Vettel fremstur á ráslínu 13. mars 2010 12:41 Fremstu menn á ráslínu. Massa, Vettel og Alonso. mynd: Getty Images Þjóðverjinn Sebastian Vettel ræsir fremstur af stað í fyrsta Formúlu 1 mót árins á Red Bull. Hann náði besta tíma í tímatökum í Barein í dag og varð á undan Felipe Massa og Fernando Alonso á Ferrari. Lewis Hamilton á McLaren varð fjórði á undan Nico Rosberg á Mercedes, en Mark Webber fylgid í kjölfarið. Michael Schumacher á Mercedes náði sjöunda besta tíma, einu sæti á eftir Jenson Button, meistara síðasta árs á McLaren. Endurkoma Schumachers hefur kveikt í mörgum gömlum Formúlu 1 áhugamanninum. Schumacher lagði mikla áherslu á það í vetur að æfa fyrir sjálfan kappaksturinn, frekar en afburðartíma í tímatökum og kannski það komi honum að notum í keppninni. Alonso sagði að sama skapi í gær að hann hefði stílað inn á þolakstur á æfingunni, en keppendur ræsa af stað með fulla bensíntaka í ár, þar sem bensínáfyllingar eru ekki leyfðar eins og síðustu ár. Mun því reyna meira á útsjónarsemi ökumanna hvað dekkjanotkun varðar. Bein útsending er frá tímatökunni á Stöð 2 Sport kl. 11:30 á sunnudag. Rásröð fremstu manna: 1. Sebastian Vettel, Red Bull, 2. Felipe Massa, Ferrari, 3. Fernando Alonso, Ferrari, 4. Lewis Hamilton, McLaren, 5. Nico Rosberg, Mercedes, 6. Marc Webber, Red Bull, 7. Michael Schumacher, Mercedes, 8. Jenson Button, McLaren, 9. Robert Kubica, Renault, 10. Adrian Sutil, Force India. 2:04.904 Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Þjóðverjinn Sebastian Vettel ræsir fremstur af stað í fyrsta Formúlu 1 mót árins á Red Bull. Hann náði besta tíma í tímatökum í Barein í dag og varð á undan Felipe Massa og Fernando Alonso á Ferrari. Lewis Hamilton á McLaren varð fjórði á undan Nico Rosberg á Mercedes, en Mark Webber fylgid í kjölfarið. Michael Schumacher á Mercedes náði sjöunda besta tíma, einu sæti á eftir Jenson Button, meistara síðasta árs á McLaren. Endurkoma Schumachers hefur kveikt í mörgum gömlum Formúlu 1 áhugamanninum. Schumacher lagði mikla áherslu á það í vetur að æfa fyrir sjálfan kappaksturinn, frekar en afburðartíma í tímatökum og kannski það komi honum að notum í keppninni. Alonso sagði að sama skapi í gær að hann hefði stílað inn á þolakstur á æfingunni, en keppendur ræsa af stað með fulla bensíntaka í ár, þar sem bensínáfyllingar eru ekki leyfðar eins og síðustu ár. Mun því reyna meira á útsjónarsemi ökumanna hvað dekkjanotkun varðar. Bein útsending er frá tímatökunni á Stöð 2 Sport kl. 11:30 á sunnudag. Rásröð fremstu manna: 1. Sebastian Vettel, Red Bull, 2. Felipe Massa, Ferrari, 3. Fernando Alonso, Ferrari, 4. Lewis Hamilton, McLaren, 5. Nico Rosberg, Mercedes, 6. Marc Webber, Red Bull, 7. Michael Schumacher, Mercedes, 8. Jenson Button, McLaren, 9. Robert Kubica, Renault, 10. Adrian Sutil, Force India. 2:04.904
Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira