Button vill verja meistaratitilinn 31. mars 2010 11:05 Jenson Button er í þriðja sæti í stigakeppninni eftir sigur í Ástralíu. Mynd: Getty Images Jenson Button er sérlega ánægður að hafa landað sigri í öðru móti sínu með McLaren, þar sem hann telur að önnur lið séu í raun með fljótari bíla en hans lið. Button varð meistari í fyrra með Brawn, sem nú heitir Mercedes. Á þeim bæ aka núna Michael Schumacher og Nico Rosberg, en Button ekur með Lewis Hamilton. Hann er í þriðja sæti í stigakeppni ökumanna með 31 stig, Felipe Massa er með 33 og Fernando Alonso 37 en þeir aka báðir Ferrari. „Aðeins 30% af þeim sem hafa orðið meistarar verja titilinn og það er aldrei auðvelt. Sérstaklega ekki gegn úrvali ökumanna sem nú eru að keppa. Við vildum allir vinna fyrsta mótið, því það hefur oft hent að sá sem vinnur fyrsta mótið verður meistari", sagði Button í spjalli á vefsvæði Autosport, en Fernando Alonso vann fyrsta mótið með Ferrrari. „Við erum ekki með mesta hraðann, ef við getum náð úrslitum eins og í Ástralíu, þá er það stórkostlegt. Það væri afrek að vinna annan titil í röð með nýju liði, en slíkt er ekki hægt að bóka strax. Næsta mót verður ekki auðvelt, það er mikið eftir, en vonandi hefur þessi sigur elft okkur sem lið." „Við erum ekki með fljótasta bílinn, en náðum í stigin. Vettel er með fljótasta bílinn, en gat ekki nýtt sér það. Vonandi verðum við brátt jafnfljótir eða fljótari. Við bætum bílinn fyrir næsta mót og hægt er að taka framúr á þeirri braut. Þegar bíll Vettls verður áreiðanlegur, þá verða hann erfiður viðureignar", sagði Button, en Vettel náði forystu í tveimur fyrstu mótunum, en bíll hans bilaði í báðum mótum sem kostaði hann sigra. Button keppir næst í Malasíu um páskahelgina á Sepang brautinni. Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Jenson Button er sérlega ánægður að hafa landað sigri í öðru móti sínu með McLaren, þar sem hann telur að önnur lið séu í raun með fljótari bíla en hans lið. Button varð meistari í fyrra með Brawn, sem nú heitir Mercedes. Á þeim bæ aka núna Michael Schumacher og Nico Rosberg, en Button ekur með Lewis Hamilton. Hann er í þriðja sæti í stigakeppni ökumanna með 31 stig, Felipe Massa er með 33 og Fernando Alonso 37 en þeir aka báðir Ferrari. „Aðeins 30% af þeim sem hafa orðið meistarar verja titilinn og það er aldrei auðvelt. Sérstaklega ekki gegn úrvali ökumanna sem nú eru að keppa. Við vildum allir vinna fyrsta mótið, því það hefur oft hent að sá sem vinnur fyrsta mótið verður meistari", sagði Button í spjalli á vefsvæði Autosport, en Fernando Alonso vann fyrsta mótið með Ferrrari. „Við erum ekki með mesta hraðann, ef við getum náð úrslitum eins og í Ástralíu, þá er það stórkostlegt. Það væri afrek að vinna annan titil í röð með nýju liði, en slíkt er ekki hægt að bóka strax. Næsta mót verður ekki auðvelt, það er mikið eftir, en vonandi hefur þessi sigur elft okkur sem lið." „Við erum ekki með fljótasta bílinn, en náðum í stigin. Vettel er með fljótasta bílinn, en gat ekki nýtt sér það. Vonandi verðum við brátt jafnfljótir eða fljótari. Við bætum bílinn fyrir næsta mót og hægt er að taka framúr á þeirri braut. Þegar bíll Vettls verður áreiðanlegur, þá verða hann erfiður viðureignar", sagði Button, en Vettel náði forystu í tveimur fyrstu mótunum, en bíll hans bilaði í báðum mótum sem kostaði hann sigra. Button keppir næst í Malasíu um páskahelgina á Sepang brautinni.
Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira