Vettel: Titilbaráttunni ekki lokið 25. október 2010 14:15 Sebastian Vettel er hér með slökkvitæki eftir að vélin bilaði í bíla hans í Suður Kóreu í gær. Mynd: Getty Images Sebastian Vettel hjá Red Bull er ekkert búinn að gefa titilvonir sínar upp á bátinn þó hann hafi misst af mögulegum sigri vegna vélarbilunnar í gær. Hann var í forystu í mótinu í Suður Kóreu þegar vélin gaf sig í 45 hring af 55. Fernando Alonso á Ferrari vann mótið og náði forystu í stigamótinu, en fimm ökumenn geta enn orðið heimsmeistararar, þegar tveimur mótum er ólokið. Mótið í Suður Kóreu tafðist verulega vegna rigningar og þurfti auk þess að endurræsa nokkrum sinnum vegna óhappa. En hvernig leið Vettel þegar vélin sprakk. Hann ræddi málið á f1.com. "Í fyrstu vonaði ég að vandamálið hyrfi bara. En hugur minn sagði mér líka að þegar fjórir cylindrar gefast upp að þá er stutt í hvítan reyk og þá er ekkert hægt að gera. Það var ekki auðvelt að vera í foyrstu við þessar aðstæður. Maður hefur engan fyrir framan sig til að taka mið af í bleytunni. En svona er lífið", sagði Vettel. Vettel vildi ekki meina að þetta væri hans erfiðasta stund í kappakstri. Þó dýrmæt stig hefðu farið forgörðum, mitt í baráttunni um meistaratitilinn. "Það er enn möguleiki á titlinum. Vissulega hefði verið auðveldara að vinna....", sagði Vettel. Vettel er 25 stigum á eftir Alonso, sem er með 231 stig í keppni ökumanna. Mark Webber er með 220, Lewis Hamilton 210, Sebastian Vettel 206 og Jenson Button 189. Hvernig metur Vettel stöðuna? "Stundum þarf maður að vera heppinn og Fernando var mjög heppinn. Gæfa okkar hefur verið upp og niður of oft og við getum ekki breytt því. Við tökum því sem að höndum ber. Það þýðir ekki að vera vonsvikinn. Við höfðum skilað okkar og ég hefði ekki getað gert betur." Vettel telur ekki þörf á að breyta um keppnisaðferð í ljósi stöðunnar í stigamótinu fyrir næstu mót. Hann kveðst viss um að ef hann hefði lokið keppni hefði hann nælt í 25 stig. "Keppninni um titilinn er ekki lokið. Við skulum bíða og sjá hvað gerist þegar köflótta flaggið fellur birtist í Abu Dhabi", sagði Vettel. Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Sebastian Vettel hjá Red Bull er ekkert búinn að gefa titilvonir sínar upp á bátinn þó hann hafi misst af mögulegum sigri vegna vélarbilunnar í gær. Hann var í forystu í mótinu í Suður Kóreu þegar vélin gaf sig í 45 hring af 55. Fernando Alonso á Ferrari vann mótið og náði forystu í stigamótinu, en fimm ökumenn geta enn orðið heimsmeistararar, þegar tveimur mótum er ólokið. Mótið í Suður Kóreu tafðist verulega vegna rigningar og þurfti auk þess að endurræsa nokkrum sinnum vegna óhappa. En hvernig leið Vettel þegar vélin sprakk. Hann ræddi málið á f1.com. "Í fyrstu vonaði ég að vandamálið hyrfi bara. En hugur minn sagði mér líka að þegar fjórir cylindrar gefast upp að þá er stutt í hvítan reyk og þá er ekkert hægt að gera. Það var ekki auðvelt að vera í foyrstu við þessar aðstæður. Maður hefur engan fyrir framan sig til að taka mið af í bleytunni. En svona er lífið", sagði Vettel. Vettel vildi ekki meina að þetta væri hans erfiðasta stund í kappakstri. Þó dýrmæt stig hefðu farið forgörðum, mitt í baráttunni um meistaratitilinn. "Það er enn möguleiki á titlinum. Vissulega hefði verið auðveldara að vinna....", sagði Vettel. Vettel er 25 stigum á eftir Alonso, sem er með 231 stig í keppni ökumanna. Mark Webber er með 220, Lewis Hamilton 210, Sebastian Vettel 206 og Jenson Button 189. Hvernig metur Vettel stöðuna? "Stundum þarf maður að vera heppinn og Fernando var mjög heppinn. Gæfa okkar hefur verið upp og niður of oft og við getum ekki breytt því. Við tökum því sem að höndum ber. Það þýðir ekki að vera vonsvikinn. Við höfðum skilað okkar og ég hefði ekki getað gert betur." Vettel telur ekki þörf á að breyta um keppnisaðferð í ljósi stöðunnar í stigamótinu fyrir næstu mót. Hann kveðst viss um að ef hann hefði lokið keppni hefði hann nælt í 25 stig. "Keppninni um titilinn er ekki lokið. Við skulum bíða og sjá hvað gerist þegar köflótta flaggið fellur birtist í Abu Dhabi", sagði Vettel.
Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira