum efnum og hefur tapað öllum sínum gæðum nema fram sé tekið að litarefnin séu algjörlega náttúruleg. bergb75@free.fr Bakþankar Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Fataframleiðsla er langt frá því að vera hættulaus starfsemi. Oft fer þessi vinna fram í löndum utan Evrópu eða Evrópusambandsins. Þar er vinnuafl ódýrara og hægt að fara í kringum reglur Evrópusambandsins í eiturefnanotkun og vinnuöryggi svo ekki sé minnst á umhverfisvernd. Fyrst má nefna gallabuxur, sem verða sífellt flóknari. Nú eiga þær að vera rifnar, steinþvegnar og líkt og notaðar þótt glænýjar séu. Oft er notast við sandblástur til að gera gallabuxurnar „gamlar" og við það fer smágerður sandurinn í lungu viðkomandi og safnast þar upp og veldur ýmsum sjúkdómum. Flest ódýrari fatamerki, svo sem C&A, H&M, Zara og mörg fleiri, framleiða stóran hluta fatnaðar síns í Asíulöndum og nærri ógerningur er að ætla sér að sniðganga vörur sem þaðan koma því þær eru um allt. Svo eru það ekki aðeins ódýrari keðjur sem framleiða í Asíu því mörg dýrari merki blanda asískum vörur saman við það sem framleitt er í löndum sem teljast til fínni framleiðslulanda eins og víða í Evrópu. Mikið af ódýru leðri er framleitt í Kína en þar sem eftirspurnin er svo mikil hefur Kína ekki undan og hefur Bangladess bæst í hóp framleiðenda.Rifnar gallabuxur.Nánast í hverjum skókassa sem kemur frá Asíu er lítill poki með líkt og hvítum kristöllum til að draga í sig raka og koma í veg fyrir að leðrið mygli en þessir kristallar eru stórhættulegir og innihalda efni (dimethylfumarate) sem er bannað í Evrópu og getur valdið alvarlegum útbrotum og bruna á húð. Stundum eru gámar með leðurvörum sem koma frá Asíu svo eitraðir að þá verður að opna og viðra en sökum fjárskorts hjá innflutningseftirliti enda þessar vörur í verslunum um alla álfu. Indland er land efnalitunar og í borg sem heitir Tirupur eru 10.000 litunarverksmiðjur. Litunin fer að mestu fram í stórum laugum þar sem berfættir starfsmenn vaða ofan í litarvatninu og sama á við þegar notaður er klór sem t.d. gerir bómullina hvíta. Vatnið flæðir svo út í jörð og vatn í nágrenninu með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Læknar í þessari borg segja að krabbamein hafi tvöfaldast á tíu árum og vilja tengja það efnalituninni en ekkert er að gert því þessi iðnaður skilar svo miklum hagnaði. Lífrænt ræktuð bómull þykir óskaplega fín á Vesturlöndum. En þegar hún hefur komist í snertingu við öll baneitruðu litarefnin og klórið í sömu verksmiðjum er lífræna bómullin uppfull af skaðlegum efnum og hefur tapað öllum sínum gæðum nema fram sé tekið að litarefnin séu algjörlega náttúruleg. bergb75@free.fr
Bakþankar Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira