McLaren fagnaði góðum sigri í dag en ökuþórar liðsins, þeir Lewis Hamilton og Jenson Button, urðu í tveimur efstu sætunum í kanadíska kappakstrinum í dag.
Þetta er annað mótið í röð sem McLaren vinnur tvöfaldan sigur en Hamilton er nú efstur í stigakeppni ökuþóra með 109 stig. Button er í öðru sæti með 106 stig.
Þriðji í dag varð Spánverjinn Fernando Alonso á Ferrari en þeir Sebastian Vettel og Mark Webber á Red Bull komu næstir.
Webber er í þriðja sæti í stigakeppninni, sex stigum á eftir Hamilton.