Fótbolti

Figo: Lífið heldur áfram sama hvað Mourinho gerir

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Luis Figo.
Luis Figo.
Inter er nú að undirbúa sig fyrir stórleik kvöldsins en liðið mætir FC Bayern í úrslitaleik Meistaradeildar evrópu sem fram fer á heimavelli Real Madrid í Madrídarborg. Mikið hefur verið rætt um framtíð Jose Mourinho, þjálfara Inter, en margir telja að leikur liðsins í kvöld verði kveðjuleikur Portúgalans og að hann taki við stjóra taumunum hjá Real Madrid. Luis Figo, fyrrum leikmaður Inter og Real Madrid er sagður líklegur til að fylgja þjálfaranum Jose Mourinho til Spánar fari svo að hann taki við stjórastöðunni hjá Real Madrid. Figo starfar nú sem stjórnarmaður hjá Inter. „Það er alltaf erfitt að fylla skarð sem góður þjálfari skilur eftir sig," sagði Figo í viðtali við La Repubblica. „En það er bara alltaf þannig að lífið verður að halda áfram. Við erum góð heild núna og versta sem gæti gerst er að eyðileggja það sem við höfum." Inter-liðið getur í kvöld tryggt sér þrennuna sigri þeir FC Bayern en Mourinho og félagar eru þegar búnir að landa ítalska bikarnum og deildarmeistaratitlinum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×