Þingið svipti flesta brotaþola bótunum 7. október 2010 06:00 Lagabreyting frá síðasta ári gerir það að verkum að sárafá fórnarlömb afbrota fá nokkru sinni bætur sem þeim eru dæmdar fyrir tjónið. Breytingin á að spara ríkinu um 60 milljónir á ári. Fram til 1. júlí í fyrra ábyrgðist ríkissjóður greiðslu bóta til fórnarlamba afbrota ef bæturnar námu 100 þúsund krónum eða meira. Það var síðan ríkissjóðs að innheimta bæturnar af gerandanum. Þessu var hins vegar breytt í fyrrasumar með svokölluðum bandormi um ráðstafanir í ríkisfjármálum, á þann veg að lágmarksupphæðin var hækkuð í 400 þúsund krónur. Samkvæmt upplýsingum frá Helga I. Jónssyni, dómstóra Héraðsdóms Reykjavíkur, er ekki til tölfræði um skiptingu bótafjárhæða, en hins vegar liggi bróðurpartur bóta á þessu bili, frá 100 til 400 þúsund króna. Séu bæturnar lægri þarf þolandinn sjálfur að reyna að innheimta þær frá gerandanum. Lögmenn sem Fréttablaðið hefur rætt við segja að það sé hins vegar þrautin þyngri í flestum tilvikum og svari sjaldnast kostnaði við lögmanns- og innheimtuþjónustu. Fæstir fái því nokkuð greitt. Í greinargerð með bandorminum segir að breytingunni sé ætlað að lækka kostnað ríkissjóðs og taka tillit til verðlagsþróunar, enda hafði lágmarksupphæðin staðið í hundrað þúsund krónum í fjórtán ár. Breytingin geti sparað ríkissjóði um 60 milljónir á ári. Þá kemur fram að árið 2008 hafi um 200 fórnarlömb fengið dæmdar bætur umfram 100 þúsund krónur og því fengið greiðsluna úr ríkissjóði. Af þeim hafi 130 fengið bætur undir 400 þúsundum. Í dag fengju þeir einstaklingar ekkert úr ríkissjóði. Lítil umræða fór fram um málið á þingi. Birgir Ármannsson, Sjálfstæðisflokki, spurði um afleiðingar breytingarinnar og fékk svar frá Rögnu Árnadóttur dómsmálaráðherra, sem sagði meðal annars að það væri ekki sársaukalaust að leggja fram tillögu um að fækka greiðslunum en valið hefði staðið á milli þess að fella lögin hreinilega úr gildi eða hækka lágmarkið. stigur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Lagabreyting frá síðasta ári gerir það að verkum að sárafá fórnarlömb afbrota fá nokkru sinni bætur sem þeim eru dæmdar fyrir tjónið. Breytingin á að spara ríkinu um 60 milljónir á ári. Fram til 1. júlí í fyrra ábyrgðist ríkissjóður greiðslu bóta til fórnarlamba afbrota ef bæturnar námu 100 þúsund krónum eða meira. Það var síðan ríkissjóðs að innheimta bæturnar af gerandanum. Þessu var hins vegar breytt í fyrrasumar með svokölluðum bandormi um ráðstafanir í ríkisfjármálum, á þann veg að lágmarksupphæðin var hækkuð í 400 þúsund krónur. Samkvæmt upplýsingum frá Helga I. Jónssyni, dómstóra Héraðsdóms Reykjavíkur, er ekki til tölfræði um skiptingu bótafjárhæða, en hins vegar liggi bróðurpartur bóta á þessu bili, frá 100 til 400 þúsund króna. Séu bæturnar lægri þarf þolandinn sjálfur að reyna að innheimta þær frá gerandanum. Lögmenn sem Fréttablaðið hefur rætt við segja að það sé hins vegar þrautin þyngri í flestum tilvikum og svari sjaldnast kostnaði við lögmanns- og innheimtuþjónustu. Fæstir fái því nokkuð greitt. Í greinargerð með bandorminum segir að breytingunni sé ætlað að lækka kostnað ríkissjóðs og taka tillit til verðlagsþróunar, enda hafði lágmarksupphæðin staðið í hundrað þúsund krónum í fjórtán ár. Breytingin geti sparað ríkissjóði um 60 milljónir á ári. Þá kemur fram að árið 2008 hafi um 200 fórnarlömb fengið dæmdar bætur umfram 100 þúsund krónur og því fengið greiðsluna úr ríkissjóði. Af þeim hafi 130 fengið bætur undir 400 þúsundum. Í dag fengju þeir einstaklingar ekkert úr ríkissjóði. Lítil umræða fór fram um málið á þingi. Birgir Ármannsson, Sjálfstæðisflokki, spurði um afleiðingar breytingarinnar og fékk svar frá Rögnu Árnadóttur dómsmálaráðherra, sem sagði meðal annars að það væri ekki sársaukalaust að leggja fram tillögu um að fækka greiðslunum en valið hefði staðið á milli þess að fella lögin hreinilega úr gildi eða hækka lágmarkið. stigur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira