Völd án aðhalds Ólafur Stephensen skrifar 16. júlí 2010 06:30 Samanburður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á skattbyrði á Íslandi og í öðrum aðildarríkjum OECD, sem fram kemur í margumræddri skýrslu sjóðsins um íslenzka skattkerfið, er allrar athygli verður. Sérfræðingar AGS telja fráleitt annað en að taka hinar lögbundnu skyldugreiðslur í lífeyrissjóði með í reikninginn þegar skattbyrðin er reiknuð. Forsendan fyrir því er að hér á landi sjá lífeyrissjóðir vinnumarkaðarins um stóran hluta af því tryggingakerfi, sem ríkissjóður rekur í mörgum öðrum löndum. Þess vegna vill AGS annaðhvort taka skyldugreiðslurnar hér með í reikninginn þegar skattbyrðin er borin saman, eða þá að draga tryggingaframlög í öðrum ríkjum frá. Sama er hvor aðferðin er notuð; Ísland er eitt af þeim aðildarríkjum OECD þar sem skattbyrðin er hæst. Í norrænum samanburði er Ísland sömuleiðis nálægt efri mörkunum, aðeins í Danmörku leggja menn meira af mörkum í sameiginlega sjóði. Með öðrum orðum erum við nú þegar búin að taka á okkur norræna skattbyrði, hvað sem líður fullyrðingum „norrænu velferðarstjórnarinnar" um annað. Það má gjarnan hafa í huga þegar rætt er um nauðsyn skattahækkana til að loka gatinu í ríkisfjármálunum. Framsetning AGS leiðir jafnframt hugann að öðru. Lífeyrissjóðirnir eru mikilvægur hluti af velferðarkerfinu. Þessi hluti velferðarkerfisins er rekinn af aðilum vinnumarkaðarins í stað þess að vera rekinn af ríkinu, eins og í mörgum öðrum löndum. Íslenzka lífeyriskerfið er að mörgu leyti einstakt og vegna þess að það byggist á sjóðssöfnun en ekki svokölluðu gegnumstreymi eins og lífeyriskerfi margra annarra ríkja eru Íslendingar betur settir í lífeyrismálum en margur og betur í stakk búnir að mæta t.d. öldrun þjóðarinnar. Hins vegar skortir þennan mikilvæga hluta velferðarkerfisins það lýðræðislega aðhald, sem hinn opinberi hluti hefur. Telji kjósendur að stjórnmálamenn fari ekki nógu vel með það fé, sem fólk greiðir í skatta til ríkisins, geta þeir losað sig við þá og hafa til þess tækifæri á fjögurra ára fresti. Lýðræðið á vettvangi lífeyrissjóðanna er hins vegar afar takmarkað. Fulltrúar atvinnurekenda og verkalýðsforystu skipta þar völdum á milli sín, án raunverulegrar aðkomu hins almenna sjóðfélaga. Andstæðingar lýðræðis í lífeyrissjóðum geta bent á að væru stjórnirnar lýðræðislega kosnar, myndi það ýta undir skammtímahugsunarhátt á borð við þann sem við sjáum oft hjá stjórnmálamönnum; eyða peningum strax og horfast í augu við afleiðingarnar seinna. Á móti kemur að almenningur er býsna vel meðvitaður um mikilvægi þess að langtímasjónarmið séu í heiðri höfð við stjórn lífeyrissjóðanna og stöðug ávöxtun til lengri tíma sett í fyrsta sæti. Lýðræðislegt aðhald með lífeyrissjóðum gæti líka stuðlað að því að þeir myndu í auknum mæli skipta sér af á aðalfundum fyrirtækja, sem þeir eiga í. Erlendis fara lífeyrissjóðir iðulega fyrir þeim hluthöfum, sem setja út á ofurlaun stjórnenda og óhóflega áhættu. Engu slíku var fyrir að fara á Íslandi fyrir hrun, enda litu margir stjórnendur lífeyrissjóðanna fremur á stóla sína sem valdauppsprettu en umboð frá sjóðfélögum til að gæta hagsmuna þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Samanburður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á skattbyrði á Íslandi og í öðrum aðildarríkjum OECD, sem fram kemur í margumræddri skýrslu sjóðsins um íslenzka skattkerfið, er allrar athygli verður. Sérfræðingar AGS telja fráleitt annað en að taka hinar lögbundnu skyldugreiðslur í lífeyrissjóði með í reikninginn þegar skattbyrðin er reiknuð. Forsendan fyrir því er að hér á landi sjá lífeyrissjóðir vinnumarkaðarins um stóran hluta af því tryggingakerfi, sem ríkissjóður rekur í mörgum öðrum löndum. Þess vegna vill AGS annaðhvort taka skyldugreiðslurnar hér með í reikninginn þegar skattbyrðin er borin saman, eða þá að draga tryggingaframlög í öðrum ríkjum frá. Sama er hvor aðferðin er notuð; Ísland er eitt af þeim aðildarríkjum OECD þar sem skattbyrðin er hæst. Í norrænum samanburði er Ísland sömuleiðis nálægt efri mörkunum, aðeins í Danmörku leggja menn meira af mörkum í sameiginlega sjóði. Með öðrum orðum erum við nú þegar búin að taka á okkur norræna skattbyrði, hvað sem líður fullyrðingum „norrænu velferðarstjórnarinnar" um annað. Það má gjarnan hafa í huga þegar rætt er um nauðsyn skattahækkana til að loka gatinu í ríkisfjármálunum. Framsetning AGS leiðir jafnframt hugann að öðru. Lífeyrissjóðirnir eru mikilvægur hluti af velferðarkerfinu. Þessi hluti velferðarkerfisins er rekinn af aðilum vinnumarkaðarins í stað þess að vera rekinn af ríkinu, eins og í mörgum öðrum löndum. Íslenzka lífeyriskerfið er að mörgu leyti einstakt og vegna þess að það byggist á sjóðssöfnun en ekki svokölluðu gegnumstreymi eins og lífeyriskerfi margra annarra ríkja eru Íslendingar betur settir í lífeyrismálum en margur og betur í stakk búnir að mæta t.d. öldrun þjóðarinnar. Hins vegar skortir þennan mikilvæga hluta velferðarkerfisins það lýðræðislega aðhald, sem hinn opinberi hluti hefur. Telji kjósendur að stjórnmálamenn fari ekki nógu vel með það fé, sem fólk greiðir í skatta til ríkisins, geta þeir losað sig við þá og hafa til þess tækifæri á fjögurra ára fresti. Lýðræðið á vettvangi lífeyrissjóðanna er hins vegar afar takmarkað. Fulltrúar atvinnurekenda og verkalýðsforystu skipta þar völdum á milli sín, án raunverulegrar aðkomu hins almenna sjóðfélaga. Andstæðingar lýðræðis í lífeyrissjóðum geta bent á að væru stjórnirnar lýðræðislega kosnar, myndi það ýta undir skammtímahugsunarhátt á borð við þann sem við sjáum oft hjá stjórnmálamönnum; eyða peningum strax og horfast í augu við afleiðingarnar seinna. Á móti kemur að almenningur er býsna vel meðvitaður um mikilvægi þess að langtímasjónarmið séu í heiðri höfð við stjórn lífeyrissjóðanna og stöðug ávöxtun til lengri tíma sett í fyrsta sæti. Lýðræðislegt aðhald með lífeyrissjóðum gæti líka stuðlað að því að þeir myndu í auknum mæli skipta sér af á aðalfundum fyrirtækja, sem þeir eiga í. Erlendis fara lífeyrissjóðir iðulega fyrir þeim hluthöfum, sem setja út á ofurlaun stjórnenda og óhóflega áhættu. Engu slíku var fyrir að fara á Íslandi fyrir hrun, enda litu margir stjórnendur lífeyrissjóðanna fremur á stóla sína sem valdauppsprettu en umboð frá sjóðfélögum til að gæta hagsmuna þeirra.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun