Alonso varfærinn þrátt fyrir besta tíma 25. júní 2010 18:55 Fernando Alonso er á heimavelli á Valencia brautinni á Spáni. Mynd: Getty Images Heimamaðurinn Fernando Alonso var glaður með besta tíma dagsins á æfingum keppnisliða á Valence á Spáni í dag. Ferrari mætti með nýtt útblásturskerfi sem blæs heitu lofti yfir loftdreifinn aftan á bílnum og eykur þar með niðurtog. Búnaðurinn virtist virka vel. "Það er erfitt að vita hvort bíllinn er betri en í Kanada og við verðum að sjá á laugardag hvort við erum samkeppnishæfir eður ei. Stundum höfum við verið fljótir á föstudögum. Við vorum fljótastir i fyrra á fyrstu æfingu og svo í áttunda sæti á ráslínu. Sjáum hvað gerist á morgun", sagði Alonso. Greinilega með vaðið fyrir neðan sig fyrir framan landa sína og fréttamenn í dag, en spjall við hann birtist á autosport.com. "Bíllinn var góður í dag, en hann var það líka í Kanada. Það er erfitt að meta smáatriðin í bílnum á ólíkum brautum. Ég tel að það sé möguleik á góðum árangri í tímatökum. Það verður ekkert auðvelt, Red Bull og McLaren eru sterk lið. Það eru allir með nýja hluti og spurning hver stendur sig best", sagði Alonso. Sýnt er frá æfingum keppnisliða á Stöð 2 Sport í kvöld kl. 19:30. Þriðja æfing er sýnd beint kl. 08.55 a laugardag og tímatakan í opinni dagskrá kl. 11.45. Kappaksturinn er á sunnudag kl. 11.3o í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Heimamaðurinn Fernando Alonso var glaður með besta tíma dagsins á æfingum keppnisliða á Valence á Spáni í dag. Ferrari mætti með nýtt útblásturskerfi sem blæs heitu lofti yfir loftdreifinn aftan á bílnum og eykur þar með niðurtog. Búnaðurinn virtist virka vel. "Það er erfitt að vita hvort bíllinn er betri en í Kanada og við verðum að sjá á laugardag hvort við erum samkeppnishæfir eður ei. Stundum höfum við verið fljótir á föstudögum. Við vorum fljótastir i fyrra á fyrstu æfingu og svo í áttunda sæti á ráslínu. Sjáum hvað gerist á morgun", sagði Alonso. Greinilega með vaðið fyrir neðan sig fyrir framan landa sína og fréttamenn í dag, en spjall við hann birtist á autosport.com. "Bíllinn var góður í dag, en hann var það líka í Kanada. Það er erfitt að meta smáatriðin í bílnum á ólíkum brautum. Ég tel að það sé möguleik á góðum árangri í tímatökum. Það verður ekkert auðvelt, Red Bull og McLaren eru sterk lið. Það eru allir með nýja hluti og spurning hver stendur sig best", sagði Alonso. Sýnt er frá æfingum keppnisliða á Stöð 2 Sport í kvöld kl. 19:30. Þriðja æfing er sýnd beint kl. 08.55 a laugardag og tímatakan í opinni dagskrá kl. 11.45. Kappaksturinn er á sunnudag kl. 11.3o í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport.
Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira